Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 35
í sífellu vegna kláðans, geta jafnvel
nagað sig til blóðs.
Smám saman dreguraf kindinni.
Hún getur ekki gengið nema stutt í
einu, missir meir og meir vald yfir
hreyfingum og getur að lokum
ekki staðið upp hjálparlaust.
Jafnframt ágerist titringur og riða
bæði á haus og ganglimum.
Önnur einkenni, sem stundum
sjást hjá riðusjúklingum er áber-
andi nasarennsli, röddin breytist,
verður sérkennilega hás, sumar
kindur missa röddina að mestu.
Einstöku kindur missa sjón.
Mjög er misjafnt, hve langur
tími líður frá því kind veikist, þar
til yfir lýkur. Lambfullar og ný-
bornar ær virðast þolminnstar,
drepast oft 3—4 vikum eftir að
fyrst sér á þeim. Geldfé stenst
sjúkdóminn lengur, nokkra mán-
uði.
Skoðun á fjárhóp vegna riðu:
Þegar fjármaðurinn hefur verið
inntur ítarlega eftir heilsufari
f járins, er féð skoðað í húsunum og
þess gætt, hvort nokkur kind hafi
úfna ull eða sé að klóra sér, hvort
nokkur kind dragi sig útúr, gnísti
tönnum eða sýni óeðlilega styggð
eða ótta.
Ef fjárhópurinn er rekinn upp
brekkur eða hratt á ósléttu landi,
er aðgætt, hvort hreyfingar séu
óeðlilegar, hvort helti geri vart við
sig, eða hvort slappleika eða
þróttleysis verði vart.
Grunsamlegar kindur eru síðan
teknar til nánari athugunar og
aðgætt, hvort hjá þeim finnist
eitthvert þeirra einkenna, sem að
framan er lýst.
Hvað skal gera við grunsamlega
kind?
1. Einangra hana strax og til-
kynna héraðsdýralækni (eða
trúnaðarmanni), sem ákveður,
hvernig með skal fara. Látið al-
drei grunsamlega kind til lamb-
anna, í fjós eða hlöðu.
2. Ef riðuveiki er líkleg, skal lóga
kindinni, taka sýni til rann-
sóknar, ganga frá hræinu og
hreinsa bæli kindarinnar. Allt í
samráði við dýralækni.
3. Skrá skal (sérst. eyðubl.):
Númer, nafn, aldur, útlit og
einkenni sjúkdóms, dvalarstaði
og ef unnt er afkvæmi, foreldra
og annað náskylt fé. Ráðlagt er
að lóga því, ef riðuveiki er
staðfest (næsta sláturtíð t. d.).
4. Dráttur á að einangra og til-
kynna grunsamlegar kindur og
lóga þeim getur magnað smit-
hættu.
Hvað skal gera, þegar riðuvciki
finnst á nýjum stað?
1. Tilkynna sveitarstjórn um
veikina og gera ráðstafanir til
að merkja allt fé á bænum með
rauðum plastmerkjum, er sýni
bæjarnúmer og sveitarfélag
samkv. lista í markaskrá.
2. Taka upp skráningu á fé, þar
sem ekki er bókhald. Færa skal
auk númera: Nafn. aldur, útlit
og afkvæmi hverrar kindar, svo
að unnt sé að rekja með vissu
ættir kinda sem veikjast, bæði
föðurætt og móðurætt.
3. Vara þá við, sem fengið hafa fé
á bænum og stöðva þegar í stað
sölu og að láta fé til lífs og dval-
ar af bænum. Leita skal leyfis
Sauðfjársjúkdómanefndar
fyrir nýjum aðflutningi á fé
(reglug. 18/7 1957).
4. Efla hreinlæti við alla meðferð
á fóðri og drykkjarvatni. Reynt
skal að viðhafa sem allra mest
hreinlæti, þar sem ær bera og
forðast að láta féð ganga of þétt
um burðinn. Brenna ætti eða
grafa hildir vegna mikillar
smithættu af þeim og láta vera
að marka og merkja lömbin í
karinu.
5. Við merkingar, mörkun,
sprautun og allar aðgerðir, þar
sem féð blóðgast, skal viðhafa
strangasta hreinlæti. Þvo skal
og sótthreinsa verkfæri s. s.
hnífa, tengur, klippur (sápa,
bursti, joðsambönd) og skipta
oft um nálar. Laga skal hvassar
brúnir á drykkjarílátum, nagla,
flísar og annað sem sært getur
féð vegna hugsanlegrar smit-
hættu. Ráðlegt gæti verið, að
úða eða bera sótthreinsiefni á
naflastreng nýfæddra lamba.
6. Hafa skal vakandi auga með
fénu með tilliti til byrjunar-
einkenna og umfram allt að
lóga fyrir burð þeim kindum
sem grunsamlegar verða, áður
en þær bera. Hafa ber hugfast,
að kindur kunna að smita út frá
sér nokkurn tíma, áður en ein-
kenna verður vart og að rið-
uveiki kemur oftast fram síðar í
afkvæmum þeirra. Óheppilegt
er að hafa burðarstíur í
hlöðum.
6. Verjist nýju smiti inn á bæ-
inn. ■
Gölturinn hafði áhrif.
Gyltum og grísum þeirra var skipt í
þrjá hópa þrem vikum eftir got í
tilraun á búnaðarháskólanum í
Aberdeen í Skotlandi. Fjórum
dögum síðar var þeim sýndur
göltur. Beiddu þá aðeins tvær af 21
mjólkandi gyltu, sem komst í
kynni við göltinn en engin
mjólkandi gylta í samanburðar-
hópnum beiddi. Nærvera galtarins
hafði þau áhrif á mjólkandi gyltur
að þær beiddu fyrr eftir að vanið
hafði verið undan þeim, eða 2,28
dögum eftir fráfærur, en gyltur þær
sem hafðar voru til samanburðar
og ekki komust í snertingu við gölt
beiddu 10 dögum eftir fráfærur.
Munurinn var tölfræðilega raun-
hæfur. Engin af gyltunum, sem
naut samvista við gölt beiddi síðar
en níu dögum eftir fráfærur.
freyr — 195