Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1987, Side 10

Freyr - 01.03.1987, Side 10
Loftþjappa í köfnunarefnisverksmiðjunni. Samkvæmt lögum um Áburðar- verksmiðjuna skal verðið hljóta staðfestingu landbúnaðarráð- herra. Verðlagningin fer fram með þeim hætti að við gerum kostnaðarútreikninga og stjórn verksmiðjunnar gerir tillögur um áburðarverð til ráðherra í sam- ræmi við það. Reyndin hefur verið sú um fjölda ára að ráðherra hefur ákveðið áburðarverð, og oftast þannig að hann hefur ekki fylgt tillögum Áburðarverksmiðjunnar. Þó hefur hann ekki skilið við okk- ur alveg á köldum klaka því að samhliða verðákvörðun hafa verið gerðar ráðstafanir sem hafa átt að tryggja rekstur verksmiðjunnar. Áburður hefur m.ö.o. verið niðurgreiddur. Á tímabili var um það talað að fjárhagsstaða Áburðarverksmiðj- unnar væri afarslœm. Hún hafi verið neydd til að taka erlend lán og þau lán hækkuðu við gengis- breytingar. Var ekki áfall fyrir verksmiðjuna að lenda íþessu og erfitt fyrir hana að vinna sig út úr þeim erfiðleikum? Jú. Áburðarverksmiðjan er ekki búin að vinna sig út úr þessu. Verksmiðjan bjó við tiltölulega góðan fjárhag hér áður fyrr. Hún gat fjármagnað sjálf birgðahald sitt að miklum hluta. Nú á Áburð- arverksmiðjan ekki lengur orðið fé til þess að greiða innkaup sín né fjármagna birgðir og áburðarsölu. Þessi viðskipti eru þó það um- fangsmikil að innlendar banka- stofnanir treysta sér ekki til þess að hlaupa hér undir bagga. Hér í landinu er afurðalánakerfi fyrir sjávarútveg og iðnað, en Áburð- arverksmiðjan hefur ekki komist inn í þetta kerfi. Hún hefur komið þar að lokuðum dyrum og svo er enn í dag. Gerðist það ekki núna á árunum eftir 1980 að tillaga stjórnar Áburðarverksmiðjunnar um verð- lagningu var harkalega skorin niður og það hleypti verksmiðj- unni ískuldafen? Jú. Það var stöðugt verið að klípa af áburðarverðshækkunum á þess- um tíma til þess að halda í við verðbólguna. En það var ekki ein- göngu þetta, heldur líka það að Áburðarverksmiðjan seldi sína vöru með greiðslufresti til við- skiptavina sinna og þar stóðu ís- lenskar krónur á móti erlendum lántökum verksmiðjunnar. Oft kom það fyrir að gengið væri fellt eftir að Áburðarverksmiðjan hafði gert viðskiptasamninga við kaupfélög, verslunarfélög og bún- aðarfélög. Verksmiðjan átti þann- ig útistandandi íslenskar krónur móti erlendum gjaldeyri og ís- lensku krónurnar rýrnuðu. Svo kom að því þegar áburðurinn var verðlagður árið eftir, að menn leituðust við að bæta upp þetta tap frá fyrra ári, en aftur á móti var stefna ríkisstjórna á þeim tíma að halda niðri verðlagi og ná tökum á verðbólgunni. Þar vegur áburður- inn vissulega sitt því að hann kem- ur inn í neyslu. Hann vegur 9% af verðlagsgrundvelli landbúnaðar- afurða. Þarna safnaðist upp vandi og Áburðarverksmiðjan var rekin með tapi ár eftir ár. Verðbólgan jókst eftir sem áður hvað sem áburðarverði leið og gengisfell- ingar urðu meiri og meiri, þannig að áföllin urðu sífellt stærri með hverju árinu. Hvernig stendur Áburðarverk- smiðjan núna? Fjárhagsstaða Áburðarverksmiðj- unnar er ekki svo slæm í sjálfu sér. Að vísu getur hún ekki fjármagn- að rekstur sinn. Það er gert með erlendum lántökum. En ytri að- stæður nú eru miklu hagstæðari en þær voru á þessum tíma vegna minni verðbólgu. Stjórnborð köfnunarefnisverksmiðj- unnar. 178 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.