Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 13

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 13
Hrafnkell Lárusson á Gilsá með fjártíkina Stássu. Fjœr eru Háumelar og Vaðhorn í baksýn. sem opnuðust ekki fyrr en 1963-64. í sambandi við það að taka upp fjárbúskap eftir niðurskurð vil ég bæta því við að þeir sem vilja byrja aftur hafa hafa mjög lítinn fullvirð- isrétt til þess. Mér finnst súrt í broti að niðurskurðurinn skulu leiða til þess að mjög stór hluti af fullvirðis- rétti sveitarinnar skulu hverfa úr byggðarlaginu þegar niðurskurð- artímabilinu lýkur. Fullvirðisrétt- ur þeirra sem byrja ekki aftur kem- ur byggðarlaginu ekki neitt til góða. Mér finnst það afar óeðlilegt og það hefur verið krafa okkar að hluti af þessum rétti verði nýttur til að auka rétt þeirra sem vilja halda áfram fjárbúskap. Ég þykist vita að þetta eigi við um miklu fleiri sveit- ir, þar sem almennur niðurskurður hefur farið fram. Ég held að hjá okkur geti orðið um algjört hrun að ræða á fjárbúskap og þá á byggð um leið. Ég vil líka benda á það að umræða um nytjaskóga á Héraði, sem er mjög æskilegt að vel takist til um, er í hugum margra talið átak í almennri uppbyggingu fyrir allt Austurland. Skógrækt á Mið- Héraði breytir þó engu um búskap og búsetu hjá okkur sem búum í fjörðunum. Hvernig er háttað fjölda barna á skyldunámsaldri íhreppnum? Grunnskóli hreppsins er á Staðar- borg og þar eru um 45 börn, allt upp í 8. bekk. Frá því 1980 hefur þar orðið veruleg fækkun. Þau voru flest um 70 um 1979. Okkur hélst á tímabili mjög illa á fólki sem var að koma út úr skólum og var að stofna heimili. Ég tel að þetta sé að breytast til batnaðar nú síðustu árin. Hitt er líka að systkinahópar eru aftur að stækka, t.d. 3-5 systk- ini í stað 1-2 áður. Hvernig getur þú séð fyrir þér búskap og mannlíf í Breiðdal t.d. eftir lOár? Þar vegur mjög salt í mínum huga hvort þeim fáu sem ætla að taka aftur fé tekst að leysa þau vanda- mál sem því fylgir. Kostnaður við að hefja aftur búskap er mikill, við hreinsun útihúsa o.fl. Utihús eru víða nýleg og það hvflir mikið á þeim og ég hygg að bæði tún og vélar hafi látið nokkuð á sjá. Með bjartsýni gætu hér orðið 10- 12 bú eftir 10 ár en þetta gæti líka farið á verri veginn og ég hygg að þetta ráðist á styttri tíma, væntan- lega þremur til fjórum árum. Hvað áhrif hefði það á Breiðdalsvík ef þetta faeri á verri veg? Ég held að Breiðdalsvík mundi tæplega standa það af sér. Það fer þó eftir því hvað menn gerðu, þ.e. hvort menn sætu áfram á jörðum sínum og sæktu vinnu í þorpið eða flyttu burt. Þarna spilar það inn í að menn geta átt erfitt með að losna við jarðir sínar þó að þeir vildu en á hinn bóginn er löggjaf- inn nú að stórhækka fasteignar- skatta og neyða sveitarstjórnir til að nýta þann álagningarstofn meir en áður. Svo virðist líka sem stjórnvöld ætli nú með stórhækk- aðri leigu ríkisjarða að flæma bændur af ríkisjörðum. Nú virðist t.d. sem bændur á ríkisjörðum með 2-3 ára fjárleysi eigi erfitt með að bera þessa hækkun. Hvernig skiptast jarðir í ríkisjarðir ogjarðiríeinkaeign ísveitinni? Það er nokkuð mikið um ríkisjarð- ir og þar eru menn í þeirri stöðu að geta flutt burt og ríkið er skylt að leysa út eignir þeirra á jörðunum. Ég er hins vegar þeirrar skoðun- ar að stjórnvöld þurfi að gera það upp við sig hvar á landinu á að búa með sauðfé, en að þetta ráðist t.d. ekki af því hve margir taka tilboð Framleiðnisjóðs um leigu eða kaup á fullvirðisrétti og síðan sé öðrum á sama svæði gert ókleift að búa áfram. Frh. á bls. 214. 6, MARS 1990 FREYR 213

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.