Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 39

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 39
ASTÆÐUR FYRIR ÖJAFNRI DREIFINGU GETA VERIÐ AF ÝMSUM TOGA BREYTILEIKASTUÐULL Mynd 4. Ýmsar ástœðurgeta valdiðþvíað dreifing á velli tekst miður en skyldi. að fylgja vel leiðbeiningum í þeim efnum. Of lítill hraði gefur minni dreifibreidd og ójafna dreifingu. Ohóflegur hraði skekkir einnig dreifimyndina, en að auki er hætta á að áburðurinn sallist og nái ekki eðlilegri vinnslubreidd. Áríðandi er að tenging dreifarans við dráttarvél sé rétt. í leiðbeininga- bæklingi sem á að fylgja hverjum dreifara kemur fram æskilegur halli dreifarans fram eða aftur. Einnig þarf að ganga úr skugga um að dreifarinn hallist ekki til hlið- anna og stilla, ef með þarf, á lyfti- örmum dráttarvélar. Pá þarf einnig að fylgja nákvæmlega still- ingu á hæð dreifarans frá jörðu, einnig þegar hann er fullhlaðinn. Á dreifibúnaðinum myndast oft “setlög“ úr áburðinum, einkum ef raki er í honum, eða þegar rakt er í veðri við dreifingu. Að sjálfsögðu dregur það úr dreifigæðum og sama er að segja um ryðmyndun í dreifibúnaði, en á flestum nýrri dreifurum er búnaðurinn úr ryð- fríu efni. Hliðarvindur hefur slæm áhrif á dreifigæðin, einkum þyrildreifara og við dreifingu á fínkorna áburði. Ekki er ráðlegt að dreifa áburði ef vindur er um eða yfir 3 vindstig. Hæfni ökumanns getur haft afger- andi þýðingu um hvernig til tekst með áburðardreifingu. Fyrir utan ýmis tæknileg atriði við stillingu dreifarans hefur aksturslagið, mik- ið að segja einkum er varðar að áætla fjarlægðir á milli dreififerða. Best er að nota fastar viðmiðanir, t.d. mælistikur á spilduendum eða annan búnað sem gefur vísbend- ingu um réttar fjarlægðir. Viðhald áburðardreifara. Þegar áburður sest á járn og stál ryðgar það afar fljótt. Því er mikil- vægt að dreifararnir séu þannig úr garði gerðir að auðvelt sé að þrífa þá. Á flestum nýrri dreifurum má velta geymunum ofan af dreifibún- aðinum sem að sjálfsögðu auðveld- ar alla hreinsun. Að hreinsun lok- inni er gott að úða yfir dreifarann ryðvarnarefni eða olíum. Einnig er gott áður en áburðardreifing hefst, að úða “díselolíu" á dráttarvélina aftanverða, en það auðveldar stór- lega hreinsun að lokinni dreifingu. Fylgjast þarf vandlega með að stillistengur og dreifibúnaður verði ekki fyrir hnjaski og ef lagfæringa er þörf að tryggt sé að það komi ekki niður á dreifigæðunum. Að lokum: • Gangið úr skugga um að við- komandi dreifari hafi verið reyndur á prófunarstöð. • Fylgið nákvœmlega leiðbeining- um framleiðenda við tengingu á dráttarvél og snúningshraða aflúttaks. • Skoðið vandlega dreifilínurit og áhrif vinnslubreiddar á sveiflu- stuðul. • Við ákvörðun á dreifimagni má hafa töflur úr prófunarskýrslum til hliðsjónar, en best er að gera eigin athuganir á velli. • Akið með jöfnum hraða við dreifingu og skiptið ekki um hraðastig nema breyta stillingu dreifarans. • Notið hliðarstillibúnað efkostur er þegar dreift er á jöðrum spildna. • Hafið skýrar viðmiðanir (steng- ur) til að fá hœfilega skörun dreififerða. • Góð regla er að þrífa dreifarann vel að notkun lokinni og verja hann ryðmyndun í geymslu. Heimildir: Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Bú- tæknideild. Búvélaprófanir um áburð- ardreifara, ýmsar skýrslur. Statans maskinprovningar, Svíþjóð 1985, Meddelande 3003 Provning av konst- gödselspridare. Vad sager resultaten? Skógarauður Finna Nytjaskógar í Finnlandi eru á rúmum 20 milljónum hektara lands. Af því á ríkið fjórðung, félög og stofnanir um níu af hundr- aði, bændur eiga um 34% og aðrir tæpan þriðjung.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.