Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 15
Stafafell í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Einn af bæjum Ferðaþjónustu bænda.
neinar öruggar upplýsingar hvað
mikið fjármagn hefur verið lagt
hér fram, en miðað við það sem
byggt var á sl. ári og áætlað að sé í
byggingu, lætur nærri að hér sé
um að ræða 35—40 millj. króna.
Hér hafa bændur tekist á við
uppbyggingarstarfsemi sem spáð
var að gæti orðið í ályktun Búnað-
arþings frá 1971. Ennþá er þó
nokkuð langt í land að bændur
geti treyst því að þeir hafi veru-
legar tekjur af þessari búgrein því
að þessi uppbygging er seigluverk-
efni og einnig eru á döfinni bygg-
ingar á útivistarsvæðum, tjald-
svæðum og þjónustmiðstöðvum
sem skila ekki arði fyrr en á
löngum tíma. Slíkt uppbygginga-
starf er styrkhæft samkvæmt
lögum um skipulag ferðamála nr.
79/1985 en í raun hafa engir styrkir
fengist samkvæmt þeim lögum.
Framleiðnisjóður landbúnaðar-
ins hefur lagt fé til uppbyggingar
ferðamála í sveitum, að upphæð
kr. 8,5 milljónir. Þessum fjármun-
um hefur verið varið í breytingar á
eldra húsnæði, til nýbygginga
sumarhúsa og þjónustumiðstöðva
hjá þeim sem voru aðilar að
Ferðaþjónustu bænda eða höfðu
hafið starfsemi í samtökunum á sl.
ári.
Sl. haust höfðu um 75 bændur
samband við skrifstofu samtak-
anna. Starfsmenn þeirra heim-
sóttu þá og 20 býli hafa hafið
ferðaþjónustu nú í ár. Þessum
bændum hefur verið leiðbeint eða
verið er að sinna þeim leið-
beiningum.
Námskeið á Hvanneyri.
Hér að framan var nefnt námskeið
um ferðaþjónustu sem haldið var
á Hvanneyri í mars sl. Námskeiðið
var með hefðbundnu sniði, fjallað
var um almennan útbúnað fyrir
/ berjamó
sveitagistingu, tekið var fyrir
verkefni sem Markaðsnefnd land-
búnaðarins og Ferðaþjónusta
bænda unnu saman. Það er kynn-
ing á framreiðslu búvara og var
lögð áhersla á framreiðslu á
lambakjöti og silungi, en hvoru
tveggja þessara hráefna hafa
bændur aðgang að og geta nýtt sér
í ferðaþjónustu. Þá var bryddað
upp á nýjungum í sambandi við
minjagripagerð, þ.e. framleiðslu
og sölumöguleika á þeim. Bændur
voru heimsóttir, lögð áhersla á
hestaleigur og reiðskóla.
Þá var fjallað um í almenna
móttöku ferðamanna bæði á bæj-
um og einnig þegar leiðbeina þarf
ferðamönnum um staðhætti og
umhverfi ferðaþjónustubýlis. í
tengslum við þetta hvort tveggja
var stutt tungumálanámskeið.
Við hefðum viljað fara hægt í að
fjölga bændum í ferðaþjónustu, en
vegna aðstæðna teljum við rétt að
sinna þeim bændum sem leitað
hafa til okkar, og við þá bændur
sem hug hafa á að koma sér upp
aðstöðu fyrir ferðamenn á kom-
andi árum vil ég segja: Vandið
ykkur við allar framkvæmdir,
kynnið ykkur hvernig Ferðaþjón-
usta bænda vill standa að útbúnaði
og byggingum. Leitið til samtak-
Freyr 543