Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Síða 16

Freyr - 01.11.1983, Síða 16
Áburdarflugvélin Páll Sveinsson sem Flugfélag íslands gaf Landgrœðslu ríkisins og alvinnuflugmenn fljúga í sjálfboðavinnu. (Ljósm. M. E.). Bíll með útbúnað til að ferma flugvélina með áburði. (Ljósm. M. E.). svæði sem dreifa á á og ekki mjög langt og erfitt að aka áburðinum á þá staði, þá er minni vélin, TF- TÚN, notuð. Þar sem þetta er lengra frá byggð, eins hér víða á Suðurlandi, t. d. á Landmanna-, Holtamanna-, og Gnúpverjaa- fréttum, þá beitum við stærri vél- inni, Páli Sveinssyni, TF-NPK. Þá blöndum við fræi saman við áburðinn og notum fræ, sem er húðað. Það er gert til að fræið sé jafn eðlisþungt og áburðurinn og falli því jafnt og hann. Þannig er unnt að dreifa þó að það sé nokk- ur gola. Við reynum að forðast hliðarvind en dreifum beint upp í vindinn. Þessi lönd, þarf náttúrlega að bera á árlega ef uppskera á að fást af þeim, en óneitanlega hefur orð- ið samdráttur á því nú tvö til þrjú síðustu árin. Breytist ásókn bænda í þessa þjónustu með árunum? Mér sýnist eftirsóknin ekki minnka, en hins vegar hefur dreg- ið úr dreifingu, hreinlega vegna kostnaðarins. Það hafa heyrst raddir náttúruverndarmanna að tilbúinn áburð eigi ekki að dreifa á afrétti, þar sem það setji úr jafnvægi hin eðlilegu öfl náttúrunnar. Hvað viltu segja um það? Ég veit ekki hvort menn hafa í raun og veru verið að gagnrýna það að við séum að rækta upp örfoka land. Ég get ekki séð að við séum að koma þar neinu úr jafnvægi. Það hefur þá verið gert áður. Það er sem sagt verið að græða upp land. Nú ef menn eru hræddir við mengun af áburðarnotkun, þá held ég að það sé af og frá. Við erum þarna að tala um 300 kg af NP-áburði á hektara, en þar sem mengunaráhrif hafa komið í ljós er verið að nota um eitt tonn á hektara af áburði og ræktað land skiptir fleiri ferkílómetrum, en við berum aftur á um 100—200 hekt- ara á hverju svæði, sem er stórt á okkar mælikvarða. Sú gagnrýni sem að mínu mati á einhvern rétta á sér er það þegar borið er á gróin lönd, þá vissulega breytum við gróðurfarinu, en það gerum við líka þegar við byltum óræktuðu landi og breytum því í tún. Við erum þá að stuðla að öðru jafnvægi en fyrir var. En yfirgnæfandi mestur hluti þess lands sem við berum á er ógróið land, eins og áður er sagt. Hvað gerist með áborið land sem síðan erhættað bera á? Það hefur sýnt sig að land í land- græðslugirðingum sem sáð hefur verið í og borið síðan á í 3—4 ár, þá hefur gróður yfirleitt náð þar fótfestu. Það kemur smátt og smátt annar gróður í landið heldur en sáð var og eftir það helst gróð- urinn í landinu. Vissulega gerum við það líka að bera á örfoka lönd sem eru ekki friðuð eins og áður er sagt, og þar með græðum við landið upp, en fyrst og fremst erum við þarna að hugsa um beitarstjórnun og þá verðum við að fá uppskeruna af landinu og hana fáum við ekki svo að neinu nemur nema bera á landið. M.E. 864 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.