Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 17
Sturla Friðriksson. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Vistfræöirannsóknir. Vistfrœðirannsókn er tiltölulega nýr þáttur í störfum Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Að vísu höfðu ýmsar rannsóknir áður verið framkvœmdar við stofnunina, sem voru þess eðlis, að þœr hefði má, Þannig voru á vegum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins gerðar athuganir á áhrifum frá eldgosum, svo sem gosinu í Heklu 1970 og 1980 og gosinu í Heimaey 1973 en þá var um að ræða flúoreitrun og ýmsar gróðurskemmdir af ösku og vikri. Einnig eru kalrannsóknir vistfræðilegs eðlis, þar sem um er að ræða samspil jarðvegs, gróð- urs, dýra og veðurfars, og þarf að kanna alla þessa þætti í samhengi til þess að skilja orsakir kals á túnum og tjóns á gróðri. Stofnun- in hefði einnig látið sig varða beitartilraunir og áhrif beitar á landið jafnt sem landeyðingar- og uppgræðslurannsóknir. En þessi viðfangsefni eru einnig að nokkru leyti vistfræðileg að eðli. Sérstök fjárveiting til vistfræðirannsókna við Rala Var hins vegar fyrst feng- in árið 1975 eftir að „þjóðargjöf- in“ var veitt og landgræðsluáætl- unin gekk í gildi, en þá var ráð fyrir því gert að hluti fjárins færi til vistfræðirannsókna eða til könn- unar á ýmsum áhrifum víðtækrar ræktunar. Samfara auknu uppgræðslu- starfi og því aukna fjármagni sem þá fékkst til þess að hefta upp- blástur og rækta aftur gróður á eyddum svæðum þótti rétt að veita fé til rannsókna á árangri þessa uppgræðslustarfs og athuga hvernig gróðri reiðir af á gróð- ursnauðum söndum sem sáð er í og borið á. Einnig þótti rétt að gera athuganir á uppblásturshraða með mælingum á rofabörðum og með athugunum á ástandi gróð- urjaðranna og öðrum gróðurfars- flokka undir vistfræði. Greinarhöfundur við rannsóknir á Land- mannaafrétti 1980. Ljósm. Jónas Jónsson. breytingum er verða á landi sem er að blása upp og síðan að fylgjast með árangri uppgræðslu- aðgerða. Uppgræðsluskilyrði hér á landi eru misjöfn, t.d. vegna mismunar á jarðvegsgerðum og á mismun- andi veðurfari, sem er breytilegt eftir landshlutum og hæð yfir sjó. Má ætla að velja megi tegundir sáðplantna til uppgræðslu sem hæfa sérstaklega hinum ýmsu skil- yrðum. Þess vegna hafa verið gerðar tilraunir með sáningu ým- issa grasa og belgjurta á örfoka svæðum í mismunandi hæð og jarðvegi og í nokkur ár hefur verið fylgst með sprettu og þroska gras- tegunda samfara veðurfarsmæl- ingum. Þessar athuganir hafa ver- ið gerðar á Hveravöllum og jafn- framt á tilraunastöðinni Korpu og hafa starfsmenn Veðurstofu ís- lands annast mælingar á Hvera- völlum. Þá má geta þess, að rétt þótti að kanna hvort ræktun gæti á ein- hvern hátt raskað sjaldgæfu plöntu- og dýralífi og haft þannig skaðleg áhrif á annað lífríki og umhverfi þess. Ræktun getur hugsanlega haft áhrif á afkomu og breytt stofnstærð annarra grasbíta en hinna venjulegu húsdýra lands- manna. Má þar til nefna gæsir, álftir og hreindýr. Þessi og ýmis fleiri viðfangsefni á sviði landbúnaðarvistfræði þótti rétt að kanna, svo sem áhrif mengunar frá landbúnaði og ýmis áhrif vargs og villidýra í samneyti við landbúnað. Eitt veigamikið viðfangsefni, sem rétt þótti að taka fyrir, var framræsla mýrlendis með öllum þeim hugsanlegu áhrifum sem uppþurrkun votlendis getur haft á lífríki mýrarinnar og nærliggjandi umhverfi. Mýrlendi íslands. Mýrar á íslandi eru taldar vera um 10.000 ferkílómetrar að flatar- máli eða tæpur helmingur af gróðurlendi landsins. í mýrum hefur safnast saman mikið magn lífrænna efna, sem víða hefur myndað þykkt mólag. Elstu mýrar hér á landi hafa fyrst tekið að myndast í lok síðustu ísaldar. Mýr- lendi er heimkynni fjölda lífvera, bæði plantna og dýra, og vistkerfi þetta hefur orðið manninum og húsdýrum hans notadrjúgt ekki Freyr 545

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.