Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 14
Hross eru frek til beitar og þeim fer fjölgandi. (Ljósm. Júlíus J. Daníelsson). fuglabeit, einkum gæsa og álfta, á ákveðnum svæðum. Eftir að sauð- fé fækkaði hefur hlutdeild hrossa aukist þannig að sumir telja að nú taki hrossin allt að því eins mikla beit í úthaga og sauðféð. Núorðið er þó lítið um hross í afréttum, en sums staðar þurfa þau það mikla beit í heimalöndum að bændur eru háðari afréttarbeit fyrir sauðfé en ella. Hross skipta því verulega máli auk þess sem þau ganga öllu nær landi en sauðfé. Þótt hrossum fari nokkuð fjölgandi fækkar fénu það mikið að beitaráiag í úthaga er nú mun minna en það var fyrir áratug og samfara tilltölulega hag- stæðu tíðarfari síðustu árin hefur mun minna borið á ofbeit en á árunum í kringum 1980. Áhrif ýmissa gróðurverndaraðgerða eru einnig farin að segja til sín eins og áður var vikið að. Stefna Búnadarfélags íslands Þar eð hross og sauðfé nýta eink- um úthagabeitina skiptir þróun þessara búgreina miklu máli svo og hestaeign þéttbýlisbúa. Ég nota hér tækifærið til að vekja athygli á því að stefna Búnaðarfé- lags Islands og búnaðarsamband- anna í landinu, bæði í hrossarækt og sauðfjárrækt, samræmist ágæt- lega sjónarmiðum gróðurverndar. Leiðbeiningar til bænda miðast við ræktunarbúskap, að byggja fremur á arðsemi einstakra gripa en fjölda. Höfðatölusjónarmiðið er orðið úrelt þótt enn sé það við líði hjá fáeinum fjárbændum og all- mörgum stóðbændum. Við stefn- um áfram að aukinni frjósemi sauðfjár sem er virkasta leiðin til að auka arðsemina og hún stuðlar jafnframt að gróðurvernd því að þá þarf færri ær til að framleiða hvert tonn af dilkakjöti. í hrossa- ræktinni kemur æ betur í Ijós að gæðin skipta mestu máli og með markvissu kynbótastarfi er að skaðlausu hægt að grisja stofninn verulega. Sumir þéttbýlisbúar eiga fleiri hross en góðu hófi gegnir en mikið af þeim fer í hagagöngu út í sveitirnar. Ný viðhorf Horfur eru á að enn létti verulega á afréttarlöndum ekki aðeins vegna fækkunar heldur einnig vegna styttingar á beitartíma. Bændur eru hvattir til að flýta göngum til að koma dilkum fyrr til slátrunar og sjást nú þegar merki slíkrar þróunar. Fækkun fjár og fjárbænda leiðir trúlega til þess að æ fleira sauðfé verði í heima- löndum sumarlangt, en nú gengur vart meira en helmingur sauðfjár landsmanna í afréttum. Ósenni- legt er að stóðhrossabeit aukist í afréttum. Á nokkrum gróðurvinj- um í hálendinu er álag vegna beitar ferðahesta of mikið, sér- staklega þegar stórir hópar fara um, og brýnt er fyrir hesta- mönnum að taka með sér fóður í slíkar ferðir og treysta ekki á beitina. Hvað aðra beit varðar ganga nautgripir að mestu á rækt- uðu landi og ekki eru líkur á að geitum fjölgi, en þær eru mjög fáar og ganga í heimalöndum. Engu skal spáð um gæsa- og álfta- beit en þær ganga sums staðar nærri landi og reynslan sýnir að þeir aðilar sem vinna að gróður- vernd eru mótfallnir því að hreindýrin dreifist út fyrir Austur- land. Ymiss konar gróður- skemmdir af völdum hreindýra eru þekktar þar, m.a. á lerki- skógum og á fléttugróðri, og verstu beitarskemmdir sem ég hef séð í úthaga voru af völdum vetrarbeitar hreindýra í Berufirði. Raunhæfar úrbætur Þótt víða megi greina úrbætur í meðferð beitilanda má margt bet- ur fara. Jafnframt ber að meta að verðleikum það sem vel er gert. Áfram verður haldið á þeirri braut og svigrúm er fyrir frekari gróður- verndaraðgerðir á komandi árum innan ramma núgildandi laga. Æskilegt er að opinber afskipti verði sem minnst og reynslan sýnir að gróðurvernd verður að byggjast á góðu samstarfi hlutað- eigandi stofnana, gróðurvernd- arnefnda og bænda. Það sem skiptir mestu máli er að stilla fjölda beitarfénaðar í hóf, að fækka þar sem land er ofsetið. Þær breytingar sem nú eru að verða á búskaparháttum stuðla að þeirri þróun. Við skulum þó ætíð minnast þess að málið er ekki aðeins hagfræðilegt heldur einnig félagslegt og varðar búsetu í sveit- um og eignar- og afnotarétt á landi. í beitarmálum eru engar einfaldar lausnir. Þetta eru oftast 862 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.