Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 23
Ráðunautafundur 1987 Þórarinn Lárusson, tilraunastjóri, Tilraunastöðinni Skriðuklaustri Þróun og gildi heykögglagerðar á búum bænda Inngangur. Innlend fóðuröflun í hinum hefðbundna búskap hér á landi byggist nánast eingöngu á grasrœkt en auk þess erum við vel sett með nœgilegt og gott próteinfóður, þar sem fiskimjöl og annað sjávarfang er. Þórarinn Lárusson. Það sem einkum skortir er orku- ríkt og auðleyst kolvetnafóður til þess að nýta svo vel sé afurðagetu gripanna þegar heyfóðri sleppir. Prátt fyrir margar tilraunir lærðra og leikra til að rækta korn og annað kolvetnafóður, svo sem rófur, næpur o.fl., er slíkt fóður nánast hverfandi í fóðurfram- leiðslunni og ekkert í verstu árum. Parna eru þó án efa möguleikar, sem nýta þarf eftir föngum. Um árabil höfum við reynt að auka fóðrunargildi og þar með kjarnfóðurígildi grasa með þurrk- un og kögglun og minnka þannig þörf á innfluttu kjarnfóðri. Rekstur graskögglaverksmiðj- anna hefur gengið illa undanfarin ár af ástæðum, sem ráðstefnufólki eru of kunnar til þess að það verði rakið hér í inngangi, þótt komið verði inn á sumt af því í umræð- unni hér á eftir um þróun hey- kögglagerðar á býlum bænda. Tilgangurinn með skrifi þessu er að reyna að gera mönnum Ijóst í hve mörg horn er að Iíta varðandi heykögglagerð á bændabýlum og hversu skammt við erum komin í þróun slíkrar starfsemi. Staða tækniþróunar við heykögglagerð. Hér á eftir verða fyrst taldar upp nokkrar helstu kröfur, sem gera þarf til fullþróaðrar tækni í færan- legri heykögglasamstæðu. Til þess þarf slík verksmiðja — að vera auðfæranleg. — að komast leiðar sinnar á slæmum vegum og í erfiðri færð. — að komast fljótt og auðveld- lega úr og í vinnslustöðu. — að vera auðveld í hreinsun (sóttvarnir). — að hafa haganlegan útbúnað (skjól) til að geta unnið við misjöfn veðurskilyrði. — að vera með nánast sjálfvirka vinnslurás, allt frá losun heys á færiband og þar til hún skilar fullkældum kögglum. — að hafa öruggt málmleitartæki og segla til að vernda malara og kögglara og komast hjá töfum og skemmdum. — að vera örugg í vinnslu þannig að tafir tilheyri undantekning- um (í stað reglu eins og gjarnan hefur verið). — að vera sparneytin. — að ná góðum afköstum sem séu óháð heygæðum eða öðru hráefni. — að skila vönduðum kögglum (hæfilega hörðum án teljandi mylsnu) óháð hráefni. — að þurfa lítinn mannskap (1—2 fyrir utan stjórnanda verk- smiðju), sem vinna létt verk. — að hafa nákvæman og sjálf- stýrðan íblöndunarútbúnað. — að vera það gangörugg og rek- in þannig að menn geti treyst því hvenær þeir fái hana til sín. — að verð þjónustunnar sé hag- stætt (þarf vart að vera meira en 2,00—2,50 kr. á framleitt kg, miðað við að næg verkefni liggi fyrir. Pessi upptalning verður látin nægja að sinni, þótt af nógu sé að taka. Eigendur verksmiðjanna vantar einfaldlega fé, þótt veruleg tæknileg vitneskja sé fyrir hendi. Freyr 551

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.