Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 14
Kristinn G. Jóhannsson, fv. formaður Félags ferðaþjónustubænda Um ferðaþjónustu bænda Eftirjarandi grein er að slofni til erindi sem höfundur flutti í búnaðarþœtti í Ríkisútvarpinu í febrúar sl. Krislinn G. Jóhannsson í byrjun áttunda áratugarins stofnuðu nokkrir bændur með sér ófornrleg samtök um þjónustu við ferðamenn, aðallega sem sveita- gistingu með fullu fæði. Ferða- skrifstofur ásamt Loftleiðum sáu um að vísa ferðamönnum til bænda og það fór eftir þeim sem sinntu þessum farþegum hjá tlugfélaginu hverju sinni hvernig til tókst að bændur fengju ferða- menn heim á bæi sína. Bæir þeir sem hér um ræðir voru aðallega á Suður- og Norð- vesturlandi. Þessi þjónusta vakti verulega athygli og í umræðu um atvinnumál bænda komu málefni ferðaþjónustubænda til umfjöll- unar á Búnaðarþingi árið 1971 og hafði Bjarni Arason ráðunautur forgöngu um það mál. Þingið sam- þykkti að kjósa þriggja manna nefnd til að kanna og gera tillögur um á hvern hátt yrði best unnið að því að gera ferðaþjónustu að arð- bæru verkefni þess fólks, sem býr í dreifbýli, og hvern hlut búnaðar- samtökin í landinu gætu átt í því starfi. Þessi umræða fyrir fimmtán árum var að öllunt líkindum fyrsta spíran að stofnun samtaka ferða- þjónustubænda, en á árunum 1979 til 1981 unnu þeir Kristleifur Þor- steinsson á Húsafelli og Eiríkur Eyvindsson á Laugarvatni að því að stofna Landssamtök ferðaþjón- ustubænda í sainráði við Búnaðar- félag íslands og Stéttarsamband bænda. Samtökin voru stofnuð formlega í ársbyrjun 1981. Fyrstu verkefni samtakanna var að gera úttekt á hve margir bænd- ur ynnu við ferðaþjónustu og skrásetja þá þjónustu sem þeir buðu upp á. Þá var markvisst unnið að því að móta reglugerð og leiðbeiningar fyrir samtökin og jafnframt koma á leiðbeiningum og ráðgjafaþjónustu fyrir bændur. í ársbyrjun 1983 var ráðinn starfs- maður, Oddný Björgvinsdóttir. Fyrsta verkefni hennar var að koma á fót námskeiðum fyrir bændur sem stunduðu, eða vildu koma á fót, ferðaþjónustu. Þessi námskeið hafa síðan verið haldin árlega og fór eitt slíkt fram á Hvanneyri í lok mars sl. Á þessum námskeiðum hefur verið fjallað um hvers kyns ferðaþjónusta sem bændur geta boðið upp á. Þó að hefðbundin gisting sé aðeins ein þjónusta af mörgum sem bændur hafa á boðstólum, er hún ávallt sú sem mest dregur að sér og mesta eftirtekt vekur. Því hefur verið lögð áhersla á að gefa út leiðbeiningar um útbúnað gisti- rýmis og samræma þær öðrum reglugeröum sem fyrir eru í atvinnugreininni. Kynningarbæklingar. Samtökin hafa árlega gefið út bækling með upplýsingum um ferðaþjónustu á vegum bænda. Segja má að allflestir sem þar eru kynntir þurfi lítið annað að aug- lýsa þjónustu sína. Ferðamenn leita til skrifstofu samtakanna um fyrirgreiðslu í auknum mæli. Skrifstofan sinnir þessu þannig að hún vísar ferða- mönnum beint til bóndans, sem sér um að veita honum þá þjón- ustu sem boðið er upp á bæði á ferðaþjónustubæjum og einnig það sem héraðið hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Til þess að gera þetta virkara hefur verið komið á fót nokkurs konar um- boðsmönnum sem tengja saman alla ferðaþjónustubændur í hér- aðinu þannig að þeir vinni saman að því að sinna ferðamönnum, hvort sem um er að ræða smáa eða stóra hópa. Þá hafa bændur verið hvattir til þess að hafa til taks það húsnæði í eigu sveitarfélags og félagasamtaka, sem völ er á til þess að vera viðbúnir að sinna stórum hópum. Með því aukast atvinnutækifæri í viðkomandi sveit og hafa nokkrir bændur þegar reynslu af að sinna þessum þætti ferðaþjónustu og hefur Ferða- þjónusta bænda stutt þá við þá starfssemi. Bændur hafa fjárfest í töluverð- um mæli vegna uppbyggingar fyrir búgreinina. Ekki liggja fyrir 542 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.