Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 30
vansköpuð börn fæðast vegna hömlulausrar notkunar á jurtaeitri og mörg börn sem vinna á ökrum verða vanþroskuð. Á næstu fimm árum eftir 1979 og 1980 þegar vélvæðing landbún- aðarins komst á skrið, tífölduðust vinnuslys á mönnum sem slösuð- ust við vinnu á búvélum. Fimm þúsund verkamenn misstu heils- una aðeins árið 1980 og rannsókn sem gerð var á vegum Punjab-há- skóla hefur leitt í ljós að í 40% tilfella olli þreyta slysunum. Læknar í Punjab segja líka að stórbændur stappi stálinu í vinnu- fólk sitt um uppskerutímann með ópíum og áfengi svo að það geti þraukað lengur við vinnu. Indverska verðlagskerfið örvar bændur til að vera iðnir og fram- leiða sem mest. Á hverju ári ákveða stjórnvöld lágmarksverð á búvörur. Bændum er í sjálfsvald sett hvort þeir leita hærra verðs á frjálsum markaði eða selja stjórn- inni. Stjórnvöld kaupa mikið af afurðum, einkum þegar uppskera er mikil. Sumt fer undir svarta plastið sem öryggisbirgðir, ef monsúninn skyldi verða slæmur næsta ár, en annað er sent á markað og því deilt út með skömmtunarseðlum til þeirra, sem fátækastir eru. En þetta fyrirkomuleg er ekki hugsað sem liður í baráttu við fátæktina. Framámaður í mat- vælaráðuneytinu, G.V.Vishna- vath segir: Petta er aðeins aðferð til að tryggja framleiðsluna. Þegar bóndinn veit að hann getur selt nkinu uppskeruna, ef hann fær ekki betra verð fyrir hana á frjáls- um markaði, hvetur það hann til þess að framleiða sem allra mest. Jafnvel þótt jarðaskiptalöggjöf- in hafi aldrei komist á, hafa aldrei jafn margir smábændur verið á Indlandi. Níutíu milljón fjöl- skyldur lifa á landbúnaði og af þeim hafa sjötíu milljónir minna en tvo hektara til ræktunar. Þær bjargast oftast við uxa til dráttar og svo handaflið, en sums staðar stofna menn samvinnufélög sem útvega þeim vélar, útsæði, áburð og lánsfé, en lánsféð takmarkast við fyrstu tvo hektara jarðnæðis. „Hér er sá vínviður troðinn, hvers vín eitt sinn flóir yfir alla Asíu“, skrifaði Svúnn Jan Myrdal, sem var rómantískur byltingar- hugsuður, um indversk sveita- þorp. Hæpið er að hann hafi á réttu að standa. Eigi menn heima í indversku sveitaþorpi, eru þeir annað hvort of önnum kafnir eða of sjúkir eða uppgefnir til þess að vera byltingarmenn. Júlíus J. Daníelsson þýddi og endursagði. HSW FERO MATIC Búfjársprautur með sjálfvirkri skömmtun. Þreplaust stillanlegar EHRLE Háþrýstiþvottadælur - 4 stærðir 55-120 bar - Hagstætt verð KIRUNA hverfisteinar - Rafdrifinn hverfisteinn með lítilli smergelskífu að auki SHEARMASTER fjárklippur CLIPMASTER stórgripaklippur sami mótor fyrir báðaar gerðir SUNBEAM barka klippur Óbreytt verð frá fyrra ári Ormalyfsinngjafardælur Úrval verkfæra, ódýr hleðslutæki sandblástursbyssur, rafmagns- handverkfæri o.fl. VERKFÆRAMARKAÐUR Skemmuvegi L 6, Pósthólf 395, 200 Kópavogi, Sími 91-79780 og 91-74320 558 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.