Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 10

Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 10
Helga Harðardóttir á Gilsá ásamt börnum sínum, Áslaugu og Hrafnkeli Frey Hvenær hófst mjólkursala héðan? Hún hófst upp úr 1962-’63 og þá til Djúpavogs. Hún fór þá vaxandi um nokkur ár en síðan kom bakslag í mjólkurframleiðslu um 1973-75. Þá fara menn meira í sauðféð og það hætta nokkrir sem voru komnir í mjólkurframleiðsl- una. Af þessum 35 jörðum sem voru í byggð var þó lítill búskapur á nokkrum, bæði vegna þess að ábú- endur voru aldraðir og fyrir vinnu ábúenda utan heimilis. Hvað eru margar jarðir í byggð núna? Það er erfitt að segja þar eð bústofn er núna á afar fáum jörð- um vegna riðuniðurskurðar. Haustið 1989 voru eftir fjögur býli með sauðfé og búið að kaupa fé á það fimmta, eftir riðuniðurskurð. Það eru 4-5 önnur býli sem eru eingöngu með mjólkurfram- leiðslu. Auk þess er fólk með bú- setu á mjög mörgum öðrum jörðu, sem eftir eru, en það eru samt farin í eyði nokkur býli á síðustu fimm árum, líklega um sex býli, staðan er nú mjög óviss í hreppnum er kauptúnið Breiðdalsvík. Hvað er það gamallt þéttbýli? Um 1940 voru þar aðeins örfá hús og ég held að )3að hafi ekki verið fyrr en kringum 1950-1953, sem það bættist lítilsháttar við byggð- ina. Það er hins vegar í síldarævin- týrinu um 1960-1965 sem það verð- ur veruleg uppbygging og fólks- fjölgun á staðnum. Það er byggt þar lítið fyrstihús fyrst árið 1948 og síðan byggist það upp smám sam- an. Hvað búa núna margirá Breiðdalsvík? í öllum hreppnum eru núna 365 íbúar og þar af um 110 í sveitinni. Á Breiðdalsvík er auk hraðfrysti- hússins rekin útgerð sem er á veg- um þess. Þar er svo útibú frá Kaup- félagi Stöðfirðinga, sem er sameig- inlegt fyrir Breiðdalshrepp og Stöðvarhrepp. Þarna er líka mjög vaxandi trilluútgerð. Það er stutt á miðin og hreppurinn hefur komið upp aðstöðu fyrir trillur, bæði flot- bryggju og löndunarkrana. Áfiskvinnsla þarna í fjárhagsvanda? Já, mikil ósköp, við höfum ekki farið varhluta af honum, staðið í greiðslustöðvun og endurskipu- lagningu rekstrar. Varðandi atvinnumál í hreppn- um þá eru tiltölulega margir sem starfa að þjónustu ýmiss konar, t.d. við vélaviðgerðir, vörubfla- akstur og vélaútgerð. Þarna gætu verið um 8-10 heimili sem hafa framfæri sitt af þessu. Það hygg ég sé nokkuð mikið í ekki stærra sam- félagi. Þarna er svo sláturhús? Já, við erum með sláturhús með löggildingu. Það gekk í gegnum mikla erfiðleika á tímabili en náði sér á réttan kjöl. Þegar riðuniður- skurðurinn gekk yfir töldum við að það mundi þýða dauðadóm fyrir sláturhúsið. Það þótti þó illt við að búa ef nýtt sláturhús yrði lagt niður en farið yrði að púkka upp á gömul og afleit hús á öðrum stöðum. Það hefði haft veruleg áhrif á fjártöku aftur. Tvö sl. ár hefur þetta leystst þannig að sláturhúsið hefur sem verktaki tekið að sér að lóga að hluta til af svæði sem tilheyrir Kaupfélaginu á Höfn í Hornafirði (KASK), þ.e. af svæðinu frá Beru- nesi suður að Hamarsá. Norður á bóginn nær félagssvæðið svo að Hvammi í Fáskrúðsfirði. Hvenærvarvart við riðuveiki í Breiðdal og hvertvarhún rakin? Mig minnir að það hafi verið haust- ið 1977 að það var vart við riðu- veika kind í Breiðdalshreppi. Mér er ekki kunnugt um að það hafi fengist á hreint hvernig veikin barst í sveitina. Það var þá búin að vera riðuveiki bæði í Borgarfirði og Norðfirði unt nokkurn tíma, en smitleið er óþekkt, það ég veit. 210 Freyr 6. MARS 1990

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.