Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 29
Tafla 2. Fóðuráætlanir fyrir eldisgrísi þar sem annars vegar er notuð tilbúin fóðurblanda, bygg og mysa og hins vegar tílbúin fóðurblanda, kartöflur og mysa (T. Homb og R. Haarr, 1958). Fóður- skeið, nr. Aldur f vikum Lifandi þungi kg Fóðuráætlun 1* Fóðuráætlun 2** Fóður- blanda kg Bygg kg Mysa 1 Fóður- blanda kg Soðnar kart. kg Mysa 1 1 8-10 18-24 - - 1,0 - - 2 10-12 24-31 1,0 - 3 1,0 - 3 3 12-14 31-38 1,2 - 6 1,0 1 6 4 14-16 38-46 1,2 - 9 0,8 2 9 5 16-18 46-54 1,2 - 12 0,8 2 12 6 18-20 54-63 1,2 0,2 12 0,8 3 12 7 20-22 63-73 0,8 1,0 12 0,8 4 12 8 22-24 73-83 0,4 1,6 12 0,8 5 12 9 24-26 83-93 2,3 12 0,8 6 12 * f staö byggs er hægt aö nota hafra eöa kolhydratríka fóðurblöndu. ** Soönar kartöflur eða súrsaðar soðnar kartöflur. verðmæt efni sérstaklega fyrir smágrísi og eldissvín. Ef þurrefnisinnihald mysunnar er 5%, þá þarf 15,8 kg af mysu í 1 FE. Vegna þess hversu þurrefnis- snauð mysan er, verður öll notkun hennar sem fóður mjög dýr, nema svínabúið sé staðsett nálægt mjólkurbúi. Mysuna er hægt að nota bæði súrsaða og í fersku formi. Ef súrsa á mysuna, sem er sjálfsögð varúðarráðstöfun ef gef- ið er mikið magn, þá er talið nægilegt að blanda 1—2 lítrum af maurasýru í eitt tonn af mysu. Hægt er að auka þurrefnisinnihald mysunnar úr 5% í um 20—25% með svokallaðri öfugri ómósu-að- ferð og er sú aðferð tiltölulega ódýr. Ef auka á þurrefnisinnihald mysunnar meira en 20—25%, verður að gera það með eimningu eða þurrkun, sem er mjög orku- frek aðferð og varla hagkvæm til framleiðslu á dýrafóðri, nema við sérstakar aðstæður. Ef flutningskostnaður og annar kostnaður við að nota mysu sem fóður er lágur, þá er talið hag- kvæmt að gefa gyltum og eldisgrís- um, sem náð hafa 40—50 kg þunga, 10—12 lítra af mysu á dag. Mysuduft. Mysuduft er gott en dýrt fóður. Mysuduftið er einkum notað til þess að tryggja að pró- teinið hafi hátt líffræðilegt gildi í fóðurblöndum. Ekki er talið ráð- legt að gefa eldissvínum meira en 200 g á dag af mysudufti. í fóðuráætlun 1 og 2 fá eldisgrís- irnir 25—30% af heildarfóður- þörfinni úr mysunni. Pannig má draga úr fóðurbætisnotkun um 25—30%, ef fóðrað er eftir þess- um fóðuráætlunum. Ef fóðra á íslenska eldisgrísi samkvæmt 2. og 3. töflu verður að minnka fóður- Koli og lúða frá norskum eldisstöðvum koma á markað innanfimmára Tryggve Gjedrem forstjóri lagar- dýrarannsóknastöðvarinnar AK- VAFORSK í Noregi segir að þess- ar tvær fisktegundir frá norskum eldisstöðvum verði komnar á markað innan fimm ára, eftir að nú hefur tekist að leysa vandamál við uppeldi seiða. AKVAFORSK hefur nýlega kynnt langtíma fram- kvæmdaáætlun fyrir rannsóknir sínar fram til 1990 og hyggst auka starfsemi sína um helming á þeim tíma. Starfsmönnum AKVA- FORSK á Ási og við rannsókna- stöðvarnar á Sunndalseyri og Averey á Mæri og Romsdal verð- ur fjölgað um þriðjung, upp í 62. Akvaforsk rannsakar nú einkum uppeldi laxfiska. skammtinn um að minnsta kosti 10—15% á seinni hluta eldis- skeiðsins, því að þessar fóðuráætl- anir eru miðaðar við eldisgrísi sem ná 90 kg þunga á 175—180 dögum. Islenskir eldisgrísir ná að meðaltali 90 kg þunga á 230—240 dögum, þess vegna verða þeir allt of feitir, ef þeir eru fóðraðir sam- kvæmt þessum fóðuráætlunum. Sænsk fiskeldisstöð í rúmsjó Stofnað hefur verið fyrirtæki í Svíðþjóð, Farmocean a/b til þess að hanna, framleiða og selja stöðvar fyrir fiskeldi í rúmsjó. Til þessa verkefnis nýtur fyrirtækið reynslu og tæknikunnáttu Statens Skeppsprovningsanstalt í Svíþjóð. Ástæðan er að vegna sjúkdóma, óhreins vatns o.fl., er orðið erfitt að stunda fiskeldi í þröngum fjörðum. Pess vegna stendur valið á milli fiskeldisstöðva á rúmsjó eða í til þess gerðum geymum á landi. Teknisk Ukeblad í Noregi hermir að mikil eftirspurn sé eftir sænsku rúmsjávareldisstöðvunum víða að úr heiminum. Stöðin verð- ur þó ekki falboðin fyrr en að loknum ítarlegum prófunum. Freyr 8Z7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.