Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 16
anna um leiðbeinginar og ráðgjöf. Hér verður að standa vel að verki, með því eru meiri líkur á að hver eining stækki og eflist, og hafi meiri tekjur af búgreininni, því að sú þjónusta sem Ferðaþjónusta bænda sinnir vekur hvarvetna athygli. í könnun sem skrifstofa samtak- anna lét gera meðal félagsmanna Ferðaþjónustu bænda kom í ljós að helmingur þeirra er með fjölda gistinátta undir 300 á ári, sem segir okkur að of margar smáar einingar eru starfandi í bú- greininni. En með markvissri upp- byggingu og áframhaldandi kynn- ingu á markaði innanlands og er- lendis tel ég að þessu sé hægt að breyta, þvi að sú kynning sem Ferðaþjónusta bænda hefur feng- ið hér innanlands sýnir að rúmur helmingur ferðamanna sem not- færir sér þessa þjónustu bænda er íslendingar. Framtíðarhorfur. Varðandi framtíðarhorfur tel ég nokkuð bjart framundan í þessari atvinnugrein. Á skrifstofu sam- taka okkar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir um hvers konar þjón- ustu sem bændur veita. Hér er um að ræða ferðamenn með ýntis sér- áhugamál, svo sem fuglaskoðun, göngur og réttir, hvers konar veiðiskap, einnig stuttar og langar hestaferðir, svo að eitthvað sé nefnt. Hér innanlands fer þeim fjölg- andi sem leita eftir sumarhúsum til leigu hjá bændum, bæði ein- staklingum og félagasamtökum. Tel ég að bændur geti byggt upp þjónustu við þennan markað á næstu árum. Unnið verður að gerð útboðsgagna fyrir byggingu á hentugum húsum fyrir þessa þjón- ustu. Þá verður gert átak í að kynna þessa leigumöguleika hér innanlands og erlendis. Vistrænn landbúnaöur í Danmörku Vistrænn eða lífrænn landbúnaður er hér notað sem þýðing á öko- logisk jordbrug. Þar er ekki not- aður tilbúinn áburður né plöntu- varna lyf, svo að eitthvað sé nefnt. Grundvöllur er fyrir 10% niark- aðshlutfall lífrænna búsafurða, en vistrænn búskapur er aðeins stundaður á 14 prómill ræktunar- lands í Danmörku. Vistrænum búum hefur fjölgað um helming í Danmörku á fimm árunt. En þrátt fyrir vaxandi eftir- spurn er hlutur þessa framleiðslu- forms ennþá örsmár í dönskum landbúnaði. Nú eru um 300 vistræn bú í landinu með um það bil 4000 hektara ræktaðs lands. Það svarar til 0,30% bújarða og 0,14% af ræktuðu landi. Þetta kom fram í skýrslu sem Britta Schall Holberg, landbúnað- arráðherra, gaf Þjóðþinginu fyrir áramótin um vistrænan landbúnað í Danmörku. Ráðherrann sagði að takmark- aðar heimildir væru fyrir hendi um afkomu og arðsenti í vistrænum landbúnaði. Ennfremur að ekki 544 FREYR hefði verið skoðað ofan í kjölinn hvort einhver gæðamunur væri á afurðum venjulegs og vistræns landbúnaðar. Stjórnvöld líta svo á að danskur landbúnaður framleiði holl og góð matvæli. En þó að menn finni kannski engan mun viðurkenndi Holberg ráðherra að vissar ástæð- ur væru til þess að fleiri og fleiri neytendur vilja heldur vistrænar afurðir. Ef vistræn framleiðsla eykst ekki verður ekki unnt til lengdar að fullnægja eftirspurn og verður þá að flytja inn það sem á vantar. Af þessum ástæðum lagði land- búnaðarráðherran til að ráðstaf- anir verði gerðar til að efla vist- rænan landbúnað. Ráðgjöf, rannsóknir og tilraun- ir verða auknar. Nauðsynlegt er talið að ráða sérstakan landsráðu- naut í vistrænum landbúnaði og auka leiðbeiningar heima í héruðum. Ríkisstjórnin telur ennfremur nauðsynlegt að stofna sérstakan styrktarsjóð fyrir bændur sem vilja breyta yfir í vistrænan búskap og sem verða af þeim sökum fyrir tekjutapi fyrstu árin. Komið verð- ur á opinberu eftirliti á uppruna framleiðslu og vistrænar afurðir verða merktar. Stungið hefur verið upp á að setja sérstaka nefnd til þess að fylgjast með og meta vaxtarmögu- leika þessarar tegundar landbún- aðar og vera stjórnvöldum til ráðuneytis. Árlega verður samin skýrsla um vistrænan landbúnað og reynslu af honum í Danmörku. Talsmaður dönsku stjórnarand- stöðunnar í landbúnaðarmálum telur þessar ráðstafanir ófullnægj- andi. Hann stingur upp á því að nýleg hækkun á mjólkurkvóta í EBE löndum verði notað sem til- efni til að breyta dönskum land- búnaði sem mest í vistrænan bú- skap. Það vinni gegn samdrætti og fjölgi störfum í landbúnaði. Stjórnarfrumvarp sem þetta mál verður sennilega lagt fram fyrir 1. febrúar 1987. J.J.D.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.