Freyr - 15.12.1989, Síða 22
Ólafur R. Dýrmundsson og
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðunautar
Svcigjanlegri
kindakjötsframleiðsla
Á 40. ársfundi Búfjárrœktarsambands Evrópu sem haldinn var í Dublin á írlandi 27-31.
óigúst ísumar lögðu höfundarþessarar greinar fram erindi áfundi sem fjallaði um aðferðir
til að hafa áhrifá eða stjórna kynstarfsemi sauðfjár og geitfjár. Erindið sem fáanlegt er í
fjölriti heitir á ensku: „Practical possibilities of accelerated breeding within a highly
seasonal lamb production system. “ Pað fjallar um hérlendar tilraunir til að auka
sveigjanleika í kindakjötsframleiðslu með breytingum á fang- og burðartíma áa og slátrun
dilka utan hefðbundinnar sláturtíðar. Er hér greintfrá helstu niðurstöðum og möguleikar
á slíkri nýbreytni rœddir.
Árstíðabundin framleiðsla
Þótt búskaparhættir hafi breyst
mikið á landinu, samfara stór-
felldri túnrækt og bættri fóðrun
undanfarin 40-50 ár, hefur fram-
leiðsla sauðfjárafurða verið í svip-
uðum farvegi frá því að fráfærur
lögðust af og dilkakjötið varð meg-
in afurð fjárbænda í byrjun aldar-
innar. Nú sem fyrr er sauðburður-
inn nátengdur gróandanum, féð
gengur að mestu á úthaga sumar-
langt þótt töluvert sé beitt á ræktað
land vor og haust, og sauðfjárslátr-
un er bundin við tiltölulega stuttan
tíma á haustin. Þetta er fremur
einfalt og árstíðabundið fram-
leiðslukerfi sem hefur þann ókost
að mest af kjötinu þarf að geyma í
frysti um lengri eða skemmri tíma
til þess að unnt sé að svara stöðugri
eftirspurn markaðarins allt árið.
Fitjað upp á nýbreytni
í lok síðasta áratugar var Ijóst að
viðunandi erlenda markaði skorti
fyrir töluverðan hluta kindakjöta-
framleiðslunnar og blikur voru á
lofti á innanlandsmarkaði. Ymsar
hugmyndir voru þá uppi um leiðir
til að auka fjölbreytni og verðmæti
1004 FREYR
afurðanna og afla nýrra markaða.
Sem dæmi um þá viðleitni var til-
raun með framleiðslu „páska-
lamba“ til útflutnings sem Mark-
aðsnefnd landbúnaðarins hafði
frumkvæði að. Tilraunin vargerð í
Gunnarsholti 1979-1980 undir
umsjón Ólafs R. Dýrmundssonar
og Sveins Runólfssonar og úr
henni komu fyrstu „páskalömbin“
í lok mars og „jólalömbin“ urn
miðjan desember 1980. Þau fyrr-
nefndu fóru á markað í Kaup-
mannahöfn, en hin síðarnefndu í
Reykjavík. „Páskalömb“ voru
framleidd á fáeinum bæjum í
Rangárvallasýslu næstu tvö árin
eftir tilraunina og nokkrir bændur
á Suður- og Norðurlandi hafa alið
rýr vorfædd lömb til slátrunar
Ovigestone lykkjur gefa svipaðan árangur og svampar við samstillingu
gangmála áa. (Ljósm. Intervet).
24. DESEMBER 1989