Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1989, Síða 36

Freyr - 15.12.1989, Síða 36
Mannabreytingará Tilraunastöðinni á Stóra-Ármóti Jón Vilmundarson. Helga Pórisdóttir. Sigurður H. Magnússon. Elísabet Axelsdóttir. Búnaðarsamband Suðurlands rek- ur Tilraunastöðina á Stóra-Armóti í Hraungerðishreppi. Það hefur ráðið þá Jón Vilmundarson frá Skeiðháholti og Sigurð Helga Magnússon frá Birtingaholti til að sjá um daglegan rekstur stöðvar- innar frá 1. október sl. Konur þeirra eru jafnframt ráðnar til starfa að stöðinni en þær eru Helga Þórisdóttir kona Jóns, og Elísabet Axelsdóttir, kona Sigurðar Helga. Tilraunastjóri á Stóra-Ármóti er Gunnar Ríkharðsson en þar fara fram tilraunir með fóðrun mjólk- urkúa. Góðaveigar Hafís minnkar Samspil hafíss við haf og andrúms- loft er viðfangsefni alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin verður í Bergen bráðlega. Tilgangur henn- ar er að búa til stærðfræðimódel sem lýsir þessu samspili. Með það að vopni á að reyna að sýna fram á hvert ersamhengi útbreiðslu hafíss og loftlagsbreytinga. Mælingar síð- ustu 15 ára hafa leitt í Ijós að hafís þekur nú 5% minna svæði en fyrir 15 árum. (Norinform nr. 35189). Snigill erfiskur Snigill er fiskur, þótt hann lifi á þurru landi. Það hefur oddviti landbúnaðarnefndar EB, írinn Ray Mac Sharry, úrskurðað. EB-þingmaðurinn Andrew Pearce spurðist fyrir um hvort landbúnaðarnefndin flokki snigla sem kjöt eða fisk. Hann fékk það svar að til hægðarauka heyri snigl- ar til sameiginlegri fiskveiðistefnu EB. Þess vegna sé engin sérleg skilgreining á sniglum til í reglum þess. Frá þessu greinir í Lands- bladet. Að afloknum aðalfundi Stéttar- sambands bænda á Hvanneyri í september sl. var fulltrúum og gestum boðið til veislu þar sem Búnaðarsamband Borgarfjarðar stóð fyrir dagskrá undir stjórn Bjarna Guðráðssonar í Nesi, for- ntanns sambandsins. Meðal dagskráratriða var að Sveinbjörn Beinteinsson, allsherj- argoði á Draghálsi, kvað rímur. Að því loknu settist Sveinbjörn í sæti sitt við hlið Hálfdáns Björns- sonar á Hjarðarbóli, formanns Búnaðarsambands S-Þingeyinga. Hálfdán bauð Sveinbirni þá í glas sem hann þáði. Um leið og Hálfdán færði honum glasið lét hann fylgja með eftirfarandi vísu: Bakkus veltir boðanum, bleytir loðið trýni. Gömium kenni ég goðanum að geifla á brennivíni. Sveinbjörn svaraði: Vínið sem þú veittir inér veikir ekki trúna. Bakkus er til húsa hér, hvar er Freyja núna? (Biri í samrádi við höfunda). 1018 Freyr 24. DESEMBER 1989

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.