Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 32
Ritfregnir
Ársrit Skógræktarfélags íslands 1983.
Ársrit Skógræktarfélags íslands
fyrir árið 1983 er komið út og er
fjölbreytt að efni. Ritnefnd skipa
Hulda Valtýsdóttir, Sigurður
Blöndal, Snorri Sigurðsson, sem
er ábyrgðarmaður ritsins, og Por-
valdur S. Þorvaldsson.
Hákon Bjarnason fyrrv. skóg-
ræktarstjóri ritar greinina „Horft
um öxl á 25 ára afmæli Skógræktar
ríkisins“ og Sigurður Blöndal
skógræktarstjóri skrifar grein sem
nefnist „Litið til framtíðar á 75 ára
afmæli Skógræktarfélags íslands“.
„Maðkurinn og eitrið“ heitir
grein eftir Jón Gunnar Ottósson
skordýrafræðing. Hulda Valtýs-
dóttir formaður Skógræktarfélags
íslands ræðir við hinn aldna skóg-
ræktarmann Tryggva Sigtryggs-
son, bónda á Laugarbóli í Reykja-
dal. Þeir Ingvi Þorsteinsson og
Ólafur Guðmundsson deildar-
stjórar hjá Rala og Jón Loftsson
skógfræðingur skrifa greinina
„Beitartilraun í Hallormstaða-
skógi“, Jón Gunnar Ottósson ritar
greinarnar „íslensk skordýr í
trjám og runnum“ og „Bacillus
thuringiensis: tilraun til að verjast
fiðrildalifrum á íslandi" Sami höf-
undur skrifar líka „Ritfregnir
1977-1982“.
Ingólfur Davíðsson, grasafræð-
ingur segir frá því þegar hann kom
í Bæjarstaðaskóg 1951. „Molar
um skóg í landi Skaftafells“ heitir
grein eftir Sigurð Blöndal og hann
ritar einnig skýrslu um Skógrækt
ríkisins fyrir árið 1981. Hákon
Bjarnason ritar greinina „Fáein
orð um Bláösp á Islandi“. Þórarinn
Benedikz forstöðumaður Rann-
sóknarstöðvar skógræktar ríkisins
á Mógilsá skrifar grein sem heitir
„Útdráttur úr skýrslu Rann-
sóknarstöðvar Skógræktar ríkisins
fyrir árið 1981“ og Snorri Sigurðs-
son framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags íslands skrifar um
störf skógræktarfélaganna árið
1981.
Þá birtir ritið ágrip úr aðalfund-
argerð Skógræktarfélags íslands
1981, ennfremur skrá um Skóg-
ræktarfélög á íslandi árið 1981 og
stjórnir þeirra. Loks eru „Reikn-
ingar Skógræktarfélags íslands
1981 og Landgræðslusjóðs 1981“.
Fjöldi mynda prýðir ritið og er
frágangur þess vandaður.
Leiðrétting.
í frétt af fundi um hrossabúskap
og markaðsvandamál hrossarækt-
ar á bls. 714 í 18. tölublaði féll
niður og Landbúnaðarráðuneytið
var meðal þeirra aðila sem áttu
fulltrúa á fundinum.
í 19. tölublaði bls. 804 er birt
ljóð eftir Aðalbjörn Benediktsson
sem sungið var á kvöldvöku á
síðasta aðalfundi Stéttarsambands
bænda. í fyrra erindinu er villa, en
rétt er það þannig:
Nú rignir feikna á land og lýð
og leiðigjörn er þessi tíð.
En taðan gulnar túnum á
og tæpast þornar nokkurt strá.
Verð á íslenskum kartöflum 1. október 1983.
Verð til framleiðenda kr. á kg.
Steikar-og úrvalskartöflur ............................ 17,55
1. verðflokkur......................................... 13,50
2. verðflokkur.......................................... 9,45
3. verðflokkur........................................... 4,05
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Verð á hrossakjöti 1. október 1983.
Verð til framleiðenda Verðflokkur IA FOI, TRI kr. á kg. .. 52,98
Verðflokkur IB UHI, FOII, TRII .. . 47,68
Verðflokkur II HRI . 39,74
Verðflokkur III HRII . 30,16
Verðflokkur IV HRIIL HRIIIO .. .. .. 26,71
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
880 — FREYR