Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Síða 17

Freyr - 15.03.1990, Síða 17
Hrossastofninn hefur tvöfaldast á undanförnum tveimur áratugum og ástœða er til að hvetja til meira hófs við ásetning folalda á haustin. Hrossum er gefið mun meira út með vetrarbeit en áður tíðkaðist. (Ljósm. Stefán Jasonarson). þróun landbúnaðar á íslandi í sam- vinnu við Stéttarsamband bænda. Jafnframt þeirri áætlun skyldi unn- ið að gerð jarðabókar er gæfi sem gleggsta vitneskju um allar bújarð- ir í landinu. Búnaðarþing 1983 hafði reyndar ályktað um gerð slíkrar jarðabókar. Ályktanir aðal- funda Stéttarsambands bænda, einkum frá 1987 og 1988, vitna einnig um þann vilja forystumanna bænda að búskapurinn sé sem mest í sátt við náttúruna (32). Þar eru bændur m.a. hvattir til að sýna gróðurverndarmálum fullan skiln- ing og koma til móts við sjónarmið þeirra sem vilja stuðla að hóflegri nýtingu gróðurs og vernda náttúru landsins. Þá er lögð áhersla á að auka tengsl milli framleiðslustjórn- ar í landbúnaði, annars vegar, og gróðurverndar og nytjaskógrækt- ar, hins vegar. Landssamtök sauð- fjárbænda, Landssamband hesta- mannafélaga og fleiri hagsmuna- aðilar hafa einnig látið frá sér fara yfirlýsingar um gróðurvernd og landgræðslu. Því má við bæta að framangreindar ályktanir bænda- samtakanna eru efnislega í ágætu samræmi við gróðurverndarálykt- anir sem samþykktar hafa verið á aðalfundum Landverndar, land- græðslu- og náttúruverndarsam- taka íslands. Nýjarðabók. Á árunum 1703-1712 voru tekn- ar saman lýsingar á öllum jörðum í landinu, og birtust þær í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns að undanskildum lýsing- um á Múlasýslum og Skaftafells- sýslum sem glötuðust. Þarna er m.a. að finna ágætar heimildir um gróðurástand landsins á þeim tíma. Sambærileg úttekt hefur ekki verið gerð síðan, en mikið liggur fyrir af margvíslegum upplýsingum um einstakar bújarðir og afrétti í landinu. í byrjun þessa áratugar urðu allmiklar umræður um gerð nýrrar tölvutækrar jarðabókar í kjölfar búrekstrarkönnunar sem þá var gerð. Um málið var ályktað á Búnaðarþingi árið 1983 og aftur 1987, eins og áður var vikið að, og í niðurstöðum nefndar um landnýt- ingaráætlun undir forystu Svein- björns Dagfinnssonar ráðuneytis- stjóra landbúnaðarráðuneytisins, sem lagðar voru fram vorið 1986, voru m.a. tillögur um gerð jarða- bókar ásamt kostnaðaráætlun, enda talin veigamikill þáttur heild- aráætlunar um landnýtingu og framleiðsluskipulag í landbúnaði (35). Nýlega lauk annarri bú- rekstrarkönnun og í niðurstöðum hennar er m.a. að finna greinar- gott yfirlit um landbúnaðarfram- leiðsluna (36). Hjá Búnaðarfélagi Islands, Framleiðsluráði landbún- aðarins, landbúnaðarráðuneyti, Landgræðslu ríkisins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og fleiri stofnunum eru ýmis gögn tiltæk sem ætti að sameina, og á næstu árum þarf að afla upplýsinga sem á vantar, svo sem um landstærðir og ástand heimalanda jarða. Þá ætti að vera unnt að koma upp aðgengi- legum gagnabanka um búskapar- hæfni allra jarða í landinu, - jarða- bók -, á næstu árum. Stefna í gróðurverndarmálum. Hér að framan vék ég að nokkrum atriðum úr gróðursögu landsins því að af henni má margt læra. Tengsl beitar og gróður- verndar voru rædd með hliðsjón af breyttum búskaparháttum og greint var frá áhuga bænda á gróð- urvernd og bættri skipan landnýt- ingarmála, m.a. með gerð jarða- bókar. En hvers er þá vænst af bændum og öðrum sem nýta gróð- urlendi til beitar eða annars? Hvaða kröfur verða gerðar til gróður- og umhverfisverndar al- mennt á næstu árum og áratugum? Á liðnu ári skýrðust þessi mál mikið þegar landbúnaðarráðu- neytið, Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins mörkuðu opin- bera stefnu í gróðurverndarmálum (37). í greinargerðinni er m.a. að finna verkefnaskrár fyrir árin 1990-1995 þar sem tilgreind eru þau svæði þar sem unnið skal sér- staklega að alhliða gróðurvernd. Væntanlega verður þessum verk- efnum forgangsraðað sem fyrst. Ég tel brýnt að framangreindar stofnanir kynni viðkomandi sveit- arfélögum og bændum áformuð verkefni áður en langt um líður, einkum á þeim stöðum þar sem kann að verða leitað eftir veruleg- um breytingum á beitarnýtingu og jafnvel friðun einstakra heima- 6, MARS 1990 Frevr 217

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.