Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 18
síður en ýmsum lífverum sem búa í þessu votlendi. Þangað var sóttur mór til eldsneytis, þar mátti skera reiðingstorf, þaðan var fenginn mikill hluti útheys, og búpeningur gengur í mýrum til beitar og nýtir mýrargróður. Þessi mýrargróður, sem að mestu eru starir og brok, hefur þó ekki til að bera jafnmikið fóðurgildi og heilgrösin hafa og áburður kemur þar ekki að neinu teljandi gagni. Með framræslu og þurrkun má, eins og við vitum, breyta gróður- fari mýra í graslendi og vistkerfi mýranna breytist úr votlendi í þurrlendi. Þessi ræktunaraðferð hófsl á fyrri hluta þessarar aldar en varð fyrst veigamikil eftir síð- ustu heimstyrjöld. Er nú talið að um og yfir 1000 ferkílómetrar mýrlendis hafi verið þurrkaðir með skurðum eða tíundi hluti allra mýra á landinu. Þurrkunaraðferð- ir hafa verið með ýmsum hætti og hefur eðlilega mikil reynsla fengist við framræslustarfið í tækni og árangri aðferða. Hins vegar hefur verið lítið um skipulegan saman- burð á gæðum framræsluaðferða og fátt um rannsóknir á þeim breytingum sem verða á jarðvegi og lífríki mýranna við uppþurrk- un. Það er hins vegar augljóst að talsverð röskun verður á öllu þessu votlendiskerfi við uppþurrk- un. Til þess að fá staðgóða vit- neskju um hvers eðlis þessar breytingar væru, var hafist handa vorið 1975 og þá skipulagðar ná- kvæmar mýrarrannsóknir. Var þá ákveðið að kanna ýmsa þætti vistkerfisins og átti að fylgjast með breytingum sem á þeim verða við uppþurrkun. Hér er um að ræða yfirgripsmikið verkefni, sem krefst þekkingar á fjölmörgum sviðum; efnafræði, bútækni og náttúruvísindum, enda tóku ýmsir starfsmenn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og annarra stofn- ana að sér rannsóknir á einstökum þáttum þessa samvinnuverkel'nis. Leitað var svara við mörgum spurningum, til dæmis má nefna: Hver er myndunarsaga mýrarinn- ar og hvaða lífræn efni og steinefni hefur hún að geyma? Hver er rotnunarhraði lífrænna efna henn- ar eftir uppþurrkun? Hvernig er farið vatnsbúskap mýrar fyrir og eftir uppþurrkun? Verða rof á skurðum og hvað berst fram með afrennslisvatninu, þornar nær- liggjandi mólendi um of við þurrk- un mýrarinnar? Hvernig sígur yfir- borð mýrarinnar? Hefur upp- þurrkunin áhrif á veðurfar mýrar- innar? Hvaða lífverur hafa afnot af mýrinni, hver verða afdrif þeirra, og hvað kemur í staðinn? Að hve miklu leyti hefur búfé afnot af mýrinni og hvernig breytast afnotin? Um margt fleira mætti spyrja. Lýsing verkefnis. Eitt aðalrannsóknasvæðið var ákveðið á mýrlendi sunnan þjóð- vegar á mörkum Hests og Máva- hlíðar í Borgarfjarðarsýslu. Þarna var um að ræða hallamýri, sem má telja gott dæmi um fjölda sam- bærilegra hallamýra sem til eru víða um land. Var ákveðið að gera nákvæma forrannsókn á vistkerfi mýrarinnar, en að lokum var hún ræst fram og hefur síðan verið fylgst með breytingum eftir því sem mýrin þornar. Sérstaklega hefur verið athugað 10 hektara svæði og því skipt í 400 fermetra reiti. Síðan var þetta svæði mælt og metið hátt og lágt á næstu Mýrlendi.sgró öur. 546 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.