Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 24
Víða stunda bœndur uppgrœðslu á ógirtu landi. Sigurður Hannesson á
Villingavatni í Grafningi, fjárflesti bóndi á Suðvesturlandi, er meðal þeirra.
Myndin sýnir hluta spildu á mel sem hann hefur grætt upp og beitt jafnframt.
löndum sveitarinnar þannig að
unnt sé að samræma gróðurvernd-
araðgerðir. Leiðbeininga er vissu-
lega þörf þar sem byggt er á niður-
stöðum rannsókna, sjónmati og
beitarsögu, og í þeim efnum geta
ráðunautar Búnaðarfélags íslands
og búnaðarsambandanna verið
bændum til halds og trausts, svo og
við samningagerð.
Gróðurbæturog landvarsla.
Við búháttabreytingar þarf að
tryggja sem best að bændur og
fjölskyldur þeirra haldi viðunandi
tekjum og geti búið áfram á jörð-
um sínum. Verið er að reyna ýmsar
nýjar búgreinar í sveitunum með
misjöfnum árangri og Ijóst er að
renna þarf þar fleiri stoðum undir
atvinnulífið. Nú er töluvert rætt
um aðt.d. sauðfjárbændurfækkifé
og leggi fyrir sig nytjaskógrækt þar
sem skilyrði leyfa. Sumir þeirra
eru fjárlausir vegna riðuniður-
skurðar, en geta fengið aftur fé
samkvæmt samningi ef þeir óska
þess. Mætti hugsa sér að gera opin-
beran stuðning til búháttabreyt-
inga vegna gróðurbóta fjölþættari
og víðtækari með því að nýta
vinnuafl í sveitum um land allt, t.d.
til margvíslegra starfa við alhliða
gróðurbætur og landvörslu að
undangengnum stuttum nám-
skeiðum við bænda- og garðyrkju-
skóla. Ræktun lands og girðingar-
vinna eru þættir í störfum flestra
bænda, í sveitunum er til mikið af
vélum og verkfærum og engir
þekkja landið betur en þeir sem
það nýta til beitar. Vert er að hafa í
huga að fjölmargir bændur hafa
unnið ágætt starf í gróðurverndar-
nefndum sýslnanna við eftirlit með
notkun afrétta og heimalanda í
nánu samstarfi við Landgræðslu
ríkisins og fleiri aðila (57).
LOKAORÐ
Nýting beitilanda er veigamikill
þáttur í ævistarfi og afkomu fjölda
fólks og varðar byggð og búsetu í
sveitum um land allt. Bændur sýna
gróðurvernd vaxandi áhuga og
með breyttum búskaparháttum
hafa skapast skilyrði til að skipu-
leggja betur nýtingu afrétta og
heimalanda. Einkum þarf að huga
að búháttabreytingum á einstök-
um jörðum í gróðurverndarskyni.
Bættri skipan búfjárhalds og beit-
armála verður að mínum dómi best
komið á með samráði og samvinnu
við bændur og aðra landeigendur.
Annað er óraunhæft, hvort sem
landbúnaðarráðuneyti eða um-
hverfisráðuneyti fer með yfirstjórn
gróðurverndarmála í framtíðinni.
Opinberar fjárveitingar, m.a. til
girðingarframkvæmda og upp-
græðslu, munu ráða miklu um
framgang mála, og því er brýnt að
huga betur að skipulagsmálum og
leggja áherslu á forgangsröðun
gróðurverndarverkefna á öllum
stigum, allt frá rannsóknum til
framkvæmdannasjálfra. Hérþurfa
náttúrufræðingar að koma við
sögu í vaxandi mæli. Auk þess að
miðla fjölþættri þekkingu og
reynslu til fólks í öllum stéttum
þurfum við að taka fullt tillit til
aðstæðna um land allt og kynna
okkur sjónarmið hagsmunaaðila,
bænda sem annarra. Þá mun mál-
efnaleg umræða um gróðurvernd
eflast til muna, en hún er ein helsta
forsenda frekari úrbóta á þessu
sviði sem öðrum.
HELSTU HEIMILDIR
1. Andrés Arnalds (1988). Landgæði á
íslandi fyrr og nú. í ritinu Græðum
ÍsIuihI, Landgræðslan 1907-1987,
bls. 13-32. Ritstj. Andrés Arnalds.
Útg. Landgræðsla ríkisins.
2. Arnór Sigurjónsson (1958). Ágrip af
gróðursögu landsins til 1880. f ritinu
Sandgræðslan, minnzt 50 ára starfs
Sandgræðslu íslands. bls. 5-40.
Ritstj. Arnór Sigurjónsson. Útg.
Búnaðarfélag fslands og Sand-
græðsla íslands.
3. Þorlcifur Einarsson (1962). Vitnis-
burður frjógreiningar um gróður,
veðurfar og landnám á íslandi. Saga
1962, 442-469.
4. Haukur Ragnarsson (1989). Brot úr
sögu skóga og gróðureyðingar á fs-
landi. í ritinu Græðum íslands,
Landgræðslan 1988, bls. 77-82.
Ritstj. Andrés Arnalds og Anna
Guðrún Þórhallsdóttir. Útg. Land-
græðsla ríkisins.
5. Margrét Hallsdóttir (1987). Pollen
analytical studies of human influence
on vegetation in relation to the
Landnám tephra layer in southwest
Iceland. Lundqua thesis 18, Lund
University, 45 bls.
6. Arnór Sigurjónsson (1970). Þættirúr
íslenskri búnaðarsögu. Árbók land-
búnaðarins 1970, 11-100.
7. Sigurður Björnsson (1988). Aðgáts
er þörf við orð og verk. Tíminn, 20
desember 1988, bls. 9.
8. Sturla Friðriksson (1986). Factors af-
224 Freyr
6. MARS 1990