Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 27
Haukur Halldórsson
formaður Stéttarsambands bænda
Ávarp við setningu Búnaðarþings
1990
Forseti íslands, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, búnaðarþingsfulltrúar og aðrir
gestir.
Það er við hæfi við setningu Bún-
aðarþings að velta fyrir sér stöðu
landbúnaðarins og hlutverki.
Frá upphafi byggðar á íslandi og
fram á þessa öld var landbúnaður-
inn undirstaða búsetu í landinu.
Hlutverk hans var að fæða og
klæða þjóðina eins og best gegndi
og réðu veðurfar og náttúruham-
farir mestu um hvort og hvernig
það tókst. Búfjárafurðirnar urðu
að vera þjóðinni nægar til framfær-
is, þjóðinni fækkað ef búfénu
fækkaði og henni fjölgaði ef
búfénu fjölgaði.
Landbúnaðinum fylgdi hið
raunverulega vald í þjóðfélaginu.
Þeir sem réðu yfir nægum mat eða
höfðu mat aflögu höfðu jafnframt
vald.
Á þessari öld hefur staða land-
búnaðarins breyst og sú úrslitaþýð-
ing sem hann hafði fyrr á öldum
fyrir tilveru þjóðarinnar er ekki
jafn augljóst og fyrr. Breyttir at-
vinnuhættir, auknar samgöngur og
aukin viðskipti þjóða í millum
valda hér mestu um og við flytjum
nú inn matvæli í vaxandi mæli.
í rauninni flytja fáar þjóðir Vest-
urlanda inn jafn mikinn hluta mæt-
væla sinna, mælt í næringarefnum
og við íslendingar gerum í dag.
Á sama tíma heyrast þær raddir
nú æ oftar að hlutverki landbúnað-
arins á íslandi sé lokið, stórveldið
fallið.
í þessu er fólginn mikill mis-
skilningur og afar hættuleg blekk-
ing.
Hinn iðnvæddi hluti heimsins
Haukur Halldórsson.
hefur að vísu um sinn búið við
allsnægtir og miklar matarbirgðir
hafa safnast fyrir.
En reynsla allra síðustu missera
sýnir að ekki er á það að treysta að
svo verði til frambúðar. Vegna
þurrkasumars í helstu kornræktar-
héruðum Bandaríkjanna árið 1988
minnkuðu kornbirgðir heimsins
um helming. Ef annað þurrkasum-
ar hefði fylgt eftir hefðu korn-
birgðirnar þrotið.
Vegna rányrkju undanfarinna
áratuga fer uppskera minnkandi,
en árlega tapast mikið ræktunar-
land vegna jarðvegseyðingar.
Á sumum bestu landbúnaðar-
svæðum er mengun einnig orðin
svo mikil vegna óhóflegrar notk-
unar áburðar og eiturefna að til
vandræða horfir.
Fyrir nokkrum kvöldum sáum
við á sjónvarpinu fréttir þessa efnis
frá Frakklandi. Vatnsból sem not-
uð hafa verið í hundruð ára gefa nú
ódrykkjarhæft vatn.
Svipaða sögu er að segja víðar úr
Evrópu og að margra áliti eiga
þessi vandamál eftir að fara vax-
andi.
Ég sagði áðan að yfirráðum yfir
matvælum hefði fyrr á öldum fylgt
vald.
Þessi sannindi eru í fullu gildi
enn þann dag í dag. Það er ekki
eingöngu hernaðarstyrkur Banda-
ríkja Norður-Ameríku sem gerir
þau að stórveldi. Bandaríkjamenn
eru stærsti matvælaútflytjandi í
heimi og selja og/eða gefa matvæli
til um 100 landa.
Dæmi um hið gagnstæða höfum
við í löndum Austur-Evrópu.
Síðustu mánuðina höfum við
horft á það þjóðskipulag sem þar
hefur ríkt síðustu áratugina brotna
niður innan frá, vegna þess fyrst og
fremst að það reyndist þess van-
megnugt að tryggja þegnum sínum
nægilegt framboð af neysluvörum,
sérstaklega matvörum. Þegar svo
var komið kom herstyrkurinn að
litlu gagni og valdhafarnir treystu
sér ekki lengur til þess að beita
valdi til þess að verja stjórnkerfið.
Það er fróðlegt fyrir okkur Is-
lendinga að skoða stöðu okkar í
ljósi þessara atburða. Ein megin
forsenda fyrir tilveru okkar sem
sjálfstæðar þjóðir er sú að við er-
um, þrátt fyrir það að við flytjum
inn mikið af matvælum, sjálfum
okkur nóg um þau matvæli sem
mestu máli skipta, og að við erum
Frh. á bls. 226.
6, MARS 1990
FREYR 227