Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Síða 7

Freyr - 15.03.1990, Síða 7
Frá setningu Búnaðarþings Búnaðarþing 1990 var sett 5. mars sl. Að venju hófst það með ávarpi formanns Búnað- arfélags íslands, en auk þess fluttu ávörp að- stoðarmaður landbúnaðarráðherra fyrir hönd hans og formaður Stéttarsambands bænda. Var það í fyrsta sinn sem formanni Stéttarsam- bands bænda er boðið að flytja þar ávarp en formanni Búnaðarfélags íslands er jafnan boð- ið að flytja ávarp í upphafi aðalfunda Stéttar- sambands bænda. I ávarpi sínu ræddi Hjörtur E. Þórarinsson m.a. um þær fullyrðingar sem bornar hafa verið á borð í fjölmiðlum að landbúnaður hér á landi sé nær eingöngu baggi á þjóðfélaginu og kosti þjóðina jafnvel tug milljarða króna á ári en gefi ekkert á móti. Síðan sagði hann: „Trúlega er sterkasti leikur okkar að svara alls engu slíku og þvílíku öfga- og óráðshjali og í sannleika væri illa komið okkar málum bænda og búaliðs á íslandi, ef þetta væri í raun og veru rétt mynd af áliti þjóðarinnar á okkur sem atvinnustétt. Sem betur fer er það ekki tilfellið. Vandaðar nýlegar skoðanakannanir sýna mjög afdráttarlaust að mikill meirihluti þjóð- arinnar hefur það alveg á hreinu að hér þarf að stunda landbúnað í líkum mæli og nú gerist, jafnvel þó að það kosti að þjóðin neiti sér um að taka við erlendum búfjárafurðum sem stundum eru í boði fyrir lítinn pening. Það kemur í Ijós að langflestir gera sér fulla grein fyrir gildi landbúnaðar við að leggja á borð þjóðarinnar næg og ósvikin matvæli á hverju sem gengur um árferði og aðdrætti. Langflestir skilja það órofa samband sem er á milli landbúnaðar og Iifandi byggðar í landinu. Langflestir skilja að sveitir með engri byggð eða hrörnandi byggð eru ekki það sem menn vilja sjá þegar þeir ferðast um land sitt til fróðleiks og skemmtunar og enn síður það, sem þeir vilja sýna útlendum gestum komnum til að skoða land okkar og þjóð. Það ber allt að sama brunni, ísland án landbúnaðar er ekki það land, sem þjóðin vill búa í jafnvel þótt hún gæti. Jafnsatt er það að íslenska þjóðin vill sjá landið grænna og grónara en það nú er. Það er síst ástæða til að gera lítið úr þeirri bylgju áhuga fyrir aukningu gróðurs og endurheimt landgæða á örfoka landi, sem nú gengur yfir þjóðina. Óskandi er að sá áhugi endist sem lengst og skili árangri í bráð og lengd. Bænda- samtökin hafa margsinnis lýst vilja sínum til að ganga hönd í hönd með öllum þeim aðilum, opinberum og á vegum frjálsra samtaka, sem vinna að því að efla gróður landsins, lággróður jafnt sem trjágróður. Aðeins verður áhuga- fólkið að gera sér grein fyrir því að bændur geta ekki sleppt taumhaldinu á þessum þýðing- armiklu málum algjörlega í hendurnar á sam- tökum sem hafa engra beinna hagsmuna að gæta í landnýtingu eins og bændur sem eiga afkomu sína undir skynsamlegri nýtingu lands til hefðbundins íslensks búskapar. Ég geri þetta mál að umtalsefni hér vegna þess hve mjög það er ofarlega á dagskrá í hinni almennu umræðu og snertir svo mjög öll sambúðarmál bænda við þéttbýlisbúa, sem nú eru yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar. Gróðurverndarmálin eru sá þáttur umhverf- ismála sem hæst kallar á athygli og aðgerðir hér árum, m.a. með tilkomu sérstaks ráðuneytis þessu Eyjafjarðardæmi, öllu heldur skógar til umhverfismála. í þessu sambandi vil ég aðeins drepa á skógræktarmálin. Ég var fyrir stuttu á fundi norður í Eyjafirði þar sem fjallað var um skógræktaráætlun sem gerð hefur verið fyrir einn hrepp þar á svæði sem talið er að búi yfir skógræktarskilyrðum eins og þau gerast best hér á landi. Það kom í ljós að í þessum hreppi er á flestum jörðum ákjósanlegt land til skóg- ræktar sem bændurnir telja sig vel geta tekið undan búfjárbeit og lagt til skógræktar án þess 6, MARS 1990 Freyr 207

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.