Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 11
Hvað hafið þið gefíð mikinn
fóðurbæti að undanfömu?
Síðustu tvær-þrjár vikur eftir að
kýrnar komu út hafa þær verið á
mjög góðri nýræktarbeit. Kýr sem
eru í 27-28 kg nyt fá 2 kg á dag.
Ein sem var í 33 kg fær 3 kg af
kjarnfóðri.
En sl. vetur?
Þá miðuðum við að kýrnar
mjólkuðu 15 kg af heyinu, eða
hættum að gefa þeim fóðurblöndu
þegar voru svona 16-17 kg í þeim.
Þá minnkaði yfirleitt í kúnum. Þó
var ein kýr í vetur sem hélt 16 kg
nyt af heyinu einu. Það skiptir
auðvitað miklu á hvaða aldri fóstr-
ið er, hvernig stendur á burði.
Þetta var í janúar og kýrin er ekki
borin enn (21. júní) en er rétt
komin með tal. En það minnkaði
meira í þeim sem báru í apríl,
þegar við hættum að gefa þeim
fóðurblöndu um áramót.
Ævar og stóðhestur hans Blœr.
Haldið þið
hámarksafurðarstefnu í
sauðfjárræktinni?
Auðvitað beitum við allstaðar
hámarksafurðarstefnu, það er að
fá alltaf hámarksafurðir miðað við
að eyða sem minnstu í féð. Maður
hefur heyrt það utan að að þar
sem afurðir séu mestar, kosti
menn bara meiru til. Og auðvitað
er svolítil meiri vinna við skýrslu-
hald, að fylgjast vel með fjárbúinu
heldur en þar sem ekkert er gert.
En varðandi fóðrið er lítill kostn-
aðarmunur.
Þessar 138 kindur, sem við
höfðum. fengu 12 poka af fóður-
bæti eða 600-650 kg. Ef það er
reiknað út, er kjarnfóðurkostn-
aður mjög lítill miðað við tekjur af
sauðfjárbúinu. Kindin hefur feng-
ið um 4 kg af fóðurbæti, það er
ekki langt frá 90 kr. á kind. Síð-
asta ár höfðum við 32 kg eft>r
vetrarfóðraða á. Ef maður færir
þessar 90 kr. á kind yfir í kjöt,
gerir það tæplega hálft kíló og
þegar búið er að draga það frá eru
samt yfir 32 kg af kjöti eftir ána.
Kjarnfóðurgjöf er því ekki stór
Hveijar telur þú helstu ástæður
fyrir þvi að kúábúið á Hríshóli er
svona afurðamikið?
Það er afskaplega erfitt að svara
þessu, segir Sigurgeir og hlær við.
Þetta er eins og með skipstjóra.
Af hverju veiða sumir meira en
aðrir? En kannski má nefna þrjú
atriði. Beitina á sumrin, að slá
snemma og eiga góð hey, að vera
ekki með lélega gripi. Það er alltof
dýrt að hafa lélegar skepnur á
básum.
Eftir að framleiðslutakmarkanir
fóru að þrengja að þá kemur það
betur í ljós að það eru sömu
kýrnar sem standa upp úr, þó að
gefinn sér sáralítill fóðurbætir.
Núna í vor höfum við gefið
lítinn fóðurbæti og það er svo
furðulegt að lélegri kýrnar fá frek-
ar súrdoða. Þær kýr sem hafa
mjólkað mest, t.d. 30 kg, hafa
sloppið.
Sigurgeir og Bylgja með börn sín Elmar og Ernu.
Freyr 539