Freyr - 15.11.1989, Page 19
Fagráð í nautgriparækt
Samningur um Fagráð í naut-
griparækt var undirritaður í sept-
emberlok. Er þetta fyrsta fagráðið
sem myndað er eftir nýjum búfjár-
ræktarlögum frá í fyrravetur.
Aðilar að fagráðinu eru Lands-
samband kúabænda, Búnaðarfé-
lag íslands, Rannsóknastofnun
landbúnaðarins (RALA), Rann-
sóknarstofa mjólkuriðnaðarins og
bændaskólarnir. Fagráðið á að
samhæfa störf þeirra sem að því
standa á sviði fræðslu, leiðbeininga
og rannsókna í nautgriparækt.
Tilraunastöðinni á Keldum,
dýralæknum, Frjótæknifélagi ís-
lands, Samtökum afurðastöðva í
mjólkuriðnaði, Tæknifélagi
mjókuriðnaðarins, Sambandi við-
gerða- og eftirlitsmanna í mjólkur-
iðnaði og Landssamtökum slátur-
leyfishafa verður boðið að eiga
fulltrúa á samráðsfundinum.
Þriggja manna framkvæmdaráð
starfar á milli samráðsfunda sem
Frá fundinum, taldir frá vinstri: Guðmundur Lárusson frá Landssambandi
kúabœnda, Jón Viðar Jónmundsson, Bf. ísl., Jónas Jónsson, Bf. ísl.,
Porsteinn Tómasson, RALA, Ólafur Guðmundsson, RALA, Ólafur Odd-
geirsson, Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins, Sœvar Magnússon, sömu
stofnun og Stefán Tryggvason, Landssambandi kúabœnda. (Freys-mynd).
eiga að vera einu sinni á ári. í því j bænda og einn frá Búnaðarfélagi
eru tveir frá Landssambandi kúa- I íslands.
þess að þá er verið að skerða rétt
þeirra manna, sem greiddu af ið-
gjöldum sínum á árunum 1976-
1979 verðuppbót á lífeyri, sem var
ekki, nema að mjög litlu leyti,
grundvallaður á iðgjaldagreiðsl-
um. Eins og þegar hefur komið
fram, fór nálega þriðja hver króna
af iðgjaldatekjum sjóðsins á þessu
tímabili í umrædda verðuppbót.
Nú fer því víðsfjarri að vandi
Lífeyrissjóðs bænda sé einsdæmi.
Aðrir lífeyrissjóðir standa frammi
fyrir svipuðum vanda, mismun-
andi miklum. Enn á eftir að leggja
fram, fjalla um og afgreiða frum-
varp til laga um starfsemi lífeyris-
sjóða; frumvarp sem var í smíðum í
rúman áratug. Vitað er að ekki eru
allir á eitt sáttir með ákvæði þessa
frumvarps, þannig að ómögulegt
er að segja til um hvernig því reiðir
af, ef það verður þá nokkurn
22. NÓVEMBER 1989
tímann lagt fyrir Alþingi. Það er
hins vegar ljóst að samanlagður
vandi lífeyrissjóðanna er það mik-
ill að óhjákvæmilegt er að hann
komi til kasta stjórnvalda áður en
langur tími líður. Pað er því erfitt
nú að segja til um hver verður hin
endanlega lausn þess vanda er við
blasir. Hér verða því ekki fluttar
spásagnir um það efni.
Grein þessi er myndskreytt og lítillega
endurbætt útgáfa af pistli, sem höfundur
flutti í búnaöarþætti Ríkisútvarpsins, á
rás 1, mánudaginn 16. október 1989.
Heimildir:
Arsskýrslur Lífeyrissjóðs bænda.
Endurskoðunarnefnd lífeyriskerfis
„Skýrsla til fjármálaráðherra frá for-
manni nefndarinnar".
Guðjón Hansen: „Athugun á stöðu Líf-
eyrissjóðs bænda í árslok 1988", óprentað
handrit, 9 bls, dagsett 1989-06-26.
Guðjon Hansen: „Um frumvarp til laga
um starfsemi lífeyrissjóða, stöðu Lífeyris-
sjóðs bænda með tilliti til slíkrar lagasetn-
ingar og framvindu lífeyrismála bænda
almennt.", óprentað handrit, 8 bls, dag-
sett 1989-07-17.
Gunnar Guðbjartsson: „Hvaða breyting-
ar hafa orðið á fjölda bænda og búskap
þeirra?", fyrri grein, Freyr, 17. tbl 1989,
bls 668-671.
Gunnar Guðbjartsson: „Hvaða breyting-
ar hafa orðið á fjölda bænda og búskap
þeirra?", síðari grein, Freyr, 18. tbl 1989,
bls 710-714.
Lífeyrisskrá fjármálaráðuneytisins.
„Mánaðarleg Iánskjaravísitala frá 1958",
Hagtölur mánaðarins, 90. blað, ágúst
1981, bls 4.
„Meðalævilengd 1971-88", Hagtíðindi,
74. árg., nr. 9, september 1989, bls. 327.
Frevr 921