Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 12
r Á miðri mynd er kúla þar sem geymt er ammoníak. Aftan við hana eru köfnunarefnis- geymir og vetnisgeymir. þess að draga úr framleiðslukostn- aði. Á síðustu 12 mánuðum hefur greiddum vinnustundum fækkað um 12%. Nú eru fastráðnir starfs- menn hjá verksmiðjunni 190. Að- gerðir til hagræðingar fara nú fram á ýmsum stöðum í verk- smiðjunni sem munu leiða til þess að í febrúar 1987 hefur starfs- mönnum fækkað í 150. Ennfremur eru í mótun frekari aðgerðir til hagræðingar sem eru fólgnar í að hagnýta tölvutækni meira en nú er gert við framleiðsluna. Ekki er ólíklegt að þessar aðgerðir leiði til þess að eftir 4—5 ár verði fjöldi starfsmanna um 120—130. Við teljum að með þeim hagræðingar- aðgerðum sem hér að framan er greint frá svo og með því að okkur takist að ná samningum við Landsvirkjun um hagstæðara verð á raforku ætti okkur að takast að framleiða hér áburð á sambæri- legu verði miðað við það sem gerist annars staðar, ég tala nú ekki um ef verð á ammoníaki hækkar aftur en verð á ammoníaki tengist verði á olíu eins og það er á hverjum tíma. Pað er eitt sem undrar mig. Ég hef dvalist nokkuð í Noregi. Par er áburður seldur alltárið um kring, en á breytilegu verði, þannig að kaupandinn á að hafa hag afþví að kaupa áburð á veturna ef hann getur fjármagnað það. En hér er allur áburður seldur á sama verði árið um kring og mest á sama tíma árs. Þetta er nú ekki heldur í landi, þar sem hefur verið 50 — 80% verð- bólga. Hér hefur verið eitt áburð- arverð á ári sem hefur gilt alveg fram til jafnlengdar á næsta ári. Þegar verðbólgan hefur keyrt úr hófi fram, hafa menn ekki séð sér annað fært en að stöðva áburðar- sölu hér í október — nóvember. Yfirleitt hefur áburður verið seld- ur á sama verði allt árið þrátt fýrir verðbólguna. En svo ég komi að því hvernig við höfum hugsað þetta, þá gerðum við tillögur í fyrra þegar í janúar um mismun- andi staðgreiðsluverð, sem gilda átti í janúar og febrúar og fram á vorið. Á þessum tíma voru hins vegar miklar hræringar í efnahags- lífi vegna kjarasamninga, og stjórnvöld voru mjög treg að taka afstöðu til áburðarverðs, þar sem það gat hugsanlega haft áhrif á alla samningagerð. Tillögur okkar náðu því aldrei fram að ganga. Hins vegar erum við farnir að hyggja að því hvernig mætti koma þessu við. Það væri mikil hagsbót fyrir verksmiðjuna ef hún gæti selt framleiðsluna jafnt og þétt yfir árið með breytilegu verði og þar með dregið úr lántökum og fjár- magnskostnaði við birgðahald og áhættu af erlendum lántökum. Kaupendur mundu hagnast á því að fá áburð á lægra verði að vetrinum. Þetta yrði líka til hag- ræðingar innan verksmiðjunnar í mannahaldi og tækjum. Við þurf- um hér að vera tilbúnir með tæki til þess að afhenda 40 þúsund tonn á einum og hálfum mánuði á vor- in. Ef hægt væri að dreifa því starfi á lengri tíma væri sparnaður að því. Fyndist þér hagur íþví að ríkið hœtti að hafa eftirlit með verði á áburði? Ég efast um það. Mér finnst eðli- legt að fyrirtæki sem er í einokun- araðstöðu njóti aðhalds frá slíkum aðila. Haftð þið tapað fé á viðskiptum ykkar við þá sem afykkur kaupa? Það eru ákvæði um það í lögum Áburðarverksmiðjunnar að við megum eingöngu hafa viðskipti við kaupfélög, verslunarfélög og búnaðarfélög, ekki við einstak- linga. Vissulega hafa fyrirtæki orðið gjaldþrota og Áburðarverk- smiðjan hefur tapað á því, en á síðustu árum hafa ekki orðið stór- áföll, nema ef þau skyldu að vera að koma núna, þ.e. við gjaldþrot- ið á Svalbarðseyri. Hafa graskögglaverksmiðjurnar ekki verið skuldseigar? Jú, graskögglaverksmiðjurnar skiptast annars vegar í ríkisfyrir- tæki og hins vegar í hlutafélög. Við erum búnir að eiga útistand- andi fé síðan 1984 hjá Grasköggla- verksmiðjunni í Flatey, (fyrir- tækið er í ríkiseign) og málið er komið það langt að við höfum stefnt landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra með greiðslu 180 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.