Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 38

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 38
Hið tœra og hreina vatn streymir fram. Myndin er tekin í Núpárdal í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. (Ljósm. Einar Hannesson). var frá áður um minniháttar fyrir- tæki, má segja um Vestfirði og Norðurland og reyndar einnig Austurland. Auk þess má minna sérstaklega gagnvart Mývatni, á Kísiliðjuna og hina þéttu byggð í Reykjahlíð. Vatnalögin 1923. Allt, sem hér hefur verið upp talið, veldur mengun, mismikilli. Þess vegna verða menn að gæta sín til þess að valda ekki meiri óhreinkun vatns en óhjákvæmi- legt er. Til þess að stuðla að þessu hafa verið sett í lög ýmis ákvæði. Þar má minna á hin merku vatna- lög frá 1923. Þau greina frá því, hvernig standa skuli að þessum verndunarmálum hvað vatn varðar. Síðar hafa komið til sögunnar, eftir því sem reynslan hefur leitt í Ijós, ný ákvæði til að tryggja sómasamlega stöðu þessara frárennslismála, ekki síst frá sjón- armiði heilbrigðis. Það er með mengun, eins og ýmislegt annað, að menn verða ekki varir við vandræði eða tjón af völdum hennar fyrr en skaðinn er skeður. Þess vegna er forvarnar- starf nauðsynlegt í þessu sam- bandi. Þá er og á það að líta, að ekki er víst að menn verði varir við þó að óþverri fari í vötn. Auðvelt er að fela verknaðinn, þó að afleiðingarnar segi til sín síðar. Þess vegna er nauðsynlegt að ganga þannig frá hnútum, að ekki sé boðið upp á slíkt. Eiturefni í búskap. Nefna mætti til athugunar örfá dæmi um hættu, sem veiðivötnum getur stafað af búskap, og sem ber að varast. í fyrsta lagi, að baðvatn eftir sauðfjárbaðanir og aðrar baðanir dýra sé ekki látið renna í á. Þá má minna á skolun á áburð- ardreifara. Slíkt á ekki að gera þar sem hætta getur stafað af henni fyrir vatnafiska. Að lokum má benda á að ekki má láta frárennsli úr votheysturni fara í veiðivatn, því að þar er um eiturefni að ræða, eins og í fyrrgreindum dæmum. Ófremdarástand við Varmá í Ölfusi. Þessar athuganir okkar á sviði mengunar leiða í ljós, að á nokkr- um stöðum á landinu er ástæða er til að ætla að hættuástand gæti skapast fyrir veiðivötn, ef ekki er aðgát höfð. Þá er vitað um einn stað þar sem ófremdarástand ríkir í þessum efnum. Það er Hvera- gerði en þar fer frárennsli staðar- ins beint í Varmá. Auk þess er við Varmá stöðug hætta á, að hitamengun valdi tjóni á fiski. Þar er fengin reynsla af því að heit gufa, án nauðsynlegrar kælingar, fór í ána og olli tjóni á fiski. Þessi hætta á hitamengun er víðar fyrir hendi hér á landi en við Varmá. Niðurstaða hugleiðinga þessara verður því þessi: Við íslendingar höfum ekki enn kynnst mengun að neinu marki samanborið við aðrar þjóðir. Erum við líklega nokkuð vel settir með veiðivötn okkar hvað mengun varðar. Þessu veldur fyrst og fremst fámenni þjóðarinnar, eins og fyrr var sagt, og hinar náttúrulegu aðstæður hér á landi. Þörf varðstöðu. Á hinn bóginn er fyllsta ástæða til þess að fylgjast vel með til að koma í veg fyrir að mengun vaxi í veiðivötnum. Kippa þarf í lag því, sem fer aflaga. Gæta þarf þess að óheillaspor verði ekki stigin í þessu efni. Ætla má að í framtíð- inni muni hættan á a.ukinni meng- un veiðivatna vaxa vegna aukinna umsvifa fyrirtækja, sem mengun fylgir. Þess vegna er þörf dugmik- illar varðstöðu í þess'um efnum. Að sfðustu skal vikið að meng- un af völdum náttúruhamfara, sem engin mannlegur máttur fær ráðið við. í því efni má minna á Heklugos og hlaup, sem koma í jökulárnar á Suðurlandi vegna hita undir jökli. Nýjasta dæmi af þessu tagi er þegaf skriðjökull hljóp í Hagavatn 1980 og olli tví- mælalaust tjóni á fiskstofni Hvítár og Ölfusár, sem voru mengaðar af leirframburði allt suntarið. Helsta heimild: Veiðimálastofnun. 566 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.