Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 16
girðingum sínum og hólfun afrétta tel ég nær undantekningarlaust óarðbæra og jafnvel til bölvunar. Sé um ofbeit að ræða er raunhæf- asta aðgerðin að draga úr beitar- álagi með því að stytta beitartím- ann og fækka fénaði á landinu. Við erum nú þegar á þeirri braut eins og áður var vikið að. Þótt afgirt heimalönd verði væntanlega nýtt í æ ríkari mæli til beitar tel ég algerlega óraunhæft að reikna með því í fyrirsjánalegri framtíð að bændur haldi öllu búfé í girðingarhólfum. Bann gegn lausagöngu kemur helst til greina í þéttbýlum sveitum og í kaupstöð- um og kauptúnum og nágrenni þeirra. Til dæmis hefur verið í gildi bann gegn lausagöngu búfjár á Suðurnesjum í réttan áratug. Um þessar mundir er slík skipan að festast í sessi á öllu höfuðborg- arsvæðinu, þ.e.a.s frá Hafnarfirði til Kjalarness neðan samfelldrar vörslugirðingar sem skilur á milli mest allrar þyggðar og ræktunar- lands annars vegar og fjalllendis og heiða hins vegar. Þetta eru hinar þarflegustu framkvæmdir. Nú þegar er í gildi bann gegn lausagöngu hrossa í mörgum sveit- um, en sums staðar gengur þó illa að framfylgja því einkum að vetrarlagi. Beit og skógrækt Nú þegar eru stór svæði friðuð fyrir beit einkum á vegum Land- græðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins og Náttúruverndarráðs og væntanlega munu slíkar fram- kvæmdir halda áfram eftir því sem þörf krefur og fjárveitingar leyfa. Meðal bænda er töluverður áhugi á nytjaskógrækt, gjarnan í tengsl- um við hefðbundinn búskap. Þar er um langtíma fjárfestingu að ræða en ekki er tiltækt nægilegt fjármagn til átaks á þessu sviði. í ákveðnum tilvikum kemur til greina að beita sauðfé og öðru búfé í skóg að sumarlagi, og ég tel það afskaplega slæman og úreltan málflutning þegar búfjárrækt og skógrækt er stillt upp sem and- stæðum. Breyting frá hjarðbúskap til ræktunarbúskapar gerir það að verkum að þessar tvær greinar landbúnaðar geta dafnað hlið við hlið. Á Bretlandseyjum er nú tal- að um AGRO-FORESTRY þeg- ar bændur búa áfram á jörðum sínum með búfé eftir aðstæðum og rækta nytjaskóg á völdum spildum í stað þess að láta stórtæk skóg- ræktarumsvif fækka byggðum býlum. Á réttri leið Ég tel ástæðu til bjartsýni í gróð- urverndarmálum á komandi árum. Framfarirnar munu ráðast mjög af veðráttunni. Veðurfars- fræðingar hafa bent á að hugsan- lega hlýni loftslag samfara aukningu kolsýrulofts (C02) á jörðinni. En við þurfum samt að vera við öllu búin og gera ráð fyrir áföllum af völdum harðinda svo að ekki sé minnst á hættu á kóln- andi veðri vegna áhrifa eldgosa eða kjarnorkusprenginga. Við getum þó treyst því að með bætt- um beitarháttum batnar meðferð landsins. Við erum á réttri leið. gúmmímottur fyrir heimilið á vinnustaði og gripahúsið UTSOLUSTAÐIR í REYKJAVÍK HESTAMAÐURINN Ármúla 38 Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Sími 96-26776 864 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.