Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 28
Pétur Sigtryggsson, svínaræktarráðunautur B.í. Fóður úr mjólkuriðnaði handa svínum Undanrenna og áfir. Petta eru líkar fóðurtegundir, aðalmunurinn sá, að áfirnar hafa nokkru meiri fitu, en minni mjólkursykur og prótein. Mönnum hœttir oft við að ofmeta fóðurgildi nýmjólkur, en vanmeta fóðurgildi undanrennu og áfa. Pétur Sigtryggsson. Raunin er þó sú, að áfir og undan- renna eru síst verra fóður, því að nýmjólkin hefur aðeins mjólkur- feitina fram yfir. Mesta fóðurgildi mjólkur og mjólkurafurða liggur í próteininu og steinefnum. Undan- renna er eitt allra besta svínafóð- ur, sem þekkist. Undanrenna er auðmeltanleg og bragðgóð og eykur mjög átlyst svínanna. Und- anrennan er próteinrík og prót- einið er í hæsta gæðaflokki hvað varðar lífsnauðsynlegar amínósýr- ur. Auk þess er mikið magn af nauðsynlegustu steinefnum og vatnsuppleysanlegum vítamínum, einkum ríboflavín, í undanrennu. Ef reiknað er með að þurrefnis- innihald undanrennu sé ca 9%, þá þarf 8 lítra af undanrennu í hverja FE. Ef undanrenna er notuð sem svínafóður, er nauðsynlegt að setja í hana mjólkursýrugerla til þess að koma í veg fyrir að hún verði blásúr. Blásúr undanrenna virkar sem eitur á smágrísi og veldur niðurgangi og öðrum melt- ingartruflunum hjá eldisgrísum og gyltum. Reynslan hefur sýnt, að grísir sem fá aðeins 1 kg af undan- rennu á dag, þrífast og dafna betur en ella, sérstaklega þar sem að- búnaður og húsakynni eru léleg. Ef hægt er að fá undanrennu á hagstæðu verði, þá er vel forsvar- anlegt að gefa eldissvínum 2,5—3 kg, fangfullum gyltum 2—3 kg og gyltum með smágrísum 6—9 kg á dag. (í 1. töflu er fóðurætlun þar sem eldisgrísir fá eingöngu sér- staka fóðurblöndu og undan- rennu). Undanrennuduft. Undanrennu- duft er eitt besta próteinfóður, sem völ er á, einkum handa smá- grísum og eldissvínum fyrri hluta eldisskeiðsins. Undanrennuduft inniheldur ca. 30% hráprótein, þannig að ca 100 g af undanrennu- dufti hefur sama næringargildi og 1 kg af undanrennu. Mysa. Mysan er þurrefnssnautt fóður og við venjulegar aðstæður er þurrefnisinnihald mysu aðeins um 5%. Próteinið í mysu er í mjög háum gæðaflokki hvað varðar innihald af lífsnauðsynlegum am- ínósýrum og einnig er mysan auðug af B-vítamínum, ríbóflavin og pantotensýru, sem eru mjög Tafla 1. Fóðuráætlun þar sem eldisgrísir fá eingöngu sérstaka fóðurblöndu og undanrennu (Höie og Tilrem, 1985). Þyngd grísa kg FE á grís á dag Kg á dag á grís Undan- Fóður- renna, blanda* Meltanl. háprótein g í FE FE á kg vaxtar- auka 10-20 0,75-1,05 1,5-1,8 0,50-0,75 110-105 2,60 20-30 1,10-1,45 2,1-2,4 0,75-1,05 102 2,90 30-40 1,55-1,95 2,4-2,7 1,15-1,50 97 3,05 40-50 2,05-2,40 2,7-3,0 1,60-1,90 94 3,25 50-60 2,45-2,65 3,0 1,95-2,15 91 3,40 60-70 2,70-2,90 3,0 2,20-2,40 89 3,60 70-80 2,95-3,05 3,0 2,45-2,55 88 3.85 80-90 3,10-3,25 3,0 2,60-2,75 87 4,40 90-100 3,25-3,40 3,0 2,75-2,90 86 4,95 * 70% bygg, 30% maís ásamt steinefnablöndu. 876 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.