Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 15

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 15
Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur Gróðurvernd með hliðsjón af búfjárhaldi og beitarmálum Að undanförnu hafa verið miklar umrœður um stjórn umhverfismála og var nýtt umhverfisráðuneyti stofnað með lögumfrá Alþingi 23. febrúar sl. Svo vildi til að einmitt þann dag gekkst Félag íslenskra náttúrufrœðinga fyrir ráðstefnu í Hótel Holiday Inn í Reykjavík um umhverfi, gróðurvernd og landnýtingu. Höfundur þessarar greinar var meðal þeirra sem fluttu þar erindi og er það birt hér í heild með góðfúslegu leyfi hans. Ritstj. Inngangur. Gróður- og jarðvegseyðing eru meðal þeirra þátta umhverfismála, sem mest er fjallað um í ræðu og riti hér á landi, bæði af lærðum og leikum. Gjarnan er vitnað í áhrif búsetu, eldgosa og harðinda á við- kvæman gróður og jarðveg, - rýrnun landgæða -, og bent er á ýmsar leiðir til úrbóta. Gróður- verndarumræðan hefur löngum snúist um áhrif beitar búfjár öðrum fremur, en fleira hefur þó komið til sögunnar í vaxandi mæli á seinni árum. Má þar m.a. nefna álag á viðkvæmum gróðurlendum vegna aukinna ferðalaga landsmanna og útlendinga um hálendið, og gróð- urskemmdir vegna aksturs utan vega og merktra ökuslóða. Þá hafa orðið all miklar umræður um miðl- unarlón fyrir vatnsaflsvirkjanir á hálendinu, en nú líður brátt að því að undir Blöndulón fari vel gróið heiðaland sem samsvarar um það bil stærð byggðar Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness sam- anlagt. Hér verður aðeins vikið að beitarþættinum og tengslum hans við gróður- verndarsjónarmið. Landgæði fyrrog nú. Mikið hefur verið ritað um gróð- ureyðingu hér á landi, gjarnan með tilvitnunum í skrif Ara fróða frá 6. MARS 1990 Ólafur R. Dýrmundsson. því um 1120 (1, 2). Áætlað hefur verið hve mikið gróðurlendi hafi eyðst frá landnámi. Tíundaður er þáttur beitar- og annarra búsetu- áhrifa, og oft er það besta friðaða og harðast beitta borið saman í áróðursskyni. Á það hefur þó ver- ið bent að sú röskun sem leiddi til gróðurrýrnunar og uppblásturs hafi í raun byrjað löngu fyrir landnám vegna kólnandi loftslags, eða fyrir um 2500 árum (3, 4). Því mun næst sanni að ástand gróðurs hafi verið viðkvæmt við landnám en það síðan hríðversnað fljótt eft- ir að land byggðist, jafnvel svo mjög að birkiskógar hafi eyðst svo verulegu leyti á fyrstu öld Islands- byggðar (5). Sennilega hefur mun- að mest um högg og brennslu skóga, en einnig hefur sjálfala bú- peningur; nautgripir, sauðfé, geit- fé, hross og svín (6) flýtt þeirri þróun og dregið úr endurnýjun trjágróðurs. Meðal annars hefur verið sett fram sú kenning að fiðr- ildið birki- eða skógarfeti (Erannis defoliaria Cl.) hafi borist með skip- um landnámsmanna og því fjölgað mjög á hlýindatímabilum og það hafi drepið birki í stórum stíl, t.d. í Öræfum (7). Búsetuáhrifin mögn- uðust að sjálfsögðu með kólnandi loftslagi og við náttúruhamfarir svo sem við eldgos og jökulhlaup, enda vistkerfið viðkvæmt (8, 9). Áhrif beitará gróður. Rannsóknir og reynsla sýna hvernig beit breytir gróðurfari (10, 11,12,13). í grófum dráttum gerist það með þeim hætti að á landi, sem hefur verið friðað um lengri eða skemmri tíma, hopar kjarr- og blómgróður fyrir graslendi við beit. Við friðun breytir aftur til fyrra horfs (climatic climax), mis- hratt eftir loftslagi og ástandi gróð- urs og jarðvegs. Friðun fyrir beit tryggir þó ekki gróðursæld, saman- ber t.d. Sandey á Þingvallavatni. Gróðurlendi sem hafa verið friðuð lengi eru viðkvæm og hafa í raun Freyr 215

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.