Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 30

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 30
 Séð yfir salinn á Þorrablóti Jökuldæla. Allir vel höfði haldandi enda snemma blóts. (Ljósm. Sigurður Aðalsteinsson). Héðan held ég vilji enginn fara Ragnheiður Gísladóttir á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal í stuttu viðtali. Porrablótin hérna standafrá átta til áitta. Fólk kemur með þvíhugarfari að skemmta sér og gerirþað líka alveg konunglega. Við erum alltafmeð þriggja tíma, heimatilbúna dagskrá segir Ragnheiður á Skjöldólfsstöðum í viðtali við Frey. Árlega halda Jökuldælingar þorra- blót sitt með miklum glæsibrag og er ekkert til sparað, hvorki af and- legum né efnislegum tilföngum. Skemmtidagskrá á þorrablótum Jökuldælinga er öll samin og flutt af skemmtinefnd hvers blóts í bundnu og óbundnu máli. Senni- lega eru þær nefndir hinar fjöl- mennustu sinnar tegundar hér á landi, venjulega 25-30 manns. Sveitinni er skipt í þrjú svæði og sjá sveitarhlutarnir um blótin sitt árið hver. Fyrir hefur komið að brott- 230 Freyr fluttir Jökuldælir, aðallega búsettir á Egilsstöðum, hafa staðið fyrir þorrablóti heima á Jökuldal. Að þessu sinni blótuðu Jökul- dælingar þorra þ. 26. janúar. Freyr hafði tal af Ragnheiði Gísladóttur formanni skemmtinefndar. Hún er kennari á Skjöldólfsstöðum og er maður hennar, Hrafnkell Gísla- son, skólastjóri þar. Þau hjón eru aðflutt í sveitina, eru þar nú sjö- unda árið og una sér mæta vel á Jökuldal. Við vorum með þriggja tíma, heimatilbúna dagskrá, þ.á m. annál ársins, segir Ragnheiður. Þar fær hver maður sinn skammt og enginn er maður með mönnum nema hann sé nefndur þar til sög- unnar. Menn telja það jaðra við móðgun ef þeir komast ekki í ann- álinn. Eftir borðhaldið var dansað til klukkan 7 um morguninn og lék hljómsveitin Ökklabandið fyrir dansinum. Á samkomu milli jóla og nýárs veitti Ungmennafélag Jökuldæl- 6. MARS 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.