Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 12
Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur Breyttir beitarhættir — bætt meðferð lands Samtökin Líf og land héldu ráðstefnu um gróðureyðingu og landgræðslu í Reykjavík hinn 27. september í haust. Þar voru flutt tíu stutt erindi sem gefin voru út í hefti, en frá því er sagt í ritfregnum hér aftar í blaðinu. Ólafur R. Dýrmundsson flutti eitt erindanna og er það birt hér með leyfi höfundar og samtakanna Lífs og lands. Ritstj. í þurrkunum í sumar urðu óvenju miklar umræður um gróður- eyðingu og landgræðslu. Málefna- leg umfjöllun um þessi efni er nauðsynleg og þegar mér var boð- ið að taka þátt í þeirri ráðstefnu sem hér er haldin þáði ég það með glöðu geði. Gróðurbreytingar eftir landnám Því verður ekki á móti mælt að gróðurfar hefur breyst og víða hafa gróðurlendi eyðst síðan landið byggðist. Umdeilanlegt er hversu mikil sú breyting hefur orðið og sömuleiðis hvort nú eyðist meiri gróður en nemur ým- iss konar ræktun og uppgræðslu. Við teljum okkur þekkja orsakir gróður- og jarðvegseyðingar sem eru fjölþættar og samverkandi, en mér virðist þó mikið vanta á að gróðursaga landsins hafi verið rannsökuð og skráð á viðunandi hátt. Ágiskanir og tilgátur eru orðnar að staðreyndum og tölum, alhæfinga og einfaldana gætir í sívaxandi mæli og oft virðist fræði- mennskan víkja fyrir ýkjum og áróðri. Helst hefur verið að skilja á umfjöllun ýmissa fjölmiðla í sumar að gróðureyðing í landinu sé svo til öll af völdurn sauðkind- arinnar. Þá hafa ýmsir tengt þessi mál umræðum um tímabundin markaðsvandamál sauðfjárrækt- arinnar, oft af meira kappi en forsjá. Ég ætla að víkja sérstaklega að beitinni sem vissulega getur haft áhrif á gróðurfar og landgæði. Beitarhættir fyrr og nú Miklar breytingar hafa orðið á beitarháttum, einkum undanfarna þrjá til fjóra áratugi með tilkomu stórbættrar fóðuröflunar og vetrarfóðrunar. Fyrr á öldum gekk búfénaðurinn að mestu sjálf- ala, nautgripir, sauðfé, geitfé, hross og jafnvel svín, og ætla má að sá gróður sem klæddi ísland við landnám hafi fljótlega látið á sjá. Þar við bættist skógarhögg, hrísrif, eldgos, harðindi og fleira. Þið vit- ið trúlega öll að árið 1979 var hið kaldasta sem komið hefur á þess- ari öld með 2,3°C meðalárshita. Þá var spretta sáralítil í hálendinu og léleg á láglendi. En vitið þið að heill áratugur á öldinni sem leið, árin 1859—1868, hafði nær sama meðalhita, 2,4°C? Þegar svo kalt er mörg ár í röð fer saman lítil spretta og minnkandi beitarþol og þá er hætta af völdum ofbeitar mest. Ætla má að við slík skilyrði hafi beitin, einkum hin harða vetrarbeit, verið afdrifarík, sér- staklega í kjarr- og skóglendi. Vatn og vindar hafa síðan tekið sinn toll og gera enn, jafnvel á stöðum sem hafa verið friðaðir fyrir beit um áratuga skeið. En það er að sjálfsögðu ekki algilt lögmál að rofið land verði örfoka því að þess eru ýmis dæmi að rofabörð hafi gróið og lokast, jafnvel í beitilöndum. Andstæður og öfgar Flestar umræður og skrif um tengsl beitar og gróðureyðingar hér á landi hafa einkennst af öfga- kenndum málaflutningi þar sem hið versta og besta er borið saman. Gróskumestu, friðuðu gróðurlendin eru borin saman við þau mest beittu og gróð- ursnauðustu, og bændum er oft stillt upp sem andstæðingum gróð- urverndar og skógræktar. Skoðan- ir eru vissulega skiptar og Ijóst er að annars vegar er í landinu sá hópur fólks sem hefur þá bjarg- föstu trú að öll beit sé skaðleg gróðri og hins vegar fyrirfinnast 860 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.