Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 12

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 12
leigutími á ónýttum fullvirðisrétti í tvö til þrjú ár. Menn eru með ákveðnar tekjur af þessu í þennan tíma og ég hygg að ýmsir hafi ætlað sér að nota hann til að koma sér fyrir til framtíðar. Förgunarbætur og afurðatjónsbætur eru skammar- legar lágar, það er alveg ljóst að fjártaka verður mörgum fjárhags- lega erfið, síðan fylgir tekjuleysi næstu tvö til þrjú ár. Hvaða störf voru það sem menn gátugripiðtil? Flestir fóru í fiskvinnu eða á sjó og í einstaka tilfellum í byggingar- vinnu. Sú tíð er hins vegar liðin að menn fari á vertíð í annan lands- hluta. Sérð þú þá núna fyrir þér hvað út úr þessu kemur? Ég vil koma að því aftur að Breið- dalshreppur er mjög vel fallinn til fjárbúskapar og raunar til mjólkur- framleiðslu að hluta til. Ég var mjög hræddur um það þegar þessar ákvarðanir voru teknar af stjórn- völdum og bændum um leið og þeir skrifuðu undir samninga, að þetta yrði mjög rnikið áfall fyrir Breið- dalshrepp sem landbúnaðarhérað og byggt svæði. Ég tel að það komi sífellt betur í ljós að það var raun- sætt mat. Það mætti segja mér að um 40% af þeim sem skáru niður muni aftur taka fé og þá í sárafáum tilfellum til að fara í fullan búskap. Málið er hins vegar það að það kann að verða mönnum ókleift að taka fé, fyrir það að það kann að verða of langt á milli bæja sem verða með fé þannig að smalamennskur verði of erfiðar. Við erum ekki með stóran afrétt en það getur verið torsótt fyrir fjáreigendur ef þeir verða ein- ir að smala nokkrar jarðir ásamt sinni eigin jörð. Það er líka mikil hætta á flækingi fjár þegar svo er komið að á fjölda jarða er engin kind. Er ekki grundvöllur fyrir því að girða? Nei, girðingar á milli jarða til fjalls eru nánast útilokaðar. Þó að það sé snjólétt í byggð, þá er snjór til fjalla. Menn leggja það ekki á sig að smala stóran hluta sveitarinnar til að ná saman fáeinum ám og til þess þarf einnig talsverðan mann- skap. Er hér eitthvað um aðrar búgreinar og hlunnindi? Örfáir bæir hafa lítilsháttar lax- veiðihlunnindi, ein til tvær jarðir hafa dúntekju en almennt séð eru hlunnindi ekki mikil, t.d. er hér lítill reki. Hér er langt í markaði þéttbýlis- ins þó að við séum á annan hátt vel í sveit sett, með vegasamband í þrjár áttir, suður, austur með ströndinni og til Héraðs yfir Breið- dalsheiði. A samgöngunum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á fáum árum. Núna er orðið slitlag á vegum frá Breiðdalsvík austur í Vattarnesskriður, að undantekn- um smákafla í Kambanesskriðum, Tveir af síðustu kynbótahrútum á Gilsá, Depill og Dreki. Peir voru felldir í riðuniðurskurðinum 1987. 212 Freyr 6. MARS 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.