Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1989, Page 13

Freyr - 15.11.1989, Page 13
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, Kynbótastöð Suðurlands Dagatal gangmála og sæðinga 1990 Síðastliðinn vetur lét Kynbótastöð Suðurlands útbúa nýja gerð af gangmáladagatali. Er dagatalið gefið útfyrir hvert ár og eru helstu helgidagar og merkisdagar auðkenndir með sérstökum lit. Að því leyti er dagatalið vel nothœft fyrir hvern sem er. Stefán Tryggvason, bóndi á Skrauthólum, fœrir inn á dagatalið. Það sem gerir dagatalið sérstakt er að hver dagur hefur svolítinn reit sem hægt er að skrifa í. Dagatalið byrjar í október og nær yfir 15 mánuði. Það er vegna þess að þar sem kýr eru snemmbærar þarf að fara að huga að gangmálum á fyrstu haustmánuðunum. Mesta sérstaða þessa dagatals er þó að hver dálkur í því tekur yfir 3 vikur. Þannig verður auðveldara að rekja sig áfram og fylgjast með gangmál- um kúnna og einnig má nota daga- talið til að fylgjast með hvort gyltur og hryssur ganga upp. Þá er á dagatalinu reitur til að skrá burð- artíma kúnna. Dagatal fyrir 1990 er komið út Dagatalið er sent öllum sæðinga- mönnunum og er skorað á þá að koma því til allra kúabænda. Einnig er hægt að fá það á Nauta- stöðinni á Hvanneyri, síma 93- 70020 eða á skrifstofu Búnaðar- sambands Suðurlands, síma 98- 21611. Kostnaðurinn af útgáfunni er greiddur með sölu auglýsinga á dagatalinu. Notið dagatalið Gangmáladagatal er fyrst og fremst ætlað fyrir kúabændur til að hjálpa þeim að fylgjast með gang- málum og frjósemi kúnna þeirra', en vissulega er einnig gott að hafa svona dagatal í gyltuhúsinu. Á dagatalið er skrifað hvaðeina sem kemur fram við gangmál kúnna. Algengast er að nota skammstaf- anirnar S1 fyrir slím, Y fyrir yxni og B1 fyrir blóð. Það er mikilvægt að skrifa sem mest niður um gangmál- in og helst að hafa stflabók auk dagatalsins, því að ef kalla þarf til dýralækni vegna þess að kýr heldur ekki, getur verið að í stflabókinni leynist ómetanlegar upplýsingar, sem annars hefðu gleymst. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera sem telja kýrnar þeirra haldi ekki nógu vel, er að Byrja að nota gang- máladagatal. Þegar það er komið í notkun, er fyrst hægt að fara að leysa úr vandanum. 1 Freyr 77. árg, 1981, bls. 25-28. 22. NÓVEMBER 1989 Freyr 915

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.