Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 18
landa og/eða afrétta, sem bændur
hafa nytjað frá fornu fari (38).
Almennar yfirlýsingar ráðamanna
um þessi mál, m.a. í fjölmiðlum,
vekja tortryggni, enda oftast við-
kvæm mál sem þarf að fjalla um
með hliðsjón af aðstæðum í hverri
sveit og á hverri jörð í fullu samráði
við eigendur eða umráðamenn
landsins. Einnig þarf að kynna
bændum breytt viðhorf til mats á
beitarþoli lands þar sem aðalá-
hersla er lögð á eðliseiginleika og
ástand jarðvegs, en aðrir undir-
stöðuþættir, svo sem gróðurfar,
uppskera beitargróðurs og þrif
beitarfénaðar (t.d. fallþungi), eru
ekki lengur ríkjandi mælikvarðar,
nema á vel grónu landi í góðu
ástandi (39, 40, 41). í raun gætir
þessara áherslubreytinga nú þegar
við beitarþolsútreikninga hér á
landi (29). Ég er þeirrar skoðunar
að það þjóni ekki neinum hagnýt-
um tilgangi að reikna eða meta
beitarþol þeirra svæða sem að
dómi sérfróðra manna eru ekki
talin hæf til beitar vegna slæms
jarðvegsástands (30). Þau lenda
væntanlega framarlega á verkefna-
skrám gróðurverndar hjá Land-
græðslu ríkisins og Skógrækt ríkis-
ins, sem áður var vikið að (37), og
ekki er ólíklegt að leitað verði
samninga um friðun þeirra að ein-
hverju eða öllu leyti næstu 5-10
árin. Aftur á móti tel ég brýnt að
renna styrkari stoðum undir rann-
sóknir og mat á beitarþoli á því
landi sem talið er fullvíst eða
líklegt að verði nytjað til beitar um
ófyrirsj ánalega framtíð, einkum
með því að leggja áherslu á beitar-
tilraunir á láglendi með nautgripi,
sauðfé og ekki síst hross.
Takmörkun á lausagöngu.
Allmiklar umræður hafa orðið
um lausagöngu búfjár á seinni
árum, en því miður gætir oft van-
þekkingar á eðli málsins. Það er
hægar sagt en gert að haga vörslu
búfjár á þann veg að öllum líki.
Jafnvel hefur vafist fyrir fólki að
skilgreina hugtakið sjálft. Sumir
þeirra sem ganga harðast fram í að
krefjast algers lausagöngubanns
amast við girðingum þar sem þær
takmarka nokkuð frjálsa för fólks
um landið. Sennilega verður erfitt
að sætta öll sjónarmið. Um langt
árabil hafa verið tiltækar laga-
heimildir til að banna lausagöngu
hrossa (42) og hefur slíku banni
verið beitt í fjölda sveitarfélaga um
land allt, en framkvæmdin er mis-
góð. Víðast hvar eru þó hross í
girðingum og sömuleiðis flestir
nautgripir. Einnig hafa lengi verið
í gildi heimildir í lögum til að
banna alla lausagöngu búfjár, þar
með sauðfjár, í þéttbýli, þ.e. í
kaupstöðum og kauptúnum (43),
og er það gert víða með góðum
árangri, t.d. á höfuðborgarsvæð-
inu. Lagaheimildir voru rýmkaðar
verulega vorið 1989 þannig að nú
geta dreifbýlissveitarfélög líka tak-
markað lausagöngu allra búfjár-
tegunda í hluta sveitar eða í henni
allri eftir aðstæðum (42). Þess má
geta að bændasamtökin voru með-
mælt þessari breytingu. Nú er til
umræðu tillaga um algert bann við
lausagöngu hrossa og nautgripa,
m.a. vegna slysahættu á þjóðveg-
um (44), en víðtækar takmarkanir
á lausagöngu sauðfjár eru mun erf-
iðari og kostnaðarsamari í fram-
kvæmd. Einnig hafa verið lagðar
fram tillögur þess efnis að fram-
kvæmdir vegna vegagirðinga verði
markvissari og kannað verði í
hverju tilviki, hvort í stað girðinga
með vegi sé unnt að girða af beitar-
hólf fyrir búféð, t.d. á Reykjanes-
svæðinu (44, 45). Þannig verði
sameinuð öryggis- og gróður-
verndarsjónarmið á tiltölulega
hagkvæman hátt. Að þessum
möguleikum þarf því að huga við
skipulagninu gróðurverndarverk-
efna á næstu árum (37). í undir-
búningi er lagasetning um
búfjárhald sem að hluta tengist
gróðurvernd og fleiri umhverfis-
sjónarmiðum.
Framleiðslustjórn.
Á seinni árum hefur verið veitt-
ur opinber stuðningur til endur-
skipulagningar búrekstrar sam-
kvæmt búvörulögunum frá 1985
(46) og fer Framleiðnisjóður land-
búnaðarins með framkvæmd
þeirra mála. Tilgreind voru stór
svæði (sýslur) sem „gróðurfarslega
veik“, og haustin 1987 og 1988
voru bændum á þeim boðin hag-
stæðari tilboð til stuðnings við fjár-
fækkun en annars staðar. Þá var
framleiðsluréttur fjárbænda skert-
ur mismikið haustið 1987 með hlið-
sjón af svipaðri „svæðastimplun"
vegna byggða- og gróðurverndar-
sjónarmiða. Jafnvel var farið að
tala um „sauðfjárræktarsvæði“
(47, 48). Frá sjónarhóli gróður-
verndar var þessi svæðaskipting
allt of gróf því að með fylgdu víð-
áttumikil samfelld svæði algróins
lands í góðu ástandi, en á hinn
bóginn voru undanskilin stór svæði
þar sem hætta á j arðvegseyðingu er
mikil. Jafnvel innan sömu sveitar
eru einstakar j arðir mj ög breytileg-
ar, það þekkja bændur manna
best. „Svæðastimplunin" mæltist
illa fyrir meðal fjárbænda í þeim
sýslum sem lentu undir stimplin-
um, enda margir þeirra með flest
eða allt sitt fé á ágætu landi sem er
fjarri því að vera „gróðurfarslega
veikt“. I bréfi sem við Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri rituðum
Framleiðnisjóði landbúnaðarins
snemma árs 1987, lögðum við til að
umsóknir fyrir einstakar jarðir
skyldu metnar með tilliti til ástands
gróðurs og jarðvegs í heimalönd-
um eða afrétti, væri hann nýttur.
Þannig yrði stuðningur við fækkun
sauðfj ár vegna gróðurverndar ekki
einskorðaður við fyrirfram ákveð-
in svæði. Ég hef ætíð haldið því
fram að það séu faglega óviðun-
andi vinnubrögð að stimpla
ákveðnar sýslur eða jafnvel lands-
hluta sem gróðureyðingar- og/eða
ofbeitarsvæði. Svo einfalt er málið
ekki og hygg ég flestum verði það
ljóst við nánari athugun. Mun ég
nú gera stuttlega grein fyrir hug-
myndum mínum um búháttabreyt-
ingar í gróðurverndarskyni.
Samningar um búháttarbreytingar.
Ég gef mér þá forsendu að Land-
218 Freyr
6. MARS 1990