Freyr

Årgang

Freyr - 15.03.1990, Side 38

Freyr - 15.03.1990, Side 38
Hlutfallslegt dreifimagn, % 12 li 10 9 8 7 b 5 4 3 2 1 0 123456 7 89 ití 11 12 Fjarlægð frá miðju dreifara, m Mynd3. Meðþvíað nota hliðarstillingar áþyrildreifurum máfá fram “brattari hliðar“ sem kemur tilgóðaþegar dreift er á jöðrum spildna. Dreifilínurit. í prófunarskýrslum er að finna nokkur dreifilínurit unnin úr nið- urstöðum mælinga. Á mynd 2 má sjá dæmigert línurit úr prófunum. Á lóðrétta ásnum er magnið tiltek- ið í prósentum. Talan 100 svarar til meðaltals eftir að skörun ferða hefur verið reiknuð inn. Á lárétta ásnum kemur fram í metrum fjar- lægð frá miðju dreifara. Á mynd- unum kemur einnig fram á skyggðu svæði hvernig dreifingin er eftir eina ferð og einnig sést á efstu línunni hver heildarskammt- urinn er eftir að skörun ferða hefur verið reiknuð. Því minna sem línan víkur frá 100 þeim mun jafnari dreifing og þá lægri breytileika- stuðull. Með tveimur lóðréttum línum hvor sínu megin við miðlínu kemur fram hagstæðasta vinnslu- breidd og þar með hæfileg skörun. Skörun. Þyrildreifarar hafa þá eiginleika, að dreifa mestu magni beint aftan við dreifarann og magnið minnkar jafnt og þétt út til hliðanna. Köggl- ar og stærri korn kastast lengst frá skífunni. Heildardreifibreidd dreifaranna er mun meiri en vinnslubreiddin. í sumum tilvikum nær kast- lengdin að miðju næstu ferðar á undan eða jafnvel lengra. Því er mikilvægt að fá fram góð dreifi- línurit til að geta reiknað út hæfi- lega skörun. Aksturslag. Við útreikninga eftir dreifilínurit- um er oftast gert ráð fyrir að ekið sé fram og aftur frá annarri hlið spildunnar. Með því að reikna út breytileikastuðulinn við mismun- andi fjarlægðir milli ökuferða fæst fram hagstæðasta skörun og einnig hve frávikin milli ferða mega vera mikil. Viðmiðunin í þeim efnum er að breytileikastuðullinn verði ekki meiri en 10%. í öllum nýrri próf- unarskýrslum er gefið upp með línuriti hvernig stuðullinn breytist við ólíka vinnslubreidd. Eftir því sem hliðar dreifilínuritsins eru brattari því meiri nákvæmni verð- ur að gæta við skörun. Petta á einkum við um möndul- og kast- dreifara. Oft eru spildur óreglulegar að lögun og virk dreifibreidd fellur ekki að stærð spildunnar, einkum þegar verið er að ljúka við spildu. Iðulega eru hliðar spildnanna meðfram skurðum eða jöðrum þar sem óæskilegt er að dreifa áburði. Á flestum þyrildreifurum má breyta aðrennslinu á dreifiskífuna eða loka fyrir að hluta og þannig takmarka dreifibreiddina til ann- arrar hliðarinnar. (Mynd 3) Þannig fæst brattari dreifikúrfa og afmark- aðri dreifibreidd sem má hafa not af þegar svo háttar til. Áhrifaþættir á dreifigæði. Ýmsir aðrir þættir en þeir sem beint snerta eiginleika dreifarans hafa áhrif á dreifigæði (mynd 4). Dreifimagnið þ.e. magnstillingin á dreifaranum hefur áhrif á virka vinnslubreidd og þá einkum á þyr- ildreifurum. Að jafnaði minnkar vinnslubreiddin við stóra áburðar- skammta. Eiginleikar áburðarins geta einnig haft mikil áhrif. Stærstu kornin kastast lengst og sallinn sáldrast næst dreifaranum. Áburðarverk- smiðjur gefa upp kornastærð og hlutföll í þeim efnum, en frávikin geta verið veruleg, háð geymslu og meðferð áburðarins. Því geta í reynd verið töluverð frávik í dreifigæðum miðað við það sem upp er gefið í prófunarskýrslum. Snúningshraði á aflúttaki hefur mikil áhrif á dreifigæði og því þarf

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.