Freyr - 15.12.1989, Qupperneq 29
frá af öllu hrossakjöti í slátrun.
Reynslan frá síðasta ári sýnir
ótvírætt að þeir sem kaupa þannig
skorið kjöt vilja alls ekki fá neitt
annað. Að vera með hvort tveggja
í sölu á mismunandi verði ruglar
markaðinn og því er nauðsynlegt
að fá þessum kjötmatsreglum
breytt. IJað hefur ekki orðið en
verður vonandi fyrir næstu slátur-
tíð, 1990.
5.d. Til að auka söluna á hrossa-
kj öti voru í samvinnu við Markaðs-
nefnd landbúnaðarins skipulagðar
auglýsingar í sjónvarpi sem F.hrb.
greiddi að hálfu og eins var ráðist í
sérstaka kjötkynningu í verzlunum
í tengslum við auglýsingarnar.
5.e. Markaðsnefnd F.hrb.
reyndi að leita tilboða hjá slátur-
leyfishöfum í slátrun hrossa, sam-
kvæmt samþykkt síðasta aðalfund-
ar, en varð afar lítið ágegnt í því
efni. Upp kom hugmynd um að
fara með folaldakjöt í heilum og
hálfum skrokkum á markað í
Rvík., ásamt með unnu kjöti. t.d.
saltkjöti af frampörtum HRI. Rætt
var um að þetta yrði heimtekið
kjöt úr sláturhúsum, en mörg
„Ijón“ virðast enn vera í vegi, sem
hindra framkvæmdina.
VI. Utflutningurhrossakjöts
Síðustu verðlagsár hafa verið flutt
út lifandi sláturhross til slátrunar í
Belgíu, haustið 1987 voru það 244
hross og 1988 276 hross. Flutnings-
kostnaður innanlands og hár flutn-
ingskostnaður með skipum gerði
þennan útflutning ekki nógu hag-
kvæman svo að sýnt var að leita
þurfti nýrra útflutningsleiða. í árs-
byrjun 1989 var tilkynnt að slátur-
hrossasala til Efnahagsbandalags-
þjóða væri stöðvuð og þar með var
stefnt að hrossakjötsútflutningi til
Japans. Útflutningsráð aflaði upp-
lýsinga um verð á hrossakjöti í
Japan og síðan var leitað til slátur-
leyfishafa um samvinnu við þenn-
an útflutning um miðjan apríl.
Brátt kom í ljós að sömu aðilar og
haustið 1986 keyptu af okkur
„pistólur" voru tilbúnir til að
verzla við okkur. Petta er sama
fyrirtækið og hefur keypt hér hval-
kjöt og er Jónas Hallgrímsson, hjá
Nes hf., umboðsaðili þeirra. Eftir
miklar samningaviðræður sem Bú-
vörudeild SÍS og F.hrb. átti við
aðila var samþykkt að kaupa „fitu-
sprengt" hrossakjöt á $5,50 pr. kg
en ófitusprengt kjöt á $4 sem væru
pistólur, þ.e.a.s. afturhluti kjöts-
ins með hryggvöðvum. Kjötið var
flutt með flugvélum FedEx (Flying
Tigers) til Japan og er flutnings-
kostnaður $2,35 á kg. Skilaverð
fitusprengda kjötsins er um 80%.
Reiknaður var út heildsölukostn-
aður af þessu kjöti sem var 245,10 á
kg pistólukjöts, en þá voru síðurn-
ar verðlagðar á kr. 0 og frampartar
á kr. 65 pr. kg. Með þessari verð-
lagningu fóru þrjársendingarút; 2.
ágúst 2,8 tn; 23. ágúst 3,9 tn og 6.
september 4,3 tn. Að þessum til-
raunasendingum loknum kom í
Ijós að of hátt hlutfall var af ófitu-
sprengdu kjöti, sem Japanarnir
voru óánægðir með. Var þá verð-
lagningu breytt þannig að lægra
verð var greitt til sláturleyfishafa
fyrir ófitusprengd kjöt eða kr.
200,90 pr. kg og ákveðið að stefna
að því að flytja aðeins út 20% af
ófitusprengdu kjöti með því fitu-
sprengda. Sent var út félagsbréf til
allra félagsmanna F.hrb. 5. októ-
ber þar sem þessi mál voru m.a.
útskýrð, og óskað eftir að hross
yrðu sett á betri haga fyrir slátrun
til þess að ná mætti betri árangri
með fitusprengda kjötið til útflutn-
ings. Um miðjan október komu
Japanir hingað upp og vildu breyta
vinnslutilhögun með því að láta
vinna kjötið hér, frysta og senda út
í kjötgámum með skipi. Með því
inyndi sparast verulegur flutnings-
kostnaður, en kaupendur kjötsins
á neytendamarkaði í Japan kröfð-
ust að fá kjötið áfram ferskt. svo að
aðstæður breyttust skyndilega aft-
ur. Hins vegar var ákveðið að
Japanarnir ynnu kjöt af um 150
hrossum á Blönduósi eða sem svar-
aði hreinu kjöti í einn 17 tn
kjötgám. Nú er vikulega áætlaður
útflutningur á um 6 tn eða af 60
hrossum í pistólukjöti út nóvember
og desember. I lok desember er
áætlað að pistólukjöt af um 800
hrossum hafi verið flutt út. Þetta
kallar á meiri útflutningsbætur en
við höfum rétt á samkvæmt bú-
vörusamningi, en hins vegar er til
þess að líta að ríkissjóður sparar
niðurgreiðslur á þetta kjöt sem
hefðu numiö um einni milljón kr.
og að réttlátt hlýtur að telja að
endurgreiða uppsafnaðan sölu-
skatt af grunni verðmyndunar í
þessum útflutningi, sem næmi
einnig um einni milljón kr. Að
lokum hlýtur það að koma til skoð-
unar að þetta er lang hagkvæmasti
kjötútflutningur sem mögulegur
er, með skilaverði í heild upp á um
70% þar sem annar kjötútflutning-
ur gefur 0-20% í skilaverði til
framleiðenda.
Frampartarnir hafa verið þyrnir
í augum sláturleyfishafa, en í æ
stærri mæli hafa bændur sjálfir
keypt út framparta af hrossum
sínum á 65 kr./kg, sem er þá heim-
tekið kjöt án söluskatts. Bændur
þurfa síðan að fylgjast með að fá
þetta kjöt greitt, en reiknað er með
að tveimur mánuðum eftir slátrun
geti sláturleyfishafar gert upp 50%
verðs af hrossum sem fara í útflutn-
inginn og 50% verðs þegar útflutn-
ingsbætur fást greiddar í lok janú-
ar.
I síðustu samningalotunni við
Japani í lok október náðist $0.50
hækkun á ófitusprengda kjötið,
sem bætir skilaverð þó nokkuð.
Að þessum útflutningi hafa Bú-
vörudeild Sambandsins og F.hrb.
staðið með umboðsaðila, Jónasi
Hallgrímssyni, og góðum stuðn-
ingi landbúnaðarráðuneytisins og
landbúnaðarráðherra, sem m.a.
bauð samningsaðilum til hádegis-
verðar á viðkvæmri stundu samn-
inga, sem áreiðanlega skilaði ár-
angri. Er öllum samstarfsaðilum
um þetta viðfangsefni færðar kær-
ar þakkir, svo og sláturleyfishöf-
um, sem hafa staðið vel að þessum
útflutningi.
VII. Önnurverzlun meðafurðir
7.a. Húðaverzlunin á að fylgja
24. DESEMBER 1989
Freyr 1011