Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Síða 16

Freyr - 15.03.1990, Síða 16
lítið beitarþol, eins og t.d. beitar- tilraunir í skóglendi hafa sýnt (14, 15). Aftur á móti er ljóst, m.a. af sauðfjárbeitartilraunum sem stað- ið hafa nokkuð á annan áratug á Auðkúluheiði, að unnt er að við- halda býsna fjölbreyttum gróðri á hóflega beittu landi og þrif áa og lamba eru þá eins og best verður á kosið (16, 17). Öðru máli gegnir um ofbeit. Hún hefur mikil áhrif á gróðurfar- ið og gerir það mun einhæfara. Jafnframt minnkar uppskera og beitargildi og rætur plantnanna verða gisnari og styttri (18, 19). Þannig getur ofbeit stuðlað að gróður- og jarðvegseyðingu, ekki síst þegar önnur skilyrði eru einnig óhagstæð. Mest er hættan í köldum árum þegar lítið sprettur, og öðru hverju eru þurrkar til baga. Skráð- ar hafa verið feiknarlega miklar sveiflur í sprettu, einkum á hálend- inu (20), og sú tilgáta hefur verið sett fram að við breytingu um hverja 1°C í meðalárshita megi gera ráð fyrir að beitarþol úthaga sveiflist um 10-20% (21). Reynsla liðinna ára, m.a. af ítölugerð, bendir til þess að beitarþol afrétta, einkum hinna gróðursnauðari, hafi verið ofmetið (22). Breyttir búskaparhættir. A undanförnum áratugum hafa búskaparhættir gjörbreyst hér á landi samfara stórfelldri ræktun lands til heyskapar og beitar. Vetr- arbeit sauðfjár heyrir að mestu sögunni til og hrossum er gefið mun meira út en áður tíðkaðist. Nautgripir ganga að mestu á rækt- uðu landi og sauðfé einnig mikið vor og haust. Nú er talið að hross taki eins mikla beit í úthaga og sauðfé, en erfitt er að meta áhrif beitar hreindýra og fugla, svo sem gæsa og álfta, sem sums staðar munar töluvert um. Það sem ein- kennir helst búfjárhald á seinni árum er stórfelld fækkun sauðfjár, úr tæplega 900.000 vetrarfóðruð- um kindum árið 1978 í tæplega 570.000 nú. Svo fátt hefur féð ekki verið síðan í lok fjárskiptanna fyrir tæpum 40 árum, en þá var það orðið mun færra en flest ár á fyrri helmingi þessarar aldar (23, 24). Aftur á móti hefur hrossastofn landsmanna tvöfaldast á undan- förnum tveim áratugum, og eru nú sett á vetur um 72.000 hross (25). Fjölgunin hefur verið um land allt, ekki síst í kaupstöðum og kauptún- um, og hafa hross aldrei orðið fleiri eftir því sem best er vitað. Áætlað hefur verið að árið 1968 hafi úthagi í landinu verið ofnýttur um allt að 25% (26). Vegna fjölgunar hrossa er heildarbeitará- lagið í landinu, talið í beitarærgild- um, svipað og það var þá, en það er alls ekki sambærilegt vegna breyt- inga í beitarháttum og dreifingu fénaðar um landið. Á undanförn- um tveim áratugum hefur fækkun sauðfjár verð hlutfallslega mikil á þeim svæðum sem þá voru talin ofsetin, t.d. á Suður- og Suðvestur- landi. Hrossabeit á afréttum er af- lögð að mestu, beitartími á afrétt- um hefur verið styttur töluvert víð- ast hvar, á árunum 1972-1986 var komið á ítölu í afréttum 13 sveitar- félaga og einnig í heimalöndum tveggja þeirra, uppgræðsla til beit- arjöfnunar á mörkum heimalanda og afrétta hefur dregið úr beitará- lagi á Suðurlandi og víðar, og bændur beita sauðfé mun meira á ræktað land vor og haust en tíðk- aðist í lok 7. áratugarins (27). Frá sjónarhóli gróðurverndar munar mest um hinn mikla samdrátt í beitarálagi á afréttum sem flestir eru á hálendinu. Þegar á heildina er litið er raunveruleg beitarnýting úthaga mun minni og dreifing á beitarálagi er hagstæðari en fyrir tveim áratugum. Hér er að sjálf- sögðu ekki verið að gera því skóna að ofbeit sé úr sögunni en hún er mun staðbundnari en áður. Enn er t.d. álag á gróður of mikið við sumar afréttagirðingar, og á lág- lendi er töluvert um ofsetin hrossa- beitarhólf, ef miðað er m.a. við þær forsendur og rannsóknarað- ferðir sem beitt hefur verið við útreikninga og mat á beitarþoli til þessa (28, 29). Ætla má að ríkari áhersla verði lögð á jarðvegsþátt- inn við mat á landgæðum og beitar- þoli í framtíðinni (22, 30). Þrátt fyrir minnkandi beitarálag og batnandi meðferð beitilanda víð- ast hvar má enn færa margt til betri vegar, og verður vikið að því síðar. Viðhorf bænda. Af framansögðu má ráða að skapast hafa betri skilyrði en áður til að fella búfjárhald og beitarnýt- ingu enn betur að þeim umhverfis- sjónarmiðum sem nú ber hæst. Bændur líkt og aðrir landsmenn sýna gróðurverndarmálum vax- andi áhuga. Það er vissulega hags- munamál bænda að viðhalda og bæta gæði landsins til þess að geta stundað arðbæran búskap. Margir þeirra taka virkan þátt í land- græðslu og skógrækt, og allt frá því rannsóknir á beitilöndum hófust hafa bændur sýnt því starfi áhuga. Viðhorf til gróðurverndar og þró- un í beitarmálum er jákvæð í flestu tilliti, en að sjálfsögðu eru nokkur blæbrigði á skoðunum og sjónar- miðum innan raða bænda og hesta- manna. Sumir benda t.d. á að sinumyndun rýri landgæði. Bent er á, að um beitarmálin sé iðulega fjallað af vanþekkingu og án tillits til aðstæðna í viðkomandi sveitum. Því leggja bændur gjarnan áherslu á að þjóðfélagsumræður um gróð- urvernd og beitarmál þurfi að vera málefnalegri. Bændasamtökin hafa í vaxandi mæli látið sig varða landgræðslu, skógrækt og gróðurverndarmál (27, 31, 32). Þannig hefur Búnað- arþing ályktað oft um ýmsa þætti þessara mála, t.d. árið 1989 (33) um takmörkun á lausagöngu búfjár (mál nr. 5), um gróður- verndarmál (mál nr. 6), um ræktun nytjaskóga (mál nr. 11) og um mat á beitarþoli (mál nr. 29 og 31). Sérstaklega er vert að minna á ályktun hátíðarfundar Búnaðar- þings 1987, en sá fundur var hald- inn í tilefni 150 ára afmælis bænda- samtaka á íslandi (34). Þar var stjórn Búnaðarfélags íslands falið að beita sér fyrir gerð áætlunar um 216 Freyr 6, MARS 1990

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.