Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1989, Síða 11

Freyr - 15.11.1989, Síða 11
ákveðið að gerast þátttakendur í áætluninni, að girðingarfram- kvæmdir hófust á Víðivöllum ytri, I og II, sameiginleg girðing fyrir báða bæina. Var þeirri girðingar- vinnu lokið vorið eftir og plöntun hófst, nánar tiltekið 25. júní 1970 með viðhöfn, þar sem formaður Skógræktarfélags Austurlands, Þorsteinn Sigurðsson læknir, flutti ávarp. Girðingarvinna var þájafn- framt hafin á fleiri bæjum. Á hvaða bæjum hefur verið plantað? Þessir bæir eru Vallholt, Víðivellir ytri I og II, Víðivallagerði, Skriðuklaustur, Melar, Hjarðar- ból, Brekka, Geitagerði og Droplaugarstaðir. Pá koma jarð- irnar Valþjófsstaður og Brekku- gerðishús lítillega inn í girðingar næstu jarða vegna girðingarað- stæðna. Alls eru girðingarnar níu. Tegundirog þrif plantnanna? Fyrst og fremst er það lerki, sem plantað hefur verið. Lerkið var valið að fenginni reynslu hér um slóðir. Það gerir minni kröfur til landgæða en aðrar tegundir. Þá eru veðurskilyrði talin því mjög hagstæð. Eg held ég megi fullyrða að ár- angur af þessari ræktun hafi farið fram úr öllum vonum. Sé rétt stað- ið að verki og tilfinning sé fyrir aðstæðum, má mikið komast hjá afföllum. Mistök eru líka til þess að læra af. Við verðum að gá að því, að afföll eru í fleiru en skógrækt. Auk lerkisins hefur lítil- lega verið plantað blágreni, hvít- greni og ösp. Er komið að grisjun og nýtingu? Áformað er að hefjast handa um grisjun þegar í haust. Ég vildi flokka hana undir umhirðu og nýt- ingu. Hvað varðar nýtingu, þá eru það í fyrstu girðingarstaurar. Ég fæ ekki annað séð en að nú þegar séu flest elstu trén orðin of sver í venju- lega girðingarstaura. í sambandi við umhirðu er mikið verk fyrir Pessar myndir eru af sama skógarteignum í Geitagerði. Efri myndina tók Jónas Jónsson drið 1980 en síðari myndina tók Guttormur Pormar sl. sumar. höndum í þessum girðingum, svo sem að taka tvístofna og tvítoppa eða gaffla. Til greina kemur að vinna þetta í kurl fyrir verksmiðj- ur. Ef til vill eiga sérstakir brennar- ar eftir að ryðja sér til rúms, sem nýja kurlið til upphitunar húsa á þessu svæði, enda dæmi til þess. Hvað má læra af Fljótsdalsáætlun varðandi skógræktarátaká Héraði? Með Fljótsdalsáætluninni má segja að hefjist nýr og merkur þáttur í íslenskri skógræktarsögu, sem vissulega má margt læra af. Fyrst er það sá árangur af ræktuninni, sem ég hef vikið að. Ég tel, að við þurfum ekki að vera með neinar efasemdir varðandi möguleikana á nytjaskógrækt á vissum svæðum. Hins vegar, hvað varðar Fljóts- dalsáætlunina og framkvæmd hennar, hefur margt farið í annan farveg en í upphafi var til ætlast. Á ég þar t.d. við vinnuþáttinn hjá bændum, en ætlast var til að þeir ynnu sem mest að öllum fram- kvæmdum sjálfir. Opinber framlög hafa ekki verið samkvæmt upphaf- 22. NÓVEMBER 1989 Freyr 913

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.