Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1990, Page 9

Freyr - 15.03.1990, Page 9
Við þurfum á fullvirðisrétti okkar að halda til að sveitin leggist ekki í auðn Viðtal við Lárus Sigurðsson á Gilsá í Breiðdal. Lárus Sigurðsson býr á Gilsá í Breiðdal en er jafnframt virkur í félagsmálum sveitar sinnar og stéttar. Hann er oddviti og sveitarstjóri Breiðdalshrepps, stjórnarmaður í Landssamtökum sauðfjárbœnda og fulltrúi á Stéttarsambandsfundum og er þá ekki allt talið. Fyrr á þessum vetri var Lárus áferð í Reykjavík og tók fréttamaður Freys hann þá tali. Ætt og uppruni? Ég er fæddur á Gilsá í Breiðdal. Foreldrar mínir eru Sigurður Lár- usson bóndi þar og kona hans Herdís Erlingsdóttir frá Þorgríms- stöðum í Breiðdal. Ég ólst upp á Gilsá og eftir skyldunám fór ég á Hvanneyri og var búfræðingur þaðan árið 1970. Ég sneri þá heim í Gilsá og hélt áfram að búa með föður mínum. Upp úr Hvanneyrardvölinni kynntist ég konu minni. Hún heitir Helga Harðardóttir og er frá Akra- nesi og við eigum tvö börn. Við fluttum haustið 1971 til Akureyrar og bjuggum þar í eitt ár og störfuð- um hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Haustið 1972 fluttum við aftur í Gilsá og ári síðar tókum við að mestu við búinu og bjuggum til ársins 1987, einkum með sauðfé en á tímabili ólum við einnig upp kálfa. Haustið 1987 var síðan nið- urskurður á riðufé og fé okkar lenti í því og við erum ennþá fjárlaus, en fáum að taka fé haustið 1990. Þú hefurtekið þátt í félagsmálum í þínu byggðarlagi? Það sem tekur mestan tíma minn í þeim efnum er að eftir hrepps- nefndarkosningarnar 1986 var ég kosinn oddviti í Breiðdalshreppi. Frá júní 1988 tók ég einnig við starfi sveitarstjóra og er þar af leið- andi í fullu starfi hjá sveitarfélag- 6. MARS 1990 inu. Auk þess hef ég verið formað- ur Félags sauðfjárbænda á Suður- fjörðum og er í stjórn Samtaka sauðfjárbænda frá árinu 1989. Svo er ég Stéttarsambandsfulltrúi frá 1987. Ýmis fleiri félagsmálastörf er ég flæktur í. Hvernig búskaparskilyrði eru í Breiðdal? Ég tel að í Breiðdal séu mjög góð búskaparskilyrði, einkum vegna þess að þar er mjög veðragott. Það er orðið vont veður nánast á öllu landinu þegar það er orðið vont í Breiðdal. Við sleppum oft mikið til við verstu norðanveðrin, við fáum töluvert af sunnlenskri rigningu en þó ekkert í líkingu við svæðið hér fyrir sunnan. Gróður og ástand afrétta? Ástand gróðurs er mjög gott og hefur breyst til batnaðar. Hér hef- ur ekki verið urn ofbeit að ræða síðan ég man eftir. Eftir að menn hættu vetrarbeit tel ég að gróðri hafi farið verulega fram. Eldri menn, brottfluttir, sem hafa komið í heimsókn, segja mér að gróðurfar sé batnandi. Hins vegar er annað sem mér sýnist vera hættulegast gróðri núna. Það er skortur á búfé til að halda honum í réttu horfi. Það er víða mjög mikill grasvöxtur í út- jörð, sem og fjalldrapi og það er farið að bera nokkuð á því að fjalldrapinn og sinan er orðin svo þykkur hjúpur að nýgræðingurinn er rétt að kíkja upp úr þessu síðla sumars, og maður hefur á tilfinn- ingunni að það séu æ færri strá sem komast upp úr þófanum. Hve margar byggðar jarðir og eyðijarðirvoru íBreiðdal þegarþú manst fyrst eftir þér? Ég er farinn að fylgjast með þessu rétt fyrir 1960, en ég er fæddur árið 1950. Þá var nánast ekki til jörð í eyði í sveitinni nema kot sem voru farin í eyði fyrir löngu, jafnvel einni öld áður. Þetta hélst nokkuð óbreytt fram undir 1978. Árið 1978 voru í byggð um 35 jarðir og á flestum þeirra sauðfjárbúskapur að einhverju leyti. Freyr 209

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.