Freyr - 15.12.1989, Side 34
Björn S. Stefánsson
Þegarhugmyndirráða III
A 19du öld breiddist umsköpun atvinnulífsins um löndin. Mest kvað að henni í úrvinnslu
hráefna, þ.e. iðnaði. Umsköpunin varfólgin íþvíað vélar voru látnar létta störfin og auka
afköstin, en þœr gáfu tœkifœri til stórrekstrar og mannmargra fyrirtœkja sem skákuðu
smáfyrirtækjum handverksmanna í samkeppni.
Umsköpun landbúnaðar.
England var í fararbroddi í þessari
umsköpun. Þjóðverjinn Karl Marx
(1818-1883) sem samdi margt um
þjóðfélagsmál og margir hafa tekið
mark á var lengi búsettur í
Englandi. Hann þóttist sjá byrjun
sömu umsköpunar í Iandbúnaði og
var orðin í iðnaði. Hann spáði því
að býli bændanna mundu hverfa á
sama hátt og smáfyrirtæki hand-
verksmanna höfðu þegar horfið í
samkeppni við hin stórtækari fyrir-
tæki í ýmsum iðngreinum.
Það einkenndi löngum þá sem
tóku mest mark á Marx að búast
við slíkri þróun. Þetta var þróun
sem að dómi Marx átti að verða við
frjáls viðskipti. Ahangendur hans
margir vildu ekki bíða eftir því að
markaðsöflin leiddu þróunina,
heldur láta stjórnvöld skipuleggja
búskap þannig. Slíku skipulagi var
komið á í ríki Stalíns og í ríkjum
áhangenda hans í Austur-Evrópu,
og tókst illa.
Betur tókst hins vegar til í ísrael.
Þar var reyndar ekki um að ræða
að umskapa, heldur að byrja frá
grunni með landnámi, og í því tóku
aðeins þátt þeir sem kærðu sig um,
en flestir gyðingar sem hófu
búskap þar í landi kusu sér annan
hátt en stórrekstur samyrkjubú-
anna. Landnáms- og hernaðarandi
ísraelsmanna efldi samheldni á
samyrkjubúunum. í Bandaríkjum
Norður-Ameríku eru gamalgrón-
ar, öflugar samyrkjubyggðir sér-
trúarsafnaða, sem afneita í flestu
almennum iífsviðhorfum þar
Björn S. Stefánsson.
vestra með lífsháttum sínum. Þar
treystir sértrúin samheldnina. Þar
var raunar ekki heldur um að ræða
umsköpun búskapar, heldur
landnám fyrir daga Karls Marx.
Áberandi er að jafnaðarmenn af
ýmsu tagi (kommúnistar, sósíalist-
ar og kratar) hafa vænzt mikils af
tilraunum til slíks stórrekstrar,
hvort heldur það var sameining
fjósa í Svíþjóð á árunum eftir síðari
heimsstyrjöld eða sameiginlegur
vélarekstur bænda víða um lönd. í
því sambandi má minnast hug-
mynda um nýskipan sveitabyggðar
hér á landi á tímum seinni heims-
styrjaldarinnar. Þar kvað mest að
sósíalistum. Sá sem var ráðinn til
að hafa þar forystu með stofnun
byggðahverfa landnáms ríkisins
var þó ekki sósíalisti, en hann hafði
mikinn áhuga á málinu, eins og
kunnugt var.
Fleiri en jafnaðarmenn hafa lát-
ið í ljós aðdáun og trú á stórrekstri
sem gnæfir yfir rekstur óbreyttra
bænda. Hér á landi má þar nefna
kúabú kaupmannsins og útgerðar-
mannsins Thors Jensens á Korp-
úlfsstöðum í Mosfellssveit um
1930.
Það rættist ekki að landbúnaður
umskapaðist á sama hátt og iðnað-
ur. Engu að síður hefur þar orðið
stórfelld umsköpun, en hún hefur
orðið á hendi bændaheimilanna,
sem hafa tekið hvers konar tækni í
sína þágu. Tæknin hefur reyndar
verið löguð að forsendum þeirra. í
iðnaði ýtti samkeppni frá mann-
mörgum fyrirtækjum fjölskyldu-
fyrirtækjum handverksmanna út. í
landbúnaði þrengdu bændaheimil-
in hvers annars kost, en þau sem
urðu ofan á voru, eins og hin, rekin
af bændum og skylduliði þeirra og
raunarfáliðaðri en búin voru áður.
Þessi þróun hefur verið svo ör,
að bændur hafa farið fram úr
sjálfum sér. Býlin með mannvirkj-
um hafa ekki getað lagað sig að
tækninni eftir hendinni. Þess
vegna hefur staðan lengi verið sú,
að framleiða hefði mátt það sem
eftirspurn er eftir með færra fólki,
minna landi og færra búfé en bund-
ið hefur verið við búskap á hverj-
um tíma.
Það er misjafnt hvernig menn
hafa metið þetta ósamræmi. Sumir
hafa lagt það bændum til lasts.
Hafa þeir talað um að bændur
væru dragbítur á hagvexti. Aðrir
hafa talið það sýna hvað þeir hafa
verið röskir að taka í notkun af-
1016 Freyr
24. DESEMBER 1989