Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.11.1989, Qupperneq 24

Freyr - 15.11.1989, Qupperneq 24
Ólafur R. Dýrmundsson og Eiríkur Loftsson, ráðunautar Tímasctning sæðingaráa með samstillt gangmál Á 40. ársfundi Búfjárrœktarsambands Evrópu sem haldin var í Dublin á írlandi 27.-31. ágúst í sumar lögðu höfundar þessarar greinar fram erindi á fundi sem fjallaði um sauðfjársœðingar. Erindið sem fáanlegt er í fjölriti heitir á Ensku: „Timing of artificial insemination in relation to the duration ofoestrus in Icelandic sheep. “ Þaðfjallar einkum um hérlendar athuganir á heppilegasta sœðingartíma hjá ám og er hér greint frá helstu niðurstöðunum. Sauðfjársæðingar í 50 ár. Síðan Guðmundur Gíslason læknir hóf sauðfjársæöingar hér á landi í desember 1939 hafa orðið tölu- verðar framfarir á þessu sviði. Hérlendis eru sæðingar sauðfjár útbreiddari og gegna veigameira hlutverki en víðast hvar erlendis. Meðal þeirra nýjunga sem stuðlað hafa að útbreiðslu sæðinga og hafa aukið gildi þeirra hér og víða er- lendis er samstilling gangmála sem hlaut hér skjóta útbreiðslu eftir tilraunir Ólafs R. Dýrmundssonar á Hvanneyri og víðar á 8. áratugn- um. Um árabil hafa 3-4% áa í landinu verið sæddar, flestar með samstillt gangmál. Óhætt er að fullyrða að sæðingarnar eru einn af máttarstólpum kynbótastarfsins og því er brýnt að fylgjast vel með framförum á því sviði og beita öll- um tiltækum ráðum til að bæta árangurinn. Fremur langt gangmál. Samhliða tilraunum með samstill- ingu gangmála kannaði Ólafur R. Dýrmundsson lengd gangmála áa á Hvanneyri um miðjan 8. áratug- inn. Áratug síðar gerði Eiríkur Loftsson enn ítarlegri og víðtækari athuganir á þessum eiginleika áa á sama búi og voru niðurstöður 926 Freyr þeirra beggja mjög svipaðar. Gangmál ánna var að meðaltali tveir sólarhringar, en aðeins rúm- lega sólarhringur hjá gimbrunum og hafði samstilling með progesta- gen svömpum engin áhrif á lengd- ina. Samanboriðviðerlendfjárkyn virðast íslenskar ær fremur lengi blæsma að jafnaði, en þó er það mjög breytilegt eða á bilinu 24-80 klukkustundir hjá ám í báðum rannsóknunum. Því miður hefur ekki verið unnt að gera neinar rannsóknir hérlendis á egglosi í tengslum við slíkar athuganir, en jafnan er gert ráð fyrir að egglos í ám sé seint á gangmálinu eða skömmu eftir að því lýkur. Þetta þarf að hafa í huga við ákvörðun á ákjósanlegum sæðingartíma. Tímasetning sæðingar. Með samstillingu gangmála er unnt að hafa það mikla stjórn á 22. NÓVEMBER 1989 Fjölmargirþœttir hafa áhrifá árangur sœðinga. Meðal annars ertalið aðgóður aðbúnaður og gcetileg meðferð ánna bœti fanghlutfallið. (Ljósm. Júlíus J. Daníelsson).

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.