Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 8
Yngri menn sætta sig ekki við þær skorður sem þeim eru settar í sauðfjárrækt Viðtal við Jóhann Helgason í Leirhöfn á Melrakkasléttu. Einn af útvörðum byggðar hér á landi er Jóhann Helgason í Leirhöfn, en hann er jafnframt formaður Búnaðarsambands Norður-Pingeyinga og búnaðarþingsfulltrúi þess. Ég lagði leið mína til hans á sl. sumri og bað hannfyrst að segja mér frá búskap sínum. Jóhann Helgason. (Ljósmyndir með við- talinu tók M.E.). Ég er með um 600 fjár á fóðrum og 4—5 hesta til smalamennsku. Búmark jarðarinnar er 1028 ær- gildi en fullvirðisréttur jarðarinn- ar er tæplega 700 ærgildi. Ég hef bundið allt mitt hey síðan 1966 og það hefur gefist vel. Ræktun er hér frekar erfið og kal nokkuð algengt. Afréttir? Það þykja ekki langar né strangar göngur hér. Sléttan er girt og það var gert árið 1941, frá Kópaskeri 856 Freyr austur í Laka í Þistilfirði sem er milli bæjanna Krossavíkur og Kollavíkur. Þá átti að vera hér svæsin garnaveiki norðan við. Það var farið hér um veturinn áður og húðprófað féð sem kallað var. Það svaraði jákvætt allt upp í helming- ur og meira á sumum bæjunum. Bændurnir vildu þó ekki skera allt þetta fé niður sem var yfirleitt gert ef féð svaraði jákvætt, svo að það var áfráðið að girða Sléttuna af og láta þetta drepast í friði. Þetta bjargaði okkur því að síð- an höfum við sloppið við allar fjárpestir og garnaveikin reyndist síðar verið fuglaberklar. Það sann- aðist með því að einn varpbóndi á Sléttunni var látinn skjóta nokkr- ar æðarkollur og þær voru sendar til rannsóknar. I þeim fannst sami sýkillinn og „garnaveikisýkilinn“ þannig að þá upplýstist að hérna var engin garnaveiki og þessi sýk- ill var algjörlega meinlaus fyrir féð. Síðan hefur þessari girðingu verið haldið við að mestu leyti þannig að samgangur fjár er mjög Íítill við féð sunnan við. ísland er eins og við vitum um 103 þúsund ferkílómetrar og það er talið um 20—25% af landinu sé gróið. Norðan þessarar Sléttugirðingar

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.