Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 31

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 31
Bændablaðið nýtt blað um málefni sveitanna. Bjarni Harðarson, ritstjóri. Út er komið fyrsta tölublað Bændablaðsins, blaðs um land- búnað og landsbyggð. Bændasynir h.f. gefa blaðið út og ritstjóri er Bjarni Harðarson. Þetta nýja blað er í dagblaðsformi og mun koma út mánaðarlega fyrst um sinn. Fyrsta tölublaðinu er dreift ókeypis til kvnningar til allra bænda á landinu en verður síðan selt í áskrift og lausasölu. í aðfaraorðum útgefenda segir m.a. „Að útgáfu Bændablaðsins stendur ungt fólk sem á rætur í bændastétt og á landsbyggðinni. Blaði þessu er öðru fremur ætlað að vera málgagn allra þeirra sem vilja efla byggð í landinu og stuðla að jafnvægi milli landshluta. Blað- ið er óháð öllum hagsmunasam- tökum, stjórnmálaflokkum og pólitískum stefnum. í því verður kappkostað að birta vandaðar fréttaskýringar, greinar og úttekt- ir á málum sem snerta búskap og landsbyggðina. Jafnframt þessu tekur blaðið við aðsendum grein- um og blaðamenn Bændablaðsins koma sjónarmiðum bænda og les- enda á framfæri í viðtölum.“ Meðal efnis í fyrsta tölublaði Bændablaðsins eru greinar um jaðarbyggðir á íslandi, hrossa- útflutning, offramleiðslu á laxi sem kynni að leiða til upptöku neta hjá bændum og úttekt á kjöt- sölu til hersins. Ólafur Hannibals- son skrifar grein þar sem hann gagnrýnir fjárfestingar Kaupfé- lagsins á Patreksfirði. í grein um smábúa- og stórbúastefnu er sagt frá könnun, sem starfsmenn Bún- aðarfélags íslands, þeir Jóhann Ólafsson, Jón Viðar Jónmundsson og Ólafur Dýrmundsson, hafa gert á hagnaði sauðfjárbúa, eftir stærð þeirra og tölulegum upplýs- ingum búreikninga fyrir árin 1983 og 1984. Niðurstöður þessarar könnunar þeirra félaga voru kynntar á ráðstefnu Búfjárræktar- sambands Evrópu sem haldin var í Búdapest 1.-6. september 1986, þar sem dr. Ólafur R. Dýrmunds- son flutti fyrirlestur. (Þess má geta að þar flutti annar íslenskur land- búnaðarmaður, Stefán Scheving Thorsteinsson, líka erindi um efni sem þeir dr. Sigurgeir Þorgeirsson höfðu unnið saman að.) Einnig eru í blaðinu tvær greinar um áhrif eiturnotkunar í gróðurhúsum á þá sem þar vinna. Þá flytur Bænda- blaðið viðtöl, fréttir o.fl. Aðsetur blaðsins er að Skúla- götu 32, 3. hæð, Reykjavík. Freyr óskar þessu nýja blaði um málefni landbúnaðarins velfarn- aðar. J.J.D. Leiðrétting s I auglýsingu frá Vélaborg á bls. 567 í þessu blaði er prentvilla. Verð á Siloblitz 2000 losunarbúnaði er kr. 370 þúsund en ekki kr. 470 þúsund. Leiðrétting í greininni „Dýrafita umdeild or- sök hjartasjúkdóma" sem birtist í 11. tbl. Freys, urðu prentvillur í einni málsgrein um miðbik grein- arinnar. Rétt er málsgreinin svona: „Dr. Diekard ræddi um fitu og þau gögn sem leitt hafa til þeirrar kenningar að neysla mettaðrar fitu og hjartasjúkdómar séu ná- tengd“. Freyr 559

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.