Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 11

Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 11
Hvernig var brugðist við þessu? Ég tel að það hafi verið afar klaufa- legt að það skyldi ekkert hafa verið gert strax og í ljós kom að riðuveiki var komin upp á Austurlandi, þ.e. af hálfu Sauðfjárveikivarna og dýralækna. Mér finnst meira vor- kunn þótt bændur almennt áttuðu sig ekki á hvflík hætta var þarna á ferð. Samt var það svo að sums staðar var fundað og varað við þessu fljót- lega eftir að þetta kom upp. Síðan þróaðist þetta þannig að veikin varð sífellt meiri vágestur í fleiri og fleiri byggðarlögum. Fljót- lega eftir að hún fór að grassera í Borgarfirði og Norðfirði fór hún að breiðast út og gera mikinn usla. Hún kom tiltölulega fljótt í Breið- dal. Nú ætluðu bændursérá tímabili að búa við riðuveikina í trausti þess að skaðinn yrði ekki óbærilegur? Já, það mun hafa verið þónokkuð útbreidd skoðun hér á Austurlandi að það væri hægt, miðað við það sem fréttst hafði úr Skagafirði og víðar, þar sem riða var búin að vera kannski hátt í heila öld og menn höfðu búið við hana. Menn töldu þetta því engan veginn óhugsandi og að afföllin yrðu þol- anleg. Ég get sagt það fyrir mitt leyti að ég var með riðu í mínu fé í um fimm ár. A þeim tíma var ekki um þess háttar afföll að ræða að þau réðu úrslitum um búskap minn. I sum- um hjörðum í hreppnum voru af- föll aftur á móti miklu meiri og óbúandi við þau. Hvenær er svo ákveðið að reyna að útrýma veikinni? Það mun hafa verið veturinn 1986/ ’87 að stjórnvöld ákváðu að gengið skyldi í það að útrýma riðuveiki. Það rak á eftir þessu að það þurfti að fækka sauðfé í landinu og þarna var tækifæri til að vinna að tveimur verkefnum samtímis. Ég hygg að formið á þessu hafi verið það að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögu landbúnaðarráðherra, Jóns Helga- sonar, um að fara þessa leið. Útsýni til norðurs frá Gilsá. Fjallið Vaðhorn gnœfir í bakgrunninum. Síðan var þetta lagt fyrir bændur á Austurlandi og að tillögu Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi var skipuð svokölluð fjárskipta- nefnd og hún hóf störf í október 1986. Verkefni hennar var að gera samninga um niðurskurð og þá átti útrýming veikinnar að ganga yfir á tveimur árum. Það kom hins vegar í ljós að hérna var um miklu meiri niður- skurð og meiri fjármuni að ræða til að þetta tækist, en séð varð fyrir, vegna þess að veikin hélt áfram að dreifa sér. Það var einnig fyrst ákveðið að skera einungis niður sýktar hjarðir, en síðar var ákveðið að hreinsa út heilu svæðin, auk þess sem teknar hafa verið hjarðir annars staðar þar sem veikin hefur komið upp. Þannig var skorið nið- ur á einum bæ í Breiðdal sl. haust, (1989). Þegar verið var að tala um að lóga öllu fé í Breiðdal haustið 1987, sýktu sem ósýktu, þá fannst mér það ekki hafa tilgang vegna þess að veikin gat alveg eins verið komin af stað í Beruneshreppi hér sunnan við þó að ekki væri búið að staðfesta hana þar. Niðurstaðan var að einungis voru teknar sýktar hjarðir. Þarna lenti búskapurbænda í Breiðdal í mikilli kreppu. Hvernig brugðust menn við henni? Því var nokkuð ýtt að mönnum af hálfu Sauðfjárveikivarna og land- búnaðarráðuneytis að menn færu út í aðrar búgreinar, að hluta eða að öllu leyti. Sem betur fer fór aðeins einn bóndi hér í sveit út í loðdýrarækt, en það var áður en þessi almenni niðurskurður hófst. Ég var mikið skammaður fyrir að standa á móti þessu, en þær fjár- festingar sem fylgdu loðdýrarækt stóðu í mörgum, þar á meðal mér. Þeir sem mest hvöttu til loðdýra- ræktar hafa nú hljótt. Margir þeir sem skáru niður hafa stundað aðra atvinnu á þess- um tíma, í staðinn fyrir fjárbúskap- inn, bæði farið að vinna utan heim- ilis og aukið hana við sig. Annars var alveg ljóst strax við niður- skurðinn að margir mundu ekki byrja aftur með fé, bæði vegna aldurs og annars. Þetta var í raun fimm ára samningur, fyrst tveggja til þriggja ára fjárleysi en síðan 6, MARS 1990 Freyr 211

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.