Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 36
Mynd 1. Dœmigert línurit sem sýnir áhrif vaxandi áburðarskammta á
uppskerumagnið.
• Hlutdeild illgresis í uppskerunni
eykst við sérstakar aðstœður.
Of litlir áburðarskammtar (til
vinstri á mynd 1) hafa m.a. í för
með sér:
• Minni uppskeru af flatarein-
ingu.
• Lakari gœði fóðurs og óhagstœð
efnasamsetning einkum varð-
andi prótein.
• Samkeppnisaðstaða illgresis
batnar og hlutdeild þess eykst.
• Verri nýting á rœktunarlandi og
hlutfallslega meiri kostnaður við
rœktun lands.
Mælikvarði á dreifigæði/jafn-
leika dreifingar.
Rótarkerfi gróðursins hefur tölu-
verða möguleika á að jafna út
ójöfnum áburðarskömmtum á af-
mörkuðu svæði. Af þeim ástæðum
er talið nægilegt að meta dreifieig-
inleika á bökkum sem eru hálfur
metri á kant. Með því að reikna
meðaltal á breytileika í þunga
áburðarins, sem fellur í hvern
bakka, má fá fram svonefndan
breytileikastuðul, en hann er gefin
upp í prófunarskýrslum fyrir við-
komandi dreifara.
Til viðmiðunar við mat á dreifi-
eiginleikum er oft stuðst við eftir-
farandi mat út frá breytileikastuðl-
um.
0 - 5% Góð dreifing.
6 - 10% Viðunandi góð dreifing.
11 - 20% Ófullnægjandi dreifing.
20 eða meira Óviðunandi dreifing.
í þessum viðmiðunum er ekki tek-
ið tillit til áburðarskammta hverju
sinni heldur aðeins hlutfallslegs
breytileika. Nauðsyn jafnrar dreif-
ingar er hins vegar mest þegar um
fullan áburðarskammt er að ræða.
Helstu gerðrr áburðardreifara.
í þessari umfjöllun er rétt að gera í
stuttu máli grein fyrir helstu gerð-
um af áburðardreifurum, sem seld-
ir eru hér á landi, byggingu þeirra
og eiginleikum.
Mönduldreifarar eru framleiddir í
ýmsum stærðum. Vinnslubreiddin
er 2,0-3,6 m. Þeir eru einfaldir að
gerð. Dreifarar af þessari gerð
dreifa vel öllum venjulegum teg-
undum áburðar og einnig eru þeir
hentugir til að dreifa ýmiss konar
sáðvöru. Ojöfnur á yfirborði
landsins hafa ekki veruleg áhrif á
dreifigæðin. Kögglar í áburðinum
myljast í mönduldreifurum, nema
um stórar hellur sé að ræða. Dreifi-
magn mönduldreifara er, auk still-
ingar á stærð dreifigata, háð
áburðartegund og ökuhraða.
Áburðarmagnið á hverja flatarein-
ingu minnkar við vaxandi öku-
hraða, og er t.d. um 25% minna
við 12 km/klst heldur en 8 km/klst.
Þess vegna er nauðsynlegt að fram-
kvæma mælingar á dreifimagni við
þann ökuhraða, sem nota á við
dreifinguna. Hreinsun mönd-
uldreifara er fremur auðveld.
Möndlarnir eru þá teknir upp og
neðri botnplata losuð undan.
Þyrildreifarar eru yfirleitt einfald-
ir að gerð, ódýrir, liprir í notkun og
afkastamiklir. Séu þeir lyftutengd-
ir, eru þeir trektlaga og taka 200-
800 kg af áburði. Dragtengdir
þyrildreifarar, sem taka 2000-3000
kg, eru oftast með tveimur
dreifiskífum, en það gefur að jafn-
aði betri dreifingu. I svo stórum
dreifurum er áburðurinn færður
aftur að útrennslisopi með færi-
bandi eða snigli. Útrennslisopið er
stillanlegt, en frá því fellur áburð-
urinn á dreifiskífuna, sem drifin er
frá tengidrifi dráttarvélar og snýst
hratt, (ferilhraði yfirleitt 15-20 m/
sek). Venjulega er miðað við
tengidrifshraðann 540 sn/mín. Á
dreifiskífunni eru uggar eða renn-
ur, sem slöngva áburðinum út frá
dreifaranum. Mikilvægt er að stilla
hæð og halla dreifiskífu samkvæmt
fyrirmælum framleiðanda, svo og
stefnu dreifigeisla á þeim dreifur-
um sem eru með þann búnað.
Kastdreifarar eru líkir þyrildreif-
urum í útliti og byggingu og hafa
flesta kosti þeirra og galla. í stað
dreifiskífu hefur kastdreifarinn
slöngvistút. Hann veit aftur, en við
dreifingu hreyfist hann ótt og títt til
hliðanna og slöngvar áburðinum út
frá sér. Hægt er að fá mismunandi
gerðir af stútum, en mikilvægt er
að fylgja leiðbeiningum framleið-
anda, sér í lagi hvað snertir snún-
236 Freyr
6. MARS 1990