Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1987, Qupperneq 23

Freyr - 01.11.1987, Qupperneq 23
Frá Hvanneyri. Pannig geta skjólbelti orðið. (Ljósm. Jónas Jónsson). vægu gjaldi. Plöntuverð setur mörgum þeim takmörk við skógrækt í dag, sem gjarnan vildu leggja til hennar land og eigið vinnuafl. Úrbætur á þessu sviði þurfa ekki að kosta mikið, en gagnsemi þeirra er augljós. — Efla ræktun skjólbelta. Breyting á jarðræktarlögum 1985 varð skjólbeltaræktinni mikill hvati. Verja þarf meira fjármagni til þessara þörfu umhverfisbóta, og hvetja til þeirra með öllum ráðum. Umhugsunarefni er, hvort ekki þurfi að vélvæða plöntun skjólbeltanna að einhverju marki, svo að auka megi af- köstin, og hafa það þá jafn- framt í huga að koma búfjár- áburði undir plönturnar, en af honum er nóg til. Þannig yrði skjólbeltaræktinni sótt fyrirmynd til túnauka- skeiðsins síðara. — Gera „tilraunina mikiu“, þ.e. þann hluta hennar, sem mið- ar að ræktun gagnviðar (5). Hvernig væri nú að færa stór- iðjudrauminn frá Reyðarfirði og upp á Fljótsdalshérað, og efla Hallormsstað sem þekk- ingar- og stjórnstöð skóg- ræktar í þessu skyni? Á Hall- ormsstað og í næsta nágrenni hefur fengist löng og góð reynsla um vöxt gagnviðar, sem ætti að gera skógræktará- ætlanir þar traustari en víðast annars staðar verða. Par er einnig orðin til nokkur skóg- ræktarhefð. Tilraunin gæti orðið atvinnulífi í byggðinni styrkur, og hentað bændum þar vel sem stuðningur með öðrum búgreinum. Rb lokum Skógræktarumræðan er mikil, skógræktaráhugi fer greinilega vaxandi. Landbúnaðurinn og skógræktin eiga augljósa samleið, en við þurfum að koma skipan á stefnumið okkar, skipuleggja og samræma vinnubrögð, þannig aö settum markmiðum megi ná. Sé það ekki gert er hætta á að vinnu- brögð við skógrækt verði fálmkennd og ekki sannfærandi í augum þeirra, sem ráða yfir að- stöðu og opinberu fjármagni, auk þess sem dýrmætur tími fer for- görðum. Heimildir: 1. Einar Gunnarsson, Edgar Guö- mundsson og Ragnar Árnason, 1987: Skógrækt — Hagkvæmni nytjaskógræktar. Skógræktarrit 10, 50 bls. 2. Magnús Pétursson, 1987: Skógrækt og þjóðarhagur Morgunblaðið, 15. apríl 1987. 3. K. Prins, 1987: European timber: 2000 and beyond. UNASYLVA 156, 39 (2): 51-60. 4. Þorbergur Hjalti Jónsson, 1987: Munnleg heimild. 5. Halldór Pálsson, 1980: Landbúnað- urinn 1979. Búnaðarrit 93. árg., bls. 222-250. KAUPFÉL . w ÖGIN OG /SBUNADj ; N r 1 M H 1 U ^ ú 9samba ÁRMÚLA3 REY <JAVÍK SlMI 38900 Freyr 871

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.