Freyr - 15.11.1989, Blaðsíða 27
Freyr 929
22. NOVEMBER 1989
daga vikunnar. Á Benidorm á
Spáni þaðan sem myndirnar eru,
sem birtast með þessari grein, er
útimarkaður alla sunnudaga og
miðvikudaga. Þar er opnað kl. 9.
f.h. og lokað kl. 1400.
Velja þarf dag og tíma, sem
hentar neytendum best á hverjum
stað. Pað getur verið allt annar
tími, sem hentar íbúum Sauðár-
króks en íbúum höfðuborgarinnar.
Ég held að laugardagar mundu
henta best fyrir Reykvíkinga. Pað
væri þá frá kl. 9.00 til kl. 14.00.
Þeir sem hefðu áhuga á að koma á
útimarkað og gera góð kaup gætu
gert það á þessum tíma.
Velja þarf markaði góðan stað
skammt frá rúmgóðu bílastæði.
Ég hefi áður bent á Laugar-
dalsvöllinn, eða réttara sagt gang-
inn undir stúkunni og svæðið þar
fyrir framan. Þarna er yfrið nóg
pláss fyrir þá sem stæðu í stór
innkaupum og aðrir ættu gott með
að koma bílum sínum þarna að til
að koma varningnum af sér.
Þar sem ekki viðrar hér eins og á
Spáni eða í suðlægari Iöndum er
ekki hægt að selja varning utan-
dyra allt árið. Útimarkaðir eru þó
haldnir um hávetur á hinum Norð-
urlöndunum og ég minnist þess að
hafa verið á markaði í Helsingfors í
stórhríð.
Erhægtað nýta
Reiðhöllina?
Já, að sjálfsögðu væri hægt að nýta
Reiðhöllina til þess að hafa þar
markað. Gallinn á því er að reið-
skóli og sala á matværum fer ekki
vel saman. Það þvrfti að kosta
nokkru til hverju sinni, sem mark-
aður væri haldinn, að hreinsa út úr
húsinu og setj a gólf ofan á sandinn.
Ég held að stefna ætti að því að
skipta markaðnum, þannig að
fyrstu helgi hvers mánaðar flytti
markaðurinn í Reiðhöllina.
Þá væri opið frá kl. 9.00 til 16.00
á laugardögum og á sunnudögum
frá kl. 13.00 til 17.00.
Gólfið væri lagt á föstudags-
kvöldi og tekið af á sunnudags-
Þarna er grœnmetisframleiðandi að selja súrsað grœnmeti.
Fjölbreytt framboð af ferskum ávöxtum og grænmeti.
kvöldi. Hugsanlega mætti nýta
Reiðhöllina þessa fyrstu helgi
hvers mánaðar meira, en aðeins
fyrir markað, þar sem gólfið kæmi
sér vel. Ekki þarf mjög langan tíma
til að taka til eftir sig að loknum
markaði. Því geri ég ráð fyrir að
eingöngu yrðu sett upp borð,
frystikistur og kælar. Þetta þyrfti
að vera hægt aða fjarlægja á tveim
tímum eða svo. Koma svo fyrir
stólum og hafa sem fasta reglu að
halda sunnudagskonsert í Reiðhöll
með léttri dagskrá. Einnig kæmi til