Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1987, Page 38

Freyr - 01.12.1987, Page 38
Upplýsingablöð um varasöm efni Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið út 14 upplýsingablöð um varasöm efni. Markmiðið með útgáfu blaðanna er að fræða stjórnendur og starfsmenn á vinnustöðum, þar sem slík efni eru notuð, um slysa- hættu og heilsuspjöll sem þau geta valdið. Tilefni útgáfunnar er vax- andi efnanotkun í íslensku at- vinnulífi. Varasöm efni eru notuð í sam- bandi við framleiðsluna í greinum eins og plast-, prent- og húsgagna- iðnaði oj» í hreinlætisvörufram- leiðslu. I mörgum greinum eru þau notuð við þrif, s.s. í frystihús- um og annarri matvælafram- leiðslu. Loks geta þau verið hluti af búnaði, s.s. ammóníak og freon í frystikerfum. A hverju upplýsingablaði er fjallað um eitt efni. Fyrst er sagt frá eiginleikum og einkennum efnisins og sýnt hvernig það er merkt. Síðan er fjallað um heilsu- farshættur sem fylgja innöndun efnisins og snertingu við það, bruna- og sprengihættu, fyrir- byggjandi aðgerðum, hlífðarbún- aði fyrir starfsmenn og við- brögðum ef slys verður. Efnin, sem fjallað er um á fyrstu blöðunum, eru þessi: Tó- lúen, stýren, formalín, freon, tetraklóretýlen, ammóníak, am- móníakvatn, saltpéturssýra 5- 20%, saltpéturssýra 20-70%, saltsýra 10-25%, saltsýra 25- 38%, brennisteinssýra 5-15%, brennisteinssýra 15—96% og terp- entína. Upplýsingablöðin verða seld á sérstöku kynningarverði til ára- móta, 150 kr. settið og 15 kr. einstök blöð. Hægt er að gerast áskrifandi að framhaldi þessarar útgáfu og fá sérstaka möppu til að halda blöðunum saman í. Af- greiðslu annast aðalskrifstofa Vinnueftirlitsins. DRffnSRVtlfl KEÐJUR Smíöum keöjur samdœgurs eftir óskum hvers og eins. Eigum einnig keöjur á lager. Sendum hvert á land sem er. WJQKEDJU igrkafturinn ijuvegi 30 E-götu, Kópavogi. Sími 77066

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.