Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 27
ar. Þannig er hægt að líkja eftir gerjun við mjög fjölbreytilegar aðstæður og rannsaka innlend fóðurefni með miklu meiri afköst- um en hægt væri með notkun skepnunnar sjálfrar. Tengt þessu eru rannsóknir með eðliseigin- leika próteins í ýmsum fóðurteg- undum. Þá er rannsakað niður- brot á próteini í vömb. Rannsóknir á innlendu fóðri, þ.m.t. úrgangur úr landbúnaði og fiskiðnaði, er stór þáttur í starf- semi fóðurdeildar. Rannsakað er geymsluþol mismunandi fóðurs auk eiginlegra fóðurtilrauna. Sér- staklega hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á fiskmeltu í saman- burði við fiskimjöl. Þá hafa verið gerðar tilraunir með notkun heyköggla í fóðri jórturdýra. Þar eru mæld áhrif mölunar og köggl- unar á átgetu, umsetningu og fóð- urgildi þurrheys hjá mjólkurkúm og sauðfé. Notaðar eru ýmsar gerðir af þurrheyi við mismunandi þroskastig og verkun. Þetta teng- ist rannsóknum á áhrifum sláttu- tíma og kjarnfóðurmagns á gróf- fóðrun, át og afurðir. Fiestar þess- ar tilraunir eru unnar á tilrauna- stöðvum Rala en auk þess í sam- vinnu við Gunnarsholtsbúið og fleiri aðila. Þá er verið að mæla gróffóðurát og ýmsa aðra þætti hjá kúm á nokkrum bæjum á Suðurlandi. Rannsóknir í svínarækt hófust Ein lög vinni ekki gegn öðrum. Frh. afbls. 878. bands bænda eindregið vara við því að stórlega verði dregið úr framlögum ríkisins samkv. jarð- ræktarlögum og búfjárræktar- lögum. Verulegar breytingar hafa á síð- ustu árum orðið að því er varðar notkun þessara fjármuna og hafa þeir í æ ríkari mæli verið notaðir til stuðnings búháttabreytingunni og til beinna nýjunga í landbúnaði. Eðlilegt er að enn sé hugað að áherslubreytingunni í þessu efni í fyrir nokkrum árum á vegum Rala og hafa þær fram að þessu aðal- lega beinst að því að kanna ástand svínastofnsins í landinu. Fyrirhug- að er að hefja fóðurrannsóknir með svín strax og aðstæður leyfa. Verið er að vinna að stóru verk- efni í sambandi við Ioðdýrafóðrun í samvinnu við nokkrar aðrar stofnanir. Markmiðið er að rann- saka fóðurgildi og fóðrunarvirði innlends hráefnis með tilliti til loðdýraræktar, geymsluaðferðir í því sambandi og ákvarða hámarksnýtingu innlends hráefnis handa loðdýrum. Þessum rann- sóknum er ætlað að leggja grunn- inn að upplýsingaöflun um efna- innihald og fóðurgildi innlends hráefnis til fóðurgerðar fyrir loð- dýr og að miklu leyti fyrir fiska og aðrar einmaga skepnur. Einnig að auka notkun íslensks fóðurs fyrir Ioðdýr, sem getur skipt sköpum fyrir afkomu og öryggi Ioðdýra- ræktarinnar í landinu. Þá hefur Rannsóknastofnun landbúnaðarins, í samstarfi við fleiri aðila, hafið rannsóknir á eiginleikum íslensks lághitaþurrk- aðs loðnumjöls og loðnulýsis til fiskafóðurgerðar. Næringargildi þessara hráefna er rannsakað og kannaðir möguleikar á að nýta þau sem aðalundirstöðu í þurrfóð- ur fyrir fiskeldi. Um er að ræða rannsóknir, sem geta væntanlega lagt grunninn að fóðurgerð til fisk- stað einhliða niðurskurður sem óhjákvæmilega yrði landbúnaðin- Minni hveitiuppskera í Alþjóða hveitiráðið áætlar að hveitiuppskera í heiminum í ár verði 518 milljón tonn. Það er 18 milljónum tonnum minna en á sl. ári. Búist er við lélegri uppskeru í Sovétríkjunum, Ástralíu og Pak- istan. Reiknað er með að birgðir hveitis minnki um 4 milljónir eldis úr nánast alíslenskum hrá- efnum, byggðar á innlendri þekk- ingu og aðstæðum. Auk þess að vera fiskiræktendum mikilvægar, geta niðurstöðurnar orðið íslensk- um fiskimjölsframleiðendum svo og öðrum innlendum fóðurfram- leiðendum gagnlegar við að auka gæði og verðmæti íslensks fiski- mjöls. Þegar fram í sækir, munu aðrar innlendar fóðurtegundir og fóðurblöndur væntanlega njóta góðs af þessu. Beitartilraunir eru gerðar á veg- um fóðurdeildar í samvinnu við flestar aðrar deildir Rala og fleiri aðila. Þær hófust árið 1975 og voru þá kostaðar af landgræðslu- áætlun til minningar um 1100 ára búsetu í landinu. Síðan hafa þær verið kostaðar að mestu af land- græðslu- og landverndaráætlunum sem samþykktar voru á Alþingi 1981 og 1987. Markmið tilraun- anna eru mjög fjölþætt. Má þar nefna söfnun upplýsinga um sam- spil beitar og landgæða almennt, m.a. til að meta beitarþol afrétta, heimalanda og túna. Tilraunirnar beinast enn fremur að því hvernig auka megi beitarþol landsins og styrkja gróðurfar, t.d. með áburð- argjöf og/eða minni beit, bæði með tilliti til líffræðilegra og hag- fræðilegra þátta. Ólafur Guðmundsson. um og samfélaginu í heild til veru- legs tjóns. 19 október 1987 ár tonna, í 170 milljón tonn. Áætlað er að heimaverslun með hveiti muni nema 96 milljón tonnum. Þess er vænst að Sovétríkin flytji inn 22 milljónir tonna, sem er aukning um 5 milljón tonn frá sl. ári. Freyr 875

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.