Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 38

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 38
Gróðureyðing og endurheimt landgæða. Frh. afbls. 884. áróðri. Síðan gerir hann því skóna hvaða ályktanir lesandi dragi af myndinni „Svörtu sauðirnir". Mér verður á að spyrja hvaða tilgangi slík ritfregn eigi að þjóna? Hefði það kannski verið skár, ef kind- urnar hefðu verið hvítar eða gráar? Að vonum finnst dr. Ólafi súrt í brotið að ekki skuli skýrt frá stór- virkjum Landgræðslunnar (áður Sandgræðslunnar) við uppgræðslu á örfoka landi með flugvéladreif- ingu (áburðar og grasfræs) á Haukadalsheiði, þar sem grasrák- ir eru þó sýnilegar. Og Ólafur hefur meira að segja fundið víði- plöntur í áburðarrákunum við nánari eftirgrenslan. Hins vegar hefur hann ekki séð neinn vott að ráði um sjálfgræðslu í rofabörðum heiðarinnar. Það er nú álitamál, hvort upp- græðslan á Haukadalsheiði hefur svarað kostnaði, svo að ekki sé meira sagt. Hvergi hef ég séð upplýsingar um, hve miklu hefur verið til hennar kostað, né skýrslu um árangur af öllu því tilstandi. Vonandi þokast uppgræðslan áfram á næstu árum. En hitt er kanski öllu merkilegra, að dr. Ólafur virðist ekki skilja hvernig gömul og há moldarrof gróa upp með tíð og tíma. Þetta er þó til á prenti í grein í Arsriti Skógræktar- félags íslands frá 1971, og í því riti er fjöldi greina um gróðureyð- ingu, uppblástur og endurgræðslu lands, sem dr. Ólafur gæti auðgað anda sinn með því að lesa. Dr. Ólafur veitist að tveim kon- um, sem hafa látið álit sitt í ljósi á landskemmdum. Hann ýjar að því, að bæklingur Ingva og Sigurð- ar hafi orðið frú Herdísi Þorvalds- dóttur hvöt til þess að skrifa greinina „Kjötfjallið í eyðimörk- inni“ í Morgunblaðið 7. mars 1987 og gagnrýna síðan sauðfjárbúskap landsmanna. Skyldi ekki formað- ur félagsins Líf og land mega láta álit sitt í ljósi varðandi vandamál þjóðfélagsins án þess að hneyksla dr. Ólaf? Og svo er það bandarísk blaða- kona, Louise E. Levathes, sem segir í annars ágætri grein um Island í tímaritinu National Geo- graphic að .. á rúmlega þúsund árum hafi manninum og sauðkind- inni tekist að eyða svo til öllum skógum á íslandi. Telur dr. Ólafur að þessi kona hafi ekki djúpstæða þekkingu á gróðursögu landsins. Mér er spurn, hver hefur djúp- stæða þekkingu á gróðursögu landsins? Skyldi t.d. Steindór Steindórsson fyrrum skólameistari hafa sæmilega þekkingu á gróður- sögunni miðað við flesta aðra? Hvað segir hann um bæklinginn í ritdómi í tímaritinu Heima er best. „Höfundar hefja mál sitt með því að benda á hina almennu gróðureyðingu á jörðunni og hverfa síðan til lands vors og lýsa þar í stuttu máli náttúrlegu gróð- urfari landsins. Síðan lýsa þeir áhrifum beitarinnar, endurheimt horfinna gæða og benda loks á framtíðarhorfur. Vitanlega verður svo margþættu efni ekki gerð ná- kvæm skil í svo stuttu máli, en höfundar benda á flest það sem máli skiptir, og einkum segja hin- ar ágætu myndir, sem prýða bæklinginn, meira en Iýst verður í fáum orðum. Námsgagnastofnun gefur ritið út, og mun ætlunin að nota það til kennslu eða lestrar í grunnskólum landsins. En ritið á erindi til allra, og ætti að vera lesið og lært eins og hinn kristilegi barnalærdómur í gamla daga. Eins og kristnifræðin lýsir það bæði syndinni, þ.e. rányrkjunni, og hversu megi forðast hana og bæta fyrir afbrotin. Þess má geta að báðir höfundarnir hafa unnið að landgræðslumálum alla sína starfs- tíð og tala því ekki út í bláinn heldur af þekkingu og reynslu." Sínum augum lítur hver á silfrið. Svínaræktarfélag íslands Verð á svínaafurðum 5. október 1987. Verð áður: Hækkun: Verð nú: Svín I A 229.05 10 % 251.96 Svín I B 207.76 10 % 228.54 Svín I C 163.78 10 % 180.16 Gylta II A 110.80 10 % 121.88 Gylta II B 110.80 10 % 121.88 Gyltur og grísir III C 105.13 10 % 115.64 Geltir 62.65 10 % 68.92 Lifur 71.69 10 % 78.89 Grísahausar 31.16 10 % 34.28 Gyltuhausar 8.07 10 % 8.88 Mör 31.87 10 % 35.06 Hausar, lifur og mör selt í einu lagi 47.11 10 % 51.82 Verð þetta miðast við að kaupandi greiði flutningakostnað á sláturgripum frá framleiðanda að sláturhúsi, sbr. orðsendingu dags. 2. okt. 1987, og flutning á sláturafurðum frá sláturhúsi til kaupanda. Kaupandi greiðir ennfremur sláturkostnað. 886 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.